Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.06.1967, Blaðsíða 15
Egyptar Frh. úr opnu. fram, að gasgrímur væru ekki vopn, og af mannúðarástæðum væri sjálfsagt að verða við beiðni ísrael. Deilur þessar fóru á þann veg, að gasgrímurnar voru sendar, — en ísraelsmenn fengu að borga þær dýru verði. Á undanförnum árum hafa hvað eftir annað komið upp sögusagnlr þess efnis, að Egyptar hafi not- að eiturgas í Jemen. í byrjun janúar þessa árs rannsökuðu vest- rænir blaðamenn áhrif einnar slíkrar herferðar, en þá' höfðu Egyptar kastað eiturgasi yfir bæ- inn Ketaf og valdið dauða 100 manna. Sjónarvottar skýrðu svo frá, að tvær egypzkar herflugvélar hefðu fyrst afmarkað svæðið með reykmerkjum, en síðan komu 9 egypzkar herflugvélar og vörpuðu fjórum stórum eiturgasgeym- um í víndalinn umhverfis bæinn. Úr þessum geymum liðu grænleit gasský, sem ultu eftir götunum á hæð við hús. Þeir, sem önduðu að sér reyknum, féllu þegar í stað í götuna og blóð streymdi úr vit- unum. Meðlimur alþjóðlegrar Rauða- kross-nefndar, sem kynnti sér þetta mál, sagði, að hér væri um að ræða banvænt eiturgas. í lok janúár tilkynnti Wilson forsætisráðherra Bretlands neðri deild brezka þingsins, að hann hefði fengið örugga vitneskju um, að Egyptar notuðu eiturgas í Je- men. Um daginn sagði bandaríska fréttastofan UPI, að í maí hefðu Egyptar gert allmargar eiturgass- og napalmsprengjuárásir á' þorp, sem eru í höndum konungssinna, meðal annars í fjallahéruðunum 35 km. norðaustur af höfuíiborg- inni Sanaa. Gasið hafði hangið í loftinu í allt að hálftíma, — og talið er, að mörg hundruð manna hafi látið lífið. Viðtal Frh. af 5. síðu. boð. — Hann er svartur í stjórn en rauður í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokkurinn (hefur að vísu verið heilsteyptur samstarfs flokkur í ríkisstjórn, en vissu- lega hefur hann ekki (haft frum- kvæðið að þeim félagslegu um- bótum, sem framkvæmdar hafa verið. Það hefur Alþýðuflokkur inn gert og svo mun verða á- fram. Þess vegna verður að efla Alþýðuflokkinn í lcosningunum á sunnudaginn. 1250 ífoáéir ~ Frh. af. 7. síðu. undirrita samninga fyrir sína hönd. 9- gr. í lok hvers ársfjórðungs skal framkvæmdanefndin afhenda fé lagsmálaráðuneytinu og toorgar- stjóra Rvíkur ýtarlega greinar- gerð um byggingaframkvæmdir á síðasta ársfjórðungi. 10. gr. Framkvæmdanefndin skal að jafnaði halda einn fund í viku hverri og oftar, ef nauðsyn kref ur. — Formaður stýri fundum nefndarinnar. Haldin skal gerða bók á nefndarfundum og þar skraöar ailar veigamiklar á- kvaröanir, sem nefndin tekur. Allir nefndarmenn, sem mættir eru á fundi, skulu undirrita fundargerð. Sérhver nefndar- maöur á rétt á að láta færa til bókar sérálit sitt eða sératkvæði. Engin ákvörðun er löglega tekin nema þrír nefndarmenn — hið fæsta — hafi 'greitt henni at- kvæði. Að öðru leyti setur nefnd in sér sjálf fundarsköp. 11. gr. Veðdeild Landsbanka íslands annast bókhald og sjóðgreiðslur vegna þeirra byggingaframkv., sem reglugerð þessi fjallar um. Ríkisstjórnin eða Byggingasjóð- ur f. h. hennar og toorgarstjórn Rvíkur gera ráðstafanir til þess, hvor að sínum hluta, að Veð- deild Landsbanka islands fái til umráða það fjármagn, sem gert er ráð fyrir að þurfi á hverjum tíma, samkv. áætlunum þeim, sem um ræðir í 5. gr. a-c, til þess að byggingaframkvæmdir geti haldiö áfram samkvæmt áætlun. Allir reikningar yfir kostnað við byggingaframkvæmdirnar skulu samþykktir af formanni framkvæmdanefndar , áður en þeir verða greiddir. Nefndin get ur veitt framkvæmdastjóra um- boð til • þess að árita reikninga í stað formanns, samkvæmt þess ari mgr. Veðdeildin skal leggja fé inn á sérstakan ávísanareikning í Landsbankanum, sem verði til ráðstöfunar fyrir framkvæmda- nefndina til greiðslu minniháttar reikninga. Greinargerð nefndar- innar fyrir slíkum greiðslum, á- samt tilheyrandi kvittuðum fylgi skjölum skai afhent Veðdeild- inni eigi sjaldnar en á tveggja vikna fresti. Kostnaður við störf framkv.- nefndar og sérfræðilegra ráðu- nauta hennar telst með heildar- byggingakostnaði og greiðist með sama hætti og annar kostn- aður við byggingaframkvæmdirn ar. 12. gr. Félagsmálaráðh, skipar tvo trúnaðarmenn í samráði við bcvgarstjóra Reykjavíkur til þess að hafa eftirlit með öllum byggingaframkvæmdum og fjár- reiðum vegna íbúðabygginga þeirra, sem um ræðir í reglu- gerð þessari. Skal annar þessara trúnaðar- manna vera löggiltur endurskoð andi en hinn skal vera tæknifróð ur maður á sviði byggingamála. Allar meirihláttar framkvæmdir og samningsgerðir skulu stað- festar af tæknilegum eftirlits- manni. Skulu trúnaðarmenn þessir sameiginlega gera félagsmála- ráðuneytinu og borgarstjóra R- víkur grein fyrir eftirliti sínu og endurskoðun missirislega. 13. gr. Þegar byggingaráfangi hefst, skal framkvæmdanefndin skipta öllum íbúðum í þeim áfanga milli ríkisins og Reykjavíkur- borgar, þannig að ríkið fái í sinn hlut 4 af hverjum 5 íbúðum, en Reykj avíkurborg 1 af hverjum 5 íbúðum. ítoúðir Reykjavíkur- borgar skulu vera samstæðar og allar í fjölbýlishúsum. 14. gr. Borgarstjórn Reykjavíkur ráð- stafar þeim 250 íbúðum, sem koma í hlut Rvíkurborgar samkv. reglugerð þessari, m. a. til út- rýmingar heilsuspillandi hús- næðis. Þeim 1000 íbúðum, sem koma í hlut ríkisins samkv. reglugerð- inni, ráðstafar húsnæðismálastj. að fengnum tillögum þriggja ananna nefndar verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. — Jafnframt skal og velja 3 varamenn í nefnd ina. Ibúðum skal ráðstafað sam- kvæmt þeim reglum, sem settar eru í 15. og 16. gr. reglugerðar þessarar. 15. gr. ítoúðir þær, sem um ræðir í 14. gr. 2. mgr. skulu seldar lág- launafólki, sem eru meðlimir í verkalýðsfélögum. Heimilt er og að gefa kvæntum iðnnemum kost á íbúðum þessum. Umsækjendur sem hafa þyngri fjölskyldu og eiga ekki eða hafa ekki átt á s. 1. 2 Órum viðunandi (eða fullnægjandi) íbúð, skulu að öðru jöfnu sitja fyrir um kaup á íbúðum. Söluverð hverrar íbúðar skal vera kostnaðarverð sbr. 5. gr. d. Húsnæðismálastj. skal auglýsa íbúðir þær, sem koma til úthlut- unar eftir 14 mánuði með hæfi- legum umsóknarfresti fyrir vænt anlega kaupendur þeirra. 16. gr. Nú hafa ekki toorizt umsókn- ir innan loka umsóknarfrests, samkv. 15. gr. 4. mgr., sem full- nægja skilyrðum 1. mgr sömu gr., um allar þær íbúðir, sem auglýstar hafa verið til sölu og skal þá selja afgangsíbúðir þess ar þeim umisækjendum, sem næst standa því að fuUnægja settum skilyrðum. 17. gr. Greiðsluskilmálar á andvirði þeirra íbúða, sem seldar verða, samkv. 15. og 16. gr. þessarar reglugerðar, skulu vera sem hér segir: a. Kaupandi greiðir 20% af andvirði íbúðarinnar á fjór um árum þannig, að 5% greiðast 12 mánuðum áður en íbúðin er fullgerð og af- hent kaupanda. Síðan greið ir kaupandi 5% af andvirð- inu lá ári, næstu þrjú árin, á sama gjalddaga og fyrstu afborgunina. — Setja skal hann tryggingu fyrir þess- um þremur ársgjöldum, sem Veðdeild Landsbanka ísl. metur gilda. b. Afgangur andvirðis íbúð arinnar 80% af söluverð- inu, greiðist með láni frá Húsnæðismálastofnun ríkis- ins, sem vera skal til 33 ára, afborgunarlaust fyrstu þrjú árin, en endurgreiðist síðan á 30 árum. Að öðru leyti skulu kjör á þessum lánum vera hin sömu og á lánum Húsnæðismálastofn- unar ríkisins á hverjum tíma. 18. gr. Þegar sala íbúða hefur verið ákveðin samkv. 15.-16. gr geng- ur Húsnæðismálastofnun ríkisins frá öllum skjölum varðandi í- búðarsöluna og gefur síðan út afsal fyrir hönd ríkisins fyrir í- búðunum til handa kaupendum. í afsali skal greina takmark- anir þær á ráðstöfunarrétti íbúð- areiganda, sem um ræðir í 19. gr. 19. gr. Nú vill sá, sem öðlast hefur eignarétt á íbúð samkv. 18. gr., selja íbúðina og á þá Húsnæðis- málastofnun ríkisins rétt á að kaupa hana með þeim kjörum, sem hér greinir: a. Kaupverð íbúðarinnar skal vera hið sama og kostnað- arverð hennar var samkv. 15: gr. 2. mgr b. Húsnæðismálastofnun ríkis ins yfirtekur eftirstöðvar láns þess, sem um ræðir í 17 gr. b. c. Stofnunin greiðir seljanda fjárhæð, sem svarar til þess hluta hins upphaflega and- virðis, sem seljandi hefur greitt, að viðbættu álagi á hverja afborgun, sem svar- ar til breytinga, sem orðið hafa á húsbyggingavísitölu á því tímabili,- sem selj andi hefur átt eignina, en að frádregnu því álagi, sem úttekt, samkv. 20. gr. leiðir í ljós, að seljanda beri að greiða. 20. gr. Álag það, sem um ræðir í 19. gr. c., skal við það miðað, að íbúðin sé vel íbúðarhæf og full- komlega viðhaldið, þegar eig- endaskipti verða á íbúðinni. Húsnæðismálastofnun ríkisins lætur framkvæma úttekt þessa, en rétt er seljanda að krefjast þess, að úttekt verði framkvæmd af tveim dómkvöddum mönnum. 21. gr. Nú hefur verið krafizt nauð- ungaruppboðs á íbúð, sem byggð er samkv. reglugerð þessari, og skal þá uppboðshaldari tilkynna Húsnæðismálastofnun ríkisins það, áður en hann auglýsir upp- boðið. Húsnæðismálastofnunin skal tilkynna uppboðshaldara innan tveggja vikna, hvort hún imuni neyta kaupréttar síns, samkv. 19. gr. Hafi stofnunin á- kveðið að kaupa íbúðina, afsalar uppboðshaldari henni íbúðinni, enda greiði stofnunin honum kaupverðið samkvæmt 19.-20. gr. Hafi svar Húsnæðismálastofn- unarinnar ekki borizt innan til- skilins frests eða hún fallið frá kauprétti sínum, fer uppboðið fram með venjulegum hætti, og er þá kaupréttur stofnunarinnar á þeirri íbúð endanlega niður fallinn. 22. gr. íbúðir þær, sem Húsnæðis- málastofnun ríkisins eignast, samkv. ákvæðum 19.-21. gr. skulu seldar með sama hætti og íbúðir þær, sem um ræðir í 14. gr. 2. mgr. 23. gr. Eigendur fjölbýlishúsa, sem byggð eru samkv reglugerð þess ari, iskulu mynda með sér hús- félög. Hlutverk slíkra húsfélaga skal vera að annast framkvæmd- ir varðandi sameign íbúðareig- enda utan húss og innan, annast fjáreiður fyrir sameignina o. fl. svo sem tíðkast um fjölbýlishús. Ákvseði til bráðatoirgða. Heimilt skal að stytta frest íþann, sem um ræðir í 15. gr. 4. mgr. við fyrstu úthlutun íbúða samkv. reglugerðinni. Gjalddag- ar greiðslna þeirra, sem um ræð ir í 17. gr. a. skulu við fyrstu út- hlutun vera sem hér segir: 5% greiðast innan 3ja vikna frá dag setningu tilkynningar um úthlut un íbúðar, 5% greiðast við af- hendingu íbúðar, 5% einu ári eftir afhendingu hennar og 5% itveimur árum eftir afhendingu í- foúðarinnar. Reglugerð þessi, sem sett er isamkv. 1. gr. laga nr. 97, 22. des. 1965, um breyting á lögum nr. 19, 10. maí 1965, urn Ilúsnæðis- málastofnun ríkisins, öðlast þeg ar gildi. Félagsmálaráðuneytið 28. apr. 1967. | Eggert G. Þorsteinsson. Hjálmar Vilhjálmsson. íþréttir Frh. af 11. síðu. 3. Guðný Þorgeirsdóttir A 53,2 « 25 m. baksund. 1. Þóranna Halldórsd. A 21,0 sek. 2. Guðný Þorgeirsdóttir A 24,4 - 3. Guðlaug Sigurðardóttir A 28,8 6x25 m. boðsund. Mín. 1. Sveit Aftureldingar. 2:24,2 í flokki karla 15 óra og eldri. 2ÓÖ 'm. toringusund. 1. Ólafur Lárusson A 3: 26,7 mín. 2. Kristján Hermannss. A 3,37,4 - 3. Bernhard Linn A 3:37,4 « 50 m. skriðsund. 1. Thor Thors A 32,8 sekúndur. 2. Bemhard Linn A 34,2 sek. 3. Lárus Einarsson A 36,3 sek. 50 m. baksund. 1. Thor Thors A 42,0 sek. 2. Bemhard Linn A 52,3 sek. 3. Ólafur Lámsson A 52,5 sek. 6x50 m. boðsund. Mín. 1. A sveit Aftureldingar 3:53,9 2. B sveit Aftureldingar 4:28,0 8. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.