Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 3
Almannatryggingar hafa dregizt saman á stjórnarárum Framsóknar Kaupmáttur fjölskyldubófa minnkaði í líð vinstri stjórnar- innar en hefur aukizt um 170% frá því að núverandi sljórnarflokkar mynduðu stjorn j Tíminn hættir sér út í það í gær, að ræða um al- mannatryggingarnar. Væri þó sæmst fyrir Framsókn- armenn að segja sem minnst um þau mál þar eð enginn stjórnmálaflokkur hér á landi hefur verið eins afturhaldssamur í tryggingamálum eins og Framsókn- arflokkurinn. Þegar lögin um almannatryggingarnar voru samþykkt á alþingi 1946 greiddi Framsókn atkvæði á móti þeim. Tíminn læzt vera hissa á því, að aukning almannatryggingapna skuli hafa verið meiri á hinum Norðurlöndunum síðustu áratug- þar sem jafnaðarmenn hafa víða farið einir með stjórn. Þarf það þó ekki að vera Framsóknarmönn um neitt undrunarefni, þar eð Alþýðuflokknum liefur ekki alltaf gengið jafn vel síðustu áratugina að fá fram aukningu trygging- anna. Ætti Framsókn reyndar gerst að vita um það mál sjálf. í tíð vinstri stjórnarinnar ur um aukningu almannatrygs flutti Alþýðuflokkurinn tillög- inganna en þær tillögur voru ur um aukningu almannatrygg felldar af Framsóknarmönnum og kommúnistum. Þeir höfðu engan áhuga á aukningu trygg inganna. Opinberar skýrslur leiða einnig í Ijós, að kaupmáttur fjölskyldu bóta og ellilífeyris hefur minnk- að í tíð vinstri stjórnarinnar. Sam kvæmt upplýsingum Efnahagsstofn unarinnar sem fram koma í tíma ritinu „Úr þjóðarbúskapnum“ minnkaði kaupmáttur ellilífeyris hjóna um 8% á tímabilinu 1956— 1958, þ.e. þau ár er vinstri stjórn- in sat. Og á sama tímabili minnk að kaupmáttur fjölskyldubóta fjög urra barna fjölskyldu einnig ör- litið. Banaslys Banaslys varð í gærkvöidi á gatnamótum Hraunbæjar og Rofa bæjar í Ártúnshverfi. 15 ára drengur á vélhjóli Ienti fyrir vöru bifreið og lézt samstundis. xA En er Alþýðuflokkurinn gekk til stjómarsamstarf við Sjálfstæð isflokkinn gerbreyttist þetta. Enda var það eitt fyrsta verk stjórnar- innar að stórauka tryggingarnar. Á tímabilinu 1959—1966 hef- fjögurra barna fjölskyldu auk- ur kaupmáttur fjölskyldubóta izt um 170%. Og kaupmáttur ellilífeyris hjón hefur á sama tímabili aukizt um 66%. Það er einmitt núverandi stjórn. að þakka, að aukning almanna- trygginganna hefur orðið mikil hör á landi síðustu árin. Það er Framsókn og raunar kommúnstum einnig að kenna að aukning trygg- inganna hefur þó ekki orðið meiri en raun .ber vitni er litið er lengra til baka og samanburður gerður við liin Norðurlöndin. / HEFUR DAGVINNU- KAUPIÐ EKKI HÆKKAÐ? Þjóffviljinn og Tíminn halda því fram, aS kaupmáttur tíma- kaups verkamanna hafi ekki hækkaS á undanförnum árum. Kjararannsóknanefnd hefur gert samanburS á kaupi sjö hópa verkamanna 1963 og 1965. Fyrra áriS var samningsbunðiS tímakaup í dagvinnu 28,20 kr., en síSara áriS 40,70 kr. Hækkun 44%. Greitt tímakaup í dagvinnu var þó enn hærra. ÞaS var 30,90 kr. fyrra áriS, en 46,00 kr. síSara áriS. Hækkun 49%. Framfærsluvísitalan hækkaSi á þessu tímabili um 27%. Vísitala neyzluverSs hækkaSi um 29%. Svona eru staShæfingar Tímans og ÞjóSviljans. Píslarsagan komin út aftur ALMENNA Bókafélagið hefur gefið út á ný Píslarsögu síra Jóns Magnússonar, en eldri útgáfa þeirrar merkisbókar hefur verið ófáanleg um langt skeið. Sigurð- ur Nordal hefur séð um útgáfuna og er ritgerð hans Trúarlíf síra Jóns Magnússonar prentuð fram- an við Píslarsöguna sj'álfa, og enn fremur ritar Sigurður Nordal for mála að bókinni. Þetta er fjórða bókin í bókasafni AB, en áður hafa útkomið í þeim flokki Krist- rún í Hamravík eftir Guðmund G. Hagalín. Líf og dauði eftir Sigurð Nordal og Sögur úr Skarðs Ibók í útgáfu Óskars Halldórs- sonar. Síra Jón Magnússon, höfundur Píslarsögunnar var uppi 1610- 1696. Hann var lengst af prestur á Eyri við Skutulsfjörð, þar sem nú er ísafjarðarkaupstaður. Þar varð hann sleginn þungbærum veikindum, sem 'hann taldi stafa af göldrum, og er sagan þrótt- mikil lýsing á sjúkleika hans og þeim málaferlum, sem hann átti í af þeim sökum. Píslarsagan er 172 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Odda, bundin af Sveinabókband- inu, en Hafsteinn Guðmundsson hefur verið til ráðuneytis um út- lit bókarinnar. Almenna Bókafélagið hefur einnig sent frá sér tvær bækur aðrar, þrettándu bókina í Alfræða safni AB, Gerviefni, og þýðingu Sigurðar A. Magnússonar á ljóða flokknum Goðasögu, eftir gríska Nóbelsverðlaunaskáldið Gíorgos Sefiris. Goðasaga er 76 bls. að stærð, prentuð og unnin í Prent- smiðju Hafnarfjarðar, en Eyborg Guðmundsdóttir listmálari gerði kápuna. Alfræðisafnabókin, Gervi efnin, er hins vegar 200 bls. að stærð, prýdd fjölda mynda eins og fyrri bækur í sama flokki. Að- alhöfundur þeirrar bókar er Her- man F. Mark, en Guðmundur G. Sigvaldason jarðfræðingur hefur þýtt hana og ritar jafnframt for- mála fyrir henni. Gylfi Þ. Gíslason. Benedikt Gröndal. ✓ Bragi Nielsson. A-LISTINN A AKRANESI Kosningaskemintun A-listans á Akranesi fer fram í Bíóhöllinni í kvöld, föstudagskvöld. kl. 8,30. D A G S K R Á : 1. Ríótríóið leikur og syngur. 2. Gylfi Þ. Gíslason ráðherra flytur ávarp 3. Óperusöngvararnir Sigurveig HjaltesteS og Guðmundur Guðjónsson syngja við undirleik Atla Heimis Sveinssonax 4. Bragi Nielsson læknir flytur ávarp 5. Ríótrióið syngur og leikur 6- Benedikt Gröndal alþingismaður flytur ávarp 7. Gamanþáttur (Gunnar Eyjólfsson og Bessi Bjarnason) Kynnir: Edda Hálfdánardóttir Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir. 9. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.