Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 4
rATm \mmm Eltstjóri: Be-nedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsiö við Hveríisgötu, Rvík, — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Siml 14905. — Askriftargjald kr. 105.00. — t lausa* Eölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Landbúnaðarmálin • Á undanföraum árum hefur Alþýðuflokkurinn, bæði innan þings og utan, vakið athygli á því, að málefni íslenzks landbúnðar séu komin í óefni, og sé nauðsynlegt, að breytt sé um stefnu í þeim efnum. Isíokkur spor voru stigin í þá átt á síðasta þingi, en miklu betur má þó, ef duga skal. Vandamál landbúnaðarins hefur skapazt við það, að á síðustu árum hefur hann aukið mjög fram- leiðslu sína til útflutnings. Lögum samkvæmt eiga bændur rétt á tilteknu verði fyrir framleiðslu sína, hvort sem hún er seld innanlands eða erlendis, en þetta verð er þannig ákveðið að tekjur bænda séu hliðstæðar tekjum launastétta við sjávarsíðuna. Nú fæst hins vegar mjög lágt verð fyrir þær landbúnað- arvörur, sem fluttar eru úr landi. Fyrir sauðfjáraf- urðir fæst um helmingur framleiðslukostnáðarins, og fyrir nautgripaafurðir um fjórungur hans- Fyrir landbúnaðarafurðir í heild fæst um þriðjungur fram- leiðslukostnaðarins innanlands. Undir þessum kring- umstæðum er auðvitað óðs manns æði að framleiða landbúnaðarvörur til útflutnings. En til skamms tíma var þessi framleiðsla samt aukin ár frá ári. Vegna lagaákvæðanna um, að bændur skuli fá sama verð fyrir þær afurðir, sem fluttar eru út, og hinar, sem seldar eru innanlands, hefur ríkissjóður þurft að greiða útflutningsbætur vegna útfluttu afurðanna. Á þessu ári eru útflutningsbætur áætlaðar hvorki meira né minna en 248 millj. kr. eða um 40.000 kr. á hvern einasta bónda í landinu, en þessa upphæð verða lands- menn að sjálfsögðu að greiða í sköttum sínum. Fyr- ir tíu árum voru útflutningsbæturnar 29 millj. kr. og hafa því áttfaldast á einum áratug. Hér er að sjálfsögðu um öfugþróun að ræða, sem verður að stöðva. Það er ekki einungis, að ríkisbúskapurinn og skattgreiðendurnir þoli ekki slík útgjöld, heldur er þetta ástand orðið bændum sjáifum til beins tjóns. Lögum samkvæmt mega útflutningsuppbætur í heild ekki fara fram úr 10% af framleiðsluverðmæti land- búnaðarins. Komið er að þessu marki, og þá verða bændur sjálfir að greiða hallann á útflutningnum. Það væri bændum að sjálfsögðu um megn, og engum er bað því brýnna hagsmunamál en bændum, að útfiutningurinn vaxi ekki hóflaust. Landbúnaðurinn hlýtur og margvíslega beina styrki. í fyrra námu þeir um 140 millj. kr. í beina styrki og útfhúningsbætur fær landbúnaðurinn því um 400 millj. kr.. Þessu mikla fé mætti verja miklu betur en -nú er gert, til þess að lækka framleiðslukostnaðinn og afurðaverðið, og yrði það bæði neytendum og bændum til hagsbóta. 4 9. júní 1967 - RICHARD BECK SJÖTUGUR EINN af útvörðum íslenzks þjóð ernis, víkingur, sem víða hefur borið gunnfána íslenzkrar menn- ingar, er sjötugur í dag. Það er Richard Beck, prófessor í Grand Forks í Norður-Dakóta í Banda- ríkjunum. Richard Beck er fæddur á Svínaskálastekk í Reyðarfirði eystra 9. júní 1897, sonur hjón- anna Hans Berks og Þórunnar Vigfúsínu Vigfúsdóttur, — Afi Hans, Kristinn Beck, var dansk- ur maður eða suður-józkur og hafði flutzt sem verzlunarmaður til Austfjarða og setzt þar að. Hann kvæntist íslenzkri ,konu, sem þó átti enskan föður (Rich- ard Long). Er margt atkvæða- manna frá Kristni Beck komið, og má nefna þá bræður, sér Jak ob og Eystein alþingismann Jóns syni, en þeir og Richard Beek prófessor eru þremenningar. — Móðir Richards var komin af þróttmiklum bændaættum aust- firzkum. Richard Bck lauk stúdents- prófi í Reykjavík 1920. Haustið eftir kvæntist hann austfirzkri stúlku, Ólöfu Daníelsdótur, en hún iézt fáum árum síðar. Sum- arið 1921 fó.r hann vestur um haf ásamt' móður sinnj, en fað- ir hans hafði andazt, er hann var á 1. ári. Stundaði Richard nám við Cornell-háskóla í íþöku og lauk M. A.-prófi í málvísind- um og bókmenntum 1924, en doktorsnafnbót vann hann sér við sama háskóla 1926. Næstu ár •íjoog pjBqoia var hann við kennslu á ýmsum stöðum, og 1929 varð hann pró- fessor í tungumálum og bók- menntum Norðurlanda við rík- isháskólann í Grand Forks. Því embætti hefur hann gegnt þar til nú, að hann segir því af sér aldurs vegna. Richard Beck mun hafa verið góður og lifandi kennari. Liggur í augum uppi, að kennslustörf hans hafa verið næsta mikilvæg kynning á tungu og bókmennta- auði Norðurlandaþjóðanna og stutt mjög að því að halda við tengslum manna vestur þar við mál og menningu ættar sinnar, en í N.-Dakóta er margt manna af norænum ættum. Alla tíð hefur prófessor Beck kostað kapps um að efla og styðja þjóðerniskennd íslend- inga í Vesturheimi og tengsl þeirra við hinn forna menningar arf sinn. Hann var forseti Þjóð ræknisfélags þeirra árin 1940— 1946 og aftur 1957-1963, Þá var hann ritstjóri að Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar 1941— 1954, en það rit hefur að geyma mikla mannfræði og merka þætti úr sögu íslendinga í Ame ríku. Enn má nefna það, að Beck hefur skrifað fjölda greina um íslenzk efni í íslenzku blöðin vestan hafs. — Oft hafa einnig birzt greinar eftir hann í íslenzk um blöðum. Verður þessi þáttur starfsemi hans seint metinn um of.. En merkasti þátturinn fyrir Islendinga í menningarstörfum Richards Becks er þó kynning hans á íslenzkum bókmenntum meðal menntamanna í Vestur- Framhald á bls. 14. s krossgötum ★ BLÓMLEG BYGGÐ. „Ég skil ekki þennan sífellda barlóm Framsóknarmanna um landbúnaðinn”, segir í bréfi, sem okkur hefur borizt frá lesanda, sem vill aðeins kalla sig Borgara. „Alla tíð síðan Fram- sóknarmenn komust í stjórnarandstöðu hafa þeir tönnlast á því, að rikisstjórnin væri að drepa land- búnaðinn og næstum gera út af við hvern einasta bónda á landinu. Þetta hafa þeir sungið dag út og dag inn — og trúa þessu vafalaust sjá'lfir. Fyrir nokkrum dögum átti ég þess kost að skreppa í smáflugferð með kunningj- um og flugum þá meðal annars yfir þéttbyggð landbúnaðarhéruð hér fyrir austan fjall. Ég gat ekki betur séð en að á hverjum bæ, eða því sem næst stæðu einn og sums staðar tveir jeppar í hlaði og dráttarvélar voru víða fleiri en ein við hvern bæ. Nær alls staðar voru skurðir, mikill hluti þeirra lítt gróinn og því nýlega grafnir og hvar- vetna blöstu við nýræktarflög. Víða var verið að byggja bæði íbúðarhús, hlöður og peningshús. Það var sem sé ekki að sjá að þarna ríkti neitt hall æri, eða móðuharðindin þeirra Framsóknar- manna margumtöluðu, heldur virtust þvert á móti framkvæmdir víða á döfinni og mikil breyting hef- ur orðið á byggingum í sveitum frá því sem var fyrir nokkrum árum. ★ ÞAKKA SÉR ALLT. En það er eins og Framsóknar- mönnum hafi nú loks skilizt rétt fyrir kosningarn- ar, að þessi barlómur er lítt vinsæll og allra sízt hjá bændum eða forystumönnum þeirra. Nú hafa þeir tekið upp þá stefnu að þakka sér allt', sem gert hefur verið í landbúnaði að forgöngu ríkis- stjórnarinnar, og segja að það sé fyrir þeirra á- hrif, sem landbúnaðinum hafi verið svo vel sinnt. Ja, — ef fólki finnst þetta ekki broslegur mál- íiutningur, þá veit ég ekki livað það er. Sem borgarbúi hef ég að vísu lengi verið þeirrar skoðunar, að við íslendingar þurfum að endurskoða stefnu okkar í landbúnaðar- málum. Auðvitað verðum við að hafa landbúnað, án hans er þetta land ekki byggilegt. Um það þarf ekki að ræða. En hitt er svo annað mál, að ég er ekki viss um að allar opinberar ráðstafanir í landbúnaðarmálum hafi verið jafnskynsamlegar, þótt ég viti, að áreiðanlega mundi verr standa í þessum málum á allan veg, ef Framsóknarmenn hefðu haft þau á sinni könnu. Ég held að það sé kominn tími til að öll heildarstefna í þessum málum verði tekin til endurskoðunar og það sem fyrst.” Karl. mmmm ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.