Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 13
Síml «988 Há$fug!ar í hernum Sprenghlægileg og spennandi ný dönsk gamanmynd í litum. Ebbe Langeberg. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ALFIE Heimsfræg ný amerísk mynd. íslenzkur texti. Aöalhlutverk: Michael Caine. Sýnd kl. 5 og 9. BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar 'og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla- og Búvélasalan v/Miklatorg, sími 23136. BÍLAMALUN - RÉTIINGAR BHEMSUVIÐGERÐIR O. FL. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Sími 3574». Ökukennsla- æfingatímar Get bætt við mig nemendum. Kenni á Ford Consul Cortina. Sími 41104. AUGLÝSID í Alfiublaðinu Suzanne Ebel: lll fbPÁ u 3 0( IkKA jÁST Daginn, sem pabbi fór til Kanada var svalt og þoka, þó ég elskaði pabba og vissi, að ég mundi sakna hans leit ég út um svefnherbergisgluggann og vonaði, að þoka tefði ekki fyr ir brottför hans. Ég leit umhverf is mig í svefnherberginu, sem í voru ljót og dýr húsgögn, dökk og svo vel bónuð að ég gat speglað mig í þeim. Allt var dýrt og svo sterkt og vel unn ið, að það hlaut að endast þrjár k.vnslóðir. Þegar ég leit út um gluggann á eikina, sem óx fyr ir utan hann fann ég að mér stóð nákvæmlega á sama þótt ég ætti að yfirgefa þau bæði. Það var mikið af farþegum á flugvellinum og allir höfðu á- hyggjur af þokunni. Nema hann pabbi. Hann sótti farseðiana sína. Hann lét vega töskurnar — sem voru jafn þungar og þær máttu vera — hann gaf burð armanninum peninga í þjórfé og beið eftir að kallað væri til brottfarar. Hann hélt utan um mig og mér fannst á svip hans að hann kveddi mig fremur í gamni en alvöru. — Svo nú stendur þú ein, Julie! Það var þá tími til kom inn! — Ég sé um mig, pabbi. — Hugsaðu um frænku gömlu! — Eins og engill! Hann kyssti mig og klappaði á kinn mína. — Nú er kallað til brottfarar. Gáðu að þér vin- an. Hugsaðu áður en þú gerir hlutina, ef þú getur það, Julie, bætti hann við. Hann hvarf inn um dymar, sem á stóð: Aðeins fyrir far- þega. Ég fann til. Þarna fór hann. Öryggi mitt. Akkeri mitt. Maðurinn, sem ég elskaði. Mér fannst húsið tómt og autt, þegar ég kom heim síð asta kvöld mitt þar og mér þótti gott að heyra til frú Brown í eldhúsinu. Hún var lítil, feit og afburða dugleg. Hún vann í skorpum. Hún var ekkja og hana dreymdi um fjar- lög lönd. Hún eldaði furðuleg- ustu ókunna rétti og hún lét útvarpið leika hljómlist frá hin um sólríka Spáni. Hún límdi póstkort frá fjarlægum löndum um alla veggi eldhússins. — Til Kanada! sagði hún. — Fjölli Sýróp! Og laxinn, sem allir tala um! — Hann sér engan lax. Hann verður á skrifstofu, sem er al- veg eins og skrifstofan, sem hann fór af. Frú Brown fægði koparinn og horfði vantrúuð á mig. — Hvað er í matinn? — Steik að frönskum sið, ég áleit það hentaði vel áður en þú færir. — Mér finnst þú gætir sagt, að þú myndir sakna mín, sagði ég og steig niður af eldhúsborð inu og faðmaði haná að mér. Pabbi var farinn. Á morgun byggju hér aðrir. Ég faðmaði hana að mér, hún ilmaði af sápu og ull. — Yitleysa, sagði hún hrifin. — Þú ert kolvitlaus. Þú hefur alltaf verið það. Ekki veit ég, hvaðan 'þú hefur það. Ekki frá honum pabba þínum. Hún þvoði upp, gaf mér morg unmat og horfði á mig láta nið ur í töskumar — Ég skal segja þér dálítið, Julie, sagði hún og gægðist inn til mín eins og kanína hefði gert. — Þú ferð til útlanda. Þér er óhætt að trúa mér. Maud frænka bjó í Putney í London í húsi, sem líktist okk ar. Ég hef aldrei skilið, ihvers vegna hún fór til London. Hún talaði, hugsaði eldaði og hagaði sér nákvæmlega eins og hún gerði meðan hún bjó í Man chester, þegar ég var ung. Hús ið líktist heimili okkar óhugn anlega, sömu stóm stólamir, sami leðursólinn, sama dýra, sjónvarpstækið. Maud frænka hafði ekki frú Brown heldur vitlausa stúlku, sem hét Renée og var óstundvís og dálítið sóða leg. Jafnvel það varð mér upp- örvun. Maud var lík pabba, dálítið feitlagin og afar virðuleg og traustvekjandi. Hún elskaði allt, sem blátt var — blá föt, bláa veggi, blátt postulín og hund- inn sinn (sem átti blátt háls- band) og drakk kaffi á krám í Purtney. Ég var í viku hjá henni, hitti Harry, fór í atvinnuleit og lýsti Lundúnaferðum mínum fyrir frænku minni yfir tei og heitri köku á kvöldin. Þessa viku lét ég líða pabba vegna og eftir að hafa hagað mér eins og hetja í heila viku fór ég út með hundinn að kvöldi til og hringdi til kunningjakonu minnar, sem hét Midge de Lacey. Ég var í skóla með Midge í Sviss. Þá var hún eldri en ég og afar glæsileg. Ég hafði stundum séð myndir af henni í tímaritum. Vinkona mín í London sagði mér að Midge vant aði stúlku til að taka á leigu íbúð með. —• Halló! hrópaði Midge þeg ar ég hringdi þangað. — Julie! Hvaðan kemurðu? — Ég sagði henni hvers vegna ég væri komin til Lond- on. — Býrðu hjá frænku þinni? Aumingja þú! Af hverju flyt- urðu ekki til mín? öskraði hún án þess að ég segði orð. — Það væri himneskt! Þá á þessari stundu, þegar allt fór að óskum, breyttist ég í dótt ur föður míns. — Ja .. ég veit ekki.: get- um við hitzt? — Við tvær eigum saman! sagði Midge — Ég fer til Kenil worth í tveggja daga ferð, komdu á föstudaginn. Þá fáum við okkur glas og sjáum um allt. Hvar býrðu, elskan? Mig langar til að vita það. Ég þarf að fara svo margt að ég veit ekki, hvað ég á að gera! Ég fékk bréf daginn eftir með rithönd, sem var svo stór- karlaleg að einungis tvö orð komust fyrir í hverri línu. Bréf ið var frá Midge. — Farðu bara inn, stóð með gleiðgosalegri skrift. — Ég kem sjálfsagt of seint. Hlakka til að sjá þig.— Lykill fylgdi bréfinu. Ég setti hann í töskuna mína. En það kæruleysi, hvemig vissi hún, að ég var ekki farin að stunda símavændi? Það var móðgandi að vera treyst svona algjör- lega. Það sagði ég líka við Harry. Þú veizt ekkert um hana undanfarin fjögur ár. — Ég veit, hvernig hún er. — Og hún heldur það sama um þig! — Jæja, sagði ég með daðurs hreim. — Ég held, að ég geti gert hvað sem er. — Það óttast pabbi þinn líka. Mér hitnaði um hjartarætur. Það var gott að finna að Harry áleit ekki að ég væri eins óg Stundum sagði hann, og hann á hrósyrðin sagði hann jafnvel ag ég væri „glæsileg". Ég naut þess. Á meðan við vorum að borða sagði Harry: — Ég hef fréttir fyrir þig. Vinur minn þekkir mann, sem rekur forngripaverzl un á Bond-stræti. Vannstu ekki einu sinni á listasafni? Þessi ná ungi hefur listaverkaverzlun líka. Hann vantar starfskraft? — Ég veit það ekki. Hvað er gert við fornmuni og mynd ir? Þurrkað af ryk? Honum fannst ég einskis nýt eins og pabba. Það átti víst bara að dekra við mig. Ég sagði honum að ég færi þangað að vörmu spori. Ég átti að hitta atvinnurekandann sama daginn og Midge. Það var orð ið litríkt í London. — Segðu mér meira um þessa vinkonu þína, sagði Harry. — Og gáðu vel að þér. Ég skamm aðist mín og kyssti hann á kinn ina. Forngripaverzlunin var ekki langt frá. Úti í glugganum stóð eitthvað sem annaðhvort var gamalt grískt bað eða drykkjar skál. Við hlið hennar stóð fín- gert, gylt bað og léleg mynd af tveim riddurum með fjaðra- liatta að drekka vin á gamal- dags krá. Mér virðist verzlunin ekki svo ríkmannleg að geta greitt mér laun. Óhrein en virðu leg var hún. Þegar ég kom inn stóð upp maður feitlaginn í andliti og velbúinn. Ég sagði honum nafn mitt og ástæðurn ar fyrir komu minni. — En gaman að sjá yður! Já, já, já. Ég heiti Whistle. Er það ekki fyndið? Geoffrey 'Whistle en ég kalla mig Jeff. Mig vant ar svo sannarlega starfskraft! Harry hafði alltaf sagt mér, að fólk í London vildi gjaman fá fólk að norðan í vinnu. Mér leizt vel á hr. Whistle. Ég setti upp svipinn, sem ég var vön að nota á pabba sambland sakleys is og fals. —• Já, já, já, sagði hr. Whist le aftur og horfði á mig og hall aði undir flatt eins og gamall fugl. Hann réði mig umsvifa- laust. En fjarlægt vöruhúsinu í Manchester, þar sem ég tók vélritunarpróf og útfyllti eyðu- blöð á lengd við framtalsskýrsl ur, þar sem ég taldi m. a. upp öll veikindi mín sem barn og alla þá bamasjúkdóma, sem ég hafði fengið. Fyrir utan karl- mennina þrjó og konuna, sem minnti helzt á krókódíl og öll töldust til starfsmannahalds. Ég fór í búðir og leit ekki inn til Baker Street fyrr en dimmt var orðið. Ég gekk inn götuna, sem Midge bjó við. Þar var röð af húsum frá átjándu öld sem stóðu andspænis blokk um úr stáli og grjóti. Tröpp- urnar voru slitnar og dyrnar 8. júní 1967 ALÞÝOUBLAÐK) J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.