Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 7
 Útgefandi: Samband ungra jafnaðarmanna Húsnæöismál mikilvægustu félagsmál almennings Rætt viö Sigurð GuÖmundsson skrifstofustjóra TÍÐINDAMENN Æskunnar og Landsins hittu fyrir nokkru að máli Sigurð Guðmundsson skrifsofustjóra, formann SUJ, er skipar 5. .sætið á framboðslista Al- þýðuflokksins við Alþingiskosningamar. — Sigurður hefur nú um tveggja ára skeið verið starfsmaður Hús næðismálastofnunar ríkisins og þar sem húsnæðis- málin eru Alþýðuflokknum og öllu ungu fólki hjart- fólgin snerist viðtalið allt um þau: Sigurður Guðmundsson, skrifstofustjóri. — Hvað getur þú sagt okkur um upphæð hámarksiána frá Húsnæðismálastofnuninni nú og þróun þeirra gegnum árin? Hámarkslán miðað við byrj- unarframkvæmdir á þessu ári verður a. m. k. 355 þúsund kr. Þar við getur bætzt verkalýðs- lán að upphæð 75 þús. kr. og þessi tvö lán gera þá samtals 430 þús. kr. Fyrirsjáanlegt er, að hámarkslán til félagsmanns í verkalýðsfélagi innan Alþýðu- sambands íslands nemur a. m. k. þessari upphæð miðað við byrj- unarframkvæmdir á þessu ári. Hugsanlegt er að þetta lán geti orðið eitthvað hærra og fer það eftir vísitölu byggingarkostnað- ar. En líka er hugsanlegt að í einstaka tilfellum verði það lægra, ef viðkomandi á rétt til hárra lána annars staðar frá. Lánin frá Húsnæðismálastofn- uninni hafa margfaldazt mjög hin seinni árin. Þannig voru há- markslán i raun fram eftir öllu aðeins 70 þús. kr. Þetta var á framsóknartímanum 1955 til 1961. Hámarkslánið var þó form lega þá 100 þús. kr., en í raun- inni ekki hærri upphæð en fyrr greinijr. Sé (sú upphalð- tekin annars vegar og 430 þús. kr. lánið fyrir árið 1967 hinsvegar verður ljóst að á 11 ára bili eða svo hafa lánin frá Húsnæðis- málastofnuninni sexfaldazt. Á árunum 1955-1967 hefur bygg- ingavísitalan hins vegar þrefald- azt, eða úr 100 í 298 stig. Lang- mesta lánahækkunin hefur orð- ið frá árinu 1965 eða úr 200 þús. kr. miðað við byrjunarfram- kvæmdir síðari hluta árs 1964 upp í a. m. k. 430 þúsund kr. miðað við byrjunarframkvæmd- ir á yfirstandandi ári. Verður af þessu Ijóst, að lánið 'hefur tvö- faldazt á aðeins u. þ. b. 3ja ára tímabili. Athyglisvert er einnig, að einmitt þetta 3ja ára tímábil er það kjörtímabil Alþingis, sem nú er á enda. Það er ánægjulegt og athyglis- vert, hve mjög hið opinbera hef- ur komið til aðstoðar við hús- byggjendur nú hin seinnni árin og var mikil þörf á slíku. Enn þarf þó að sækja mjög á og stefna að því, sem flestir virðast nú sammála um að sé takmárk- ið, en það er að lánin nemi a. m. k. 80% af kostnaðarverði hverrar íbúðar. — En hverjar telur þú brýn- astar umbætur sem fyrir dyrum kynnu að standa? Þar kemur að vísu margt til greina, en ég myndi segja, að brýnt væri að koma á laggirnar lánadeild Byggingasjóðs ríkisins til byggingar námsmannahúsa við þá skóla landsins, þar sem slíks er þörf. Vel mætti sam- ræma slíkt þeim byggingum heimavistarskóla, sem nú tíðk- ast. Það má ekki gleyma því, að unga fólkið leggur Bygginga- sjóði ríkisins til verulegt fé með skyldusparnaði sínum. Og hvað er það eðlilegra en að unga fólk ið fái að njóta þess fjár að nokkru með því, að reist verði slík námsmannahús, bæði fyrir gifta námsmenn og einhleypa. — Ég tel, að hér sé um brýnt hags munamál unga fólksins að ræða, hagsmunamál, sem æskulýðs- samtök landsins ættu að láta sig miklu skipta, taka upp og bera fram til sigurs. Það veit ég, að ekki stendur á Sambandi ungra jafnaðarmanna að taka þ'átt í slíku. Annað mál, sem ég tel mikil- vægt, er, að Húsnæðismálastofn unin láni fé til kaupa, endur- bygginga og viðhalds á eldri í- búðum. Það er þjóðhagslega séð mjög liagkvæmt, að sumum göml um íbúðum verði haldið vel við í stað þess að þær séu látnar grotna niður. Sé fé lánað til kaupa á og viðhalds á gömlum íbúðum er ekki vafi á, að þjóð- félagið sparar sér stórfé. Þenn- an þátt Húsna/Jismálastafnun- arinnar þarf að reisa frá grunni og gera talsvert sterkan. Þá myndi ég telja æskilegt, að Húsnæðismálastofnuninni yrði gert kleift að lána stutt en nokk uð há lán til þeirra, sem enn eru í vandræðum frá neyðarár- um Framsóknar og Sjálfstæðis- flokksins, er þeir fóru með for- ustuna í húsnæðismálunum. Enn standa um allt land hálfkláraðar íbúðir, sem nægilegt fé var ekki lánað til á sínum tíma. Hér þarf ríkisvaldið að hlaupa myndar- lega undir bagga og bæta úr van rækzlu fyrri vandræðatíma með lánum, sem myndu gera eigend- um þessara íbúða kleift að Ijúka við þær. Hér tel ég að um sé að ræða vandamál, sem ekki kosti ýkjamikið fé að bæta úr. Sé þesu vandam'áli ekki sinnt, munu þessar íbúðir, áður en langt um líður, taka að drabb- ast niður, hálfkaraðar eins og þær eru, fyrir utan það hvað eigendur þeirra líða undir þeim. Því þarf að bæta liér rækilega úr. Síðast en ekki sízrt tel ég nauðsynlegt að byrjað verði að byggja leiguíbúðir á vegum og í eigu félagslegra aðila. Meðan leiguibúðir eru í eigu einkaaðila, er ekki við því að búast, að þær verði leigðar út á viðráðanlegu verði fyrir þá, sem í þeim verða að búa. Því tel ég bæði heilbrigt og eðlilegt og raunar sjálfsagt að félagslegir aðilar taki að byggja leiguíbúðir fyrir þá, sem þeirra þurfa að njóta. Ég 'hef hér einkum í huga aðila eins og verkalýðsfélögin, sveitarfélög, samvinnufélög og ríkisvaldið. — Yrði eitthvað um slíkar bygg- ingar myndu þær fljótt verða til þess að bæta verulega úr fyrir mjög mörgum fjölskyldum, sem í dag búa í slæmu leiguhúsnæði ig þar að auki rándýru. — Hvaff viltu svo segja uni komandi ár í þesum efnum? komandi ár í þessum efnum? Frh. á 15. síðu. Útlitsteikning eins af fjölbýlishúsum Byggingaráætlunarinnar. 9. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J ý? AlA.I-TtUírVá JA ' )

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.