Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 9
ö. Lngibjorg Jonasdottir frú, Suðareyri. 3. Agust H. Pétursson skrifstofumaður, Patreksfirði. 4. Bragi Guðmundsson héraðslæknir, Þingeyri. 10. Bjarni Fnðnksson sjómaður, Suðureyri. 8. Elias H. Guðmundsson símstöðvarstjóri, Bolungavík. 9. Jens Hjörleifsson . fiskimatsmaður, Hnífsdal. Gröndal Það. er sannarlega fagnaðar- efni, að samþykkt skyldi vera á síðastá Alþingi að lækka kosn- ingaaldurinn .niður í tuttugu 'ár. Alþýðuflokkurinn fékk því fram gengt, og tákmark hans er, að allt ungt fólk, sem náð hefur 18 ára aldri njóti fulls kosningarétt ar og kjörgengis. Stþlkum leyf- ist að giftast þegar þær eru orðnar 18 ára. Hins vegar fá þær ekki að kjósa fyrr en þær eru orðnar 21 árs. Skyldi það vera erfiðara að kjósa þingmenn á fjögurra ára fresti heldur en velja sér maka upp á lífstíð? Það er áreiðanlega von alls ungs fólks, að friður og vaxandi velmegun síðustu ára megi hald- ast. Eins og nú standa sakir, virðist hins vegar allra veðra von í heimsmálunum og þess Framhald á 14. síðu. Lífsbarátta MARGUR maðurinn hefir hnígið í valinn langt um aldur fram, vegna erfiðra lífsskilyrða. Erfið lifsskilyrði eru ekki ætíð bundin því að hafa lítið til hnífs og skeiðar. Það eru til dæmis ekki færri af vel efnuðu fólki, er þjást af nútíma sjúkdómum, svo sem hjarta- og magasjúk- dómum. áberandi taugaveiklun og fl. Lífsbaráttan í dag er hörð, hver maður í miklum flýti, til þess að verða ekki troð inn undir. Allir stefna að einu marki. Það er að verða efna- hagslega sjálfstæðir. Sem betur fer tekst fleirum og fleirum að ná því marki. Það fer ekki hjá því, að við þá þjóðskipulags hætti er við búum í dag, verði misræmi í skiptingu verð- mæta. Við eignumst ríka menn og fátæka og allt þar á milli. Bilið á milli þess ríka og þess fátæka er breitt, stundum allt of' breitt. Miklum peningum fylgir ekki ætíð hamingja heldur einnig miklar áhyggjur. T.d. við að tapa fengnu fé. Hinn fátæki berst í bökkum vegna peningaskorts og hans vandamál eru bundin því að kona hans og börn hafi nóg. Ur þessu jafnvægisleysi ber okk ur að draga sem mest, ekki með því að gera þann ríka fátækan heldur á þann hátt áð gera alla efnahagslega sjálfstæða og þann ig brúa bilið. Það ér alvarlegur hlutut, að sum þjóðfélög heimsins er fram leitt geta milljónir hestafla orku með því að styðja með fingri á á einn takka, skuli ekki geta nýtt þann kraft betur en svo, að brýnustu nauðsynjaöflunum skuli þurfa að valda slíkum truflun- um í lífi manna, að þeir fá ekki r.otið sín nema að örlitlu leyti. Það verður alltaf misræmi í lífi manna. Það eru engir tveir eins, en.allt heilbrigt fólk lang ar til þess að njóta sín. Þjóð félagið á vissulega að skapa fólki það mikið öryggi að það ekki þurfi að beita mestu af orku sinni til 'þess að draga fránl L lífið. Við þurfuni að eignast fjárhagslegt öryggi og þoka sí- endurteknum áhyggjum um |Hat ogvTTiaga'til 'hliðar. Þá fyrst Framhald á 14. síðu. HAFNARFJÖRÐUR Herbergi óskast strax fyrir starfsmann* Rafha Sími 50022. SKRIFSTOFUSTÚLKA óskast. — Vélritunar- og málakunnátta æskileg. Eigrnhandarumsóknir óskast sendar afgreiðslu blaðsins merktar — TEIKNISTOFA. — UPPBOÐ Föstudaginn 16. júní n.k. kl. 14 verða eignir þrotabús Akurgerðis h.f. seldar í veiðarfæra- geymslu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar við Víðistaði (Garðaveg). j Meðal annars verða seld hlutabréf í Olíufé- laginu h.f. og Stálumbúðum hf., skuldabréf, skreiðarpressa, útgerðarvörur og skrifstofu- : áhöld, ef viðunandi tilboð fást. Greiðsla fari fram við hamarshögg. 1, Hafnarfirði, 7. júní 1967. ] BÆJARFÓGETINN í HAFNARFIRÐI. Steingrímur Gautur Kristjánsson, ftr. NÝ SENDING Sumarkápur í tízkulitum. 1 ú) Kápu- og dömubúöÉn Laugavegi 46. Teknar upp í dag enskar unglingabuxur draytis í tízkulitunum. SÓLBRÁ Laugavegi 83. Drengjareiðhjól -Nýuppgerð drengjareiðhjól til sölu. Upplýsingar í síma 10798. ^ J"’ 9. j'úní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.