Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 8
Ráðherra Alþýðuflokksins hefur haft forustu um nýskipan innflutnings- og gjaldeyrismála í SÍÐUSTU viku undirritaði Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamál'aráðherra reglugerðarbreytingu, sem gerir ráð fyrir því, að botnvörpunet og garn til viðgerða á þeim fari á frílista. Eftir þá breytingu er 86,7% inn- flutningsins frjáls. Um síðustu ára- mót var frílistinn stækkaður nokk- uð en þá var bætt á hann vörum, sem fluttar voru inn fyrir 132,4 millj. kr. 1965 en það svarar til 2,2% heildarinnflutningsins það ár. V'ar þá m. a- bætt á frílistann ó- brenndu kaffi. Frá því að uúverandi stjórnarflokkar hófu samstarf um ríkisstjórn fyrir 8 árum hefur það verið stefna ríkisstjórnarinnar að afnema innflutningshöft og auka innflutningsfrelsið ár frá ári. Hafa árlega verið stigin skref í þessu skyni. Stórt skref var stigið 1960 en siðan hefur frílistinn verið aukinn á hverju ári. Allan þennan tíma hefur Alþýðuflokkur- inn farið með stjórn viðskiptamálanna en þau hafa verið í höndum Gylfa Þ. Gíslasonar. Er afnám innflutningshaftanna hófst, var í fyrstu lögð áherzla á það að afnema höft á innflutningi hinna nauðsynlegustu hráefna til iðnaðarins og á helztu nauðsynjavörum al- mennings. En á haftatímabilinu var það iðu- lega svo, að iðnfyrirtæki gátu ekki fengið leyfi fyrir nauðsynlegum hráefnum til fram leiðslu sinnar og ýmsar sjálfsagðar vörur al- mennings eins og t. d. niðursoðnir ávextir fengust ekki. Undir forustu Aiþýðuflokksins hafa inn- flutningshöftin verið afnumin, og í dag er nóg vöruúrval í verzlunum en þaff kunna neyt endur og þó einkum húsmæffur vel aff meta. Nokkrai- vörutegundir eru enn háðar leyf- um vegna íslenzks iðnaðar og vegna viðskipta okkar við Austur-Evrópuríkin. T. d. eru kaðl ar og línur til fiskveiða háð leyfum vegna Hampiðjunnar, tunnur eru á leyfum vegna Tunnuverksmiðju ríkisins, og húsgögn og nylonsokkar eru einnig háð leyfum vegna inn lendrar framleiðslu á þessum vörutegund- um. Stærstu vörutegundirnar sem enn eru háð ar innflutnings- og gjaldeyrisleyfum eru olíur og benzín, sem námu 6.9% heildarinnflut- ingsins 1965. Hefur ekki verið Ieyfður frjáls innflutningur á þeim vörutegundum vegna við skipta okkar við Tékkóslóvakíu og Pólland. nauðsynlegt að vernda. Einnig er kaupum á strásykri beint til Austur-Evrópu vegna við- skipta okkur við Tékkóslóvakíu og Pólland. Rétt er þó að taka það fram að engar magn takmarkanir eru á innflutningi okkar frá Austur-Evrópuríkjunum. Samhliffa því sem Innflutningsskrifstofan var lögð niffur og afnám innflutningshaftanna hófst var komiff á nýrri skipan við úthlutun gjaldeyris- og innflutningsleyfa. Var gjaldsyr isbönkunum faliff það verkefni í samráði viff viðskiptaráðuneytið (Gjaldeyrisdeild bankanna). Ferffagjaldeyrir var rýmkaffur verulega og þurfa ferffamenn sem ætla til útianda nú ekki að híma dögum saman hjá Innflutningsskrif- stofunni eins og áffur var til þess að kreista út nokkur pund til utanferða. Allir eiga nú rétt á 125 sterlingspundum einu sinni á ári til utanferffa og þeir sem fara í sérstökum erindagerðum fá viffbótaryfirfærslur. Hefur hér orffiff gerbreyting frá því sem áffur var. Allar þessar breytingar á innflutnings- og gjaldeyrismálum hafa átt sér stað undir for- ustu ráðherra Alþýðuflokksins. 1. Hilmar Hálfdánarson, verðgæzlum., Reyðarfiröi. Borgarfirði eystra. 6. Egill Guðlaugsson, 7. Kristján Imsland, kaupm., framkv.stj., Fáskrúðsfirði. Höfn í Hornafirði. Æskan er t Rætt v/ð Magnús Eiríksson MAGNÚS EIRÍKSSON heitir ungur verzlunarmaður, og vinnur hjá Ludvig Storr á Laugavegi 15. Hann mun þó kunnugri unga fólk- inu fyrir tómstundaiðju sína, en hann er hljómsveitarstjóri einnar af vinsælustu hljómsveitum bæj- arins, Póniks og Einars. Við báðum Magnús að spjalla örlítið við okkur um áhugamál sín og spyrjum hann fyrst hve- nær hljómsveitin hafi verið stofnuð. — Við byrjuðum að leika sam- an fyrir tveimur árum síðan. Áður höfðum við allir leikið með öðr- um hljómsveitum. — Hefur hópurinn verið ó- breyttur frá upphafi? — Nei, það hafa orðið nokkr- ar breytingar á hljómsveitinni á þessum tveimur árum, en þó hafa þrír okkar verið með allan tím- ann. — Hvað um vinsældirnar? — Ég held ég megi segja, að við höfum ekki þurft að kvarta yfir vinsældaskorti. í fyrstu lék- um við eingöngu tízkulög ungling- EGYPTAR BEITA EITURGASI I STRÍÐINU GEGN JEMENBÚUM FYRIR skömmu báðu ísraels- menn vestur-þýzku stjórnina um að lána þeim 20 000 gasgrímur vegna síendurtekinna eiturgas- áré'sa Egypta á þorp í Jemen. Kiesinger, kanslari, og Willy Brandt, utanríkisráðherra, voru strax á eitt sáttir um, að gas- grímurnar skyldu afhentar, en Gerhard Schröder, landvarnaráð- herra, snerist gegn því. Hann sagði, að samkvæmt' Nato-samn- ingnum mæt.ti ekkt ,Ijá hernaðar-. tæki neinu því landi, sem ætti í stríði eða þar sem væri stríðs- hætta. Sagt er, að komið hafi til • átaka á milli. landvarnaráðherr- ans og kanslarans. Kanslarinn. og Brandt eiga að hafa haldið. -því • Framhald 'á 15. síðu. anna, en svo breyttum við um prógram, og sl. vetur höfum við eingöngu leikið lög við hæfi full- orðinna. Núna erum við svo aft- ur að skipta um, og í sumar verð- ur tóniistin miðuð við óskir ungl- inganna. f því sambandi má þó geta þess að við munum stilla hljóðfærin niður og mrnnka þannig hávað- ann, sem undanfarin ár hefur verið aðaleinkenni unglingahljóm- sveitanna. Hvaða vit er líka í því, g 8. júní 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.