Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 09.06.1967, Blaðsíða 13
ii.ae6.vAc.sBio SÍBil 4X98* Háðfuglar í hernum Sprenghlægileg og spennandi ný dönsk gamanmynd í litum. Ebbe Langeberg. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ALFIE Heimsfræg ný amerísk mynd. íslenzliur texti. Aðalhlutverk: Michael Caine. Sýnd kl. 5 og 9. Síðasta sinn. BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla- og Búvélasalan v/Miklatorg, sími 33136. BÍLAMALUN - RÉTTINGAR BREMSUVHJGERÐIR O. FL. BIFREÍÖAVEIIKSTÆÐIÐ VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Siml 35740. Ökukennsla- æfingatímar Get bætt við mig nemendum. Kenni á Ford Consul Cortina. Sími 41104. Bdrnavagnar . Þýzkir barnavagnar. Seljast beint til kaupenda. VERÐ KR. 1650.00. Sendum gegn póstkröfu Suðurgötu 14. Sími 210 20. HEILVERZLUN PÉTURS PÉTURSSONAR skarðaðar af elli. Dyrnar á húsi Midge voru með blárri hurð fyr ir. Frú Brown hefði fengið krampa hefði hún séð þann lit. Eg varð að fara upp á fimmtu hæð áður en ég kom að dyr- um íbúðar Midge. Ég opnaði og gekk inn. Þarna inni var kyrrlátt og allt ilmaði af tyrkneskum síg- arettum. Herbergin voru tvö undir súð og ég hafði aldrei séð aðra eins íbúð nema í er- lendum myndum. Hún var vina- leg, yfirfull, óhrein og nýtízku- leg. Á bollum og diskum var skjaldarmerki, en þeir voru óþvegnir og í eldhúsinu voru þrír kaffikatlar en hvergi kanna. Ég beið. Mér varð kalt, ég jsveikti á 'rafmagnyarni, iméjij leiddist, ég varð reið. Seinna varð ég ofsareið. Fimmtíu min- útur liðu og ég heyrði klukk- una tikka áfram og umferðina fyrir utan. Svo hringdi sím- inn. Það var Harry. — Hvernig vissir þú, hvar ég var? — Ég sá nafn hennar í símaskráhni. Er hún komin? — N ;i. — Ég bjóst við því. — Sjálfsagt eru allir Lund- únabúar vitlausir, sagði ég í gríni. — Hvernig er íbúðin? spurði hann og lét sem hann hefði ekki heyrt' það, sem ég sagði. ■ — Skrítin. — Þá er hún við þitt hæfi, ! sagði hann. — En bíddu ekki j mikið lengur. Það er slæmt að bíða of lengi og virðast ákafur. Sérstaklega þar sem þú ert á- “ ít Ég gretti mig. Harry sá í gegnum mig eins og pabbi. — j| Hann vissi, að ég vildi losna frá Putney og búa hjá' Midge dej Lacey. Mér fannst sumpartj hann hafa á réttu að standa, hvers vegna hékk ég þarna! En eitthvað innra með mér skipaði mér að bíða kyrr í þessari ó- hreinu, ringlingslegu íbúð! Lykli heyrðist stungið í skrá, dyrnar opnuðust og inn kom Midge. Tveir karlmenn voru með henni og héldu á fimm ferða- töskum. Hún var í tvítdragt' og með slá um herðar og st'óra húfu á höfðinu, alveg eins og einhver Sherlock Holmes! — Julie! En gaman! Vona, að þú hafir ekki beðið! Hún lét sem hún sæi ekki stóru klukkuna, sem tikkaði áfram og tilkynnti, að nú hefði ég beðið í rúman klukkutíma. — Þetta er Peter og þetta er Denis. Þetta er vinkona mín, Peter, fíflið. þitt, töskurnar eiga að fara inn í hitt herbergið. Æ, láttu þetta eiga sig og sæktu í glas handa okkur. Hún settist og tók ekki af sér slána né húfuna, heldur horfði á mig. Hún var mun hærri en mig minnti að hún hefði. verið í Sviss. Hún var horuð og beina- ber og hár hennar, sem var litað eldrautt, var stutt og féll þétt að höfði hennar. Andlit hennar var eins hvítt og hún væri nýstaðin upp úr gröf sinni. Fölvi Midge var það eina, sem virtist lífvana við hana. Brún augu hennar glömpuðu. Hún talaði hátt og drafandi. Hún settist á sófann við hlið mér og horfði á' mig. — Nú hefurðu séð mig og ég veit að ég er einmitt rétta manneskjan fyrir þig, hjarta-^. gull. Komdu sem fyrst. Ég hata að vera hér ein. Það er leiðin- legt og dýrt. Hve mikið geturðu borgað? Ertu búin að fá' vinnu? Hvar býrðu núna, Um leið og hún talaði við mig, kailaði hún til mannanna tveggja og skipaði þeim að færa þetta, hella í þetta, setj- ast þarna niður og standa þarna auk þess, sem hún talaði í símann. Hann byrjaði að hringja um leið og hún kom og hélt á- fram að hringja allan þann tíma, sem ég þekkti hana. Þegar ég fór til Putney um kvöldið, hafði ég stungið upp á að ég flytti inn eftir tvo daga og Midge hafði ekki aðeins sam- þykkt það, heldur og krafðist' þess, að ég skrifaði undir leigu- sáttmála. Harry hlustaði brosandi á sögu mína. — Þegar ég fór rétt fyrir mið- ANNAR KAFLI. Maud frænka virtist ekki undrandi. — Ég bjóst aldrei við þú yrðir hér kyrr. Það er alltof langt að fara til Putney á hverju kvöldi. Hún leit á mig eins og hún gæti ekki ákveðið hvort' ég væri of viðkvæm eða of löt til að fara svo langa leið heimleið- nætti voru þau að drekka gin í eldhúsinu. — Hvers vegna? — Midge sagði, að það ætti vel við vöfflur. — Hver átti þetta gin? — Hvaða máli skipti það, Harry? Einn mannanna kom með það í brúnum poka. Það var svakalega skemmtilegt. Og veiztu hvað ég rakst á, þegar ég var að fara? Stóra fötu af liljum. Þær hafa kostað að minnsta kosti fimm pund. Harry virtist hneykslaður. Ég lét á engu bera. — Ertu búin að segja frænku þinni fréttirnar? — Ég geri það í kvöld. Ég er svaka spennt, Harry. Þetta er einmitt það, sem mig dreymdi um, þegar ég fór frá Manchest- er. Það gengur ýmislegt á heima hjá Midge. Þar er engin vit- leysa með að fara með hund í kvöldgöngu. — Hugsaðu þig um. Stundum er ágætt' að hugsa sig vel um, sagði Harry og néri á' sér kinn- ina. — Vitleysa Þetta verður himneskt sagði ég ákveðin. Lánakjör Framhald af 2. síðu. aðila og þá um það rætt að hún mundi upp tekin á flest eða öll langs tíma lán. Húsnæðismála- stjórn er kunnugt um að verði sú regla upp tekin munu þessi á- kvæði endurskoðuð varðandi hús næðismálalán. Dreifibréf, sem út hafa verið send urn þessi efni, eru því sam- kv. framansögðu alröng, þar sem lántakendur hafa til þessa hagn- ast á umræddri breytingu og munu gera enn um sinn. VGpnahlé Framhald af bls. 2. slíta stjórnmálasambandi við ísra el. Erlendir fréttaritarar í Moskvu halda því fram, að stjórnir Ara- balandanna leggi nú fast að Sov- étstjórninn að veita þeim lið, — en Sovétstjórin er hikandi. Sagt er, að sendiherrar Arabalandanna hafi í dag rætt við varautanrík- isráðherra Sovétríkjanna og beð- ið hann um aðstoð í baráttunni við ísrael, jafnframt sem þeir létu í ljósi óánægju sína með kröfu Öryggisráðsins um vopnahlé, úr því að ekkert var minnzt á að London. George Brown, utan- liðin hörfuðu til fyrri stöðva. ríkisráðherra Breta, sagði í neðri deild brezka þingsins í dag, að Bretar hættu nú útflutnings- banni sínu til styrjaldaraðila fyr- ir botni Miðjarðarhafs. Hann sagði, að úr því að aðrir vildu ekki setja sams konar bann, — væri tilgangslaust fyrir Breta að setja fastir við sinn keip. Brown sagð, að nú þegar öll- uin ætti að vera ljóst, að Bretar væru algjörlega hlutlausir í deilu ísraelsmanna og Arabaþjóðanna, hlytu Arabalöndin að létta af olíubanninu til Bretlands. Brezka stjórnin er sögð hafa rætt í dag, hverjar leiðir væru færar til þess að leysa deilu ísra- elsmanna og Araba við samn- ingaborðið eftir að vopnahlé væri kornið á, þannig að viðunandi væri fyrir báða aðila. Það, sem þarf að semja um er sérstaklega þetta, að því er sagt er: Akabaflói verður að vera við- urkennd alþjóðasiglingaleið, — opin fyrir ísraelsmenn jafnt sem aðra. Súez-skurðurinn verður einnig að vera öllum opin. Leysa verður deiluna um landamæri ríkjanna fyrir Miðjarðarhafs- butni. Leysa verður vandamál Palestínuflóttamannanna og kom- ast verður að samkomulagi um takmörkun vopnasölu til ríkjanna á þessu svæði. Róm. Páll páfi sendi í dag beiðni til forseta íraks, ísraels, Sýrlads, Egyptalands og Husseins Jórdaníukonungs, um að þeir gengju að kröfu Öryggisráðsins um vopnahlé. í sérstöku sím- skeyti til sérhvers þessara þjóð- höfðingja bað páfi þess í guðs jnafni, að þeir hlýddu boði Örygg- I isráðsins svo að unnt væri að komast að viðunandi og friðsam- legu samkomulagi. Ákvörðun um vopnahlé mun gleðja hvem þann, sem hefur mannlegar tilfinning- ar, sagði páfi. Að því er segir í fréttum frá Accra, höfuðborg Ghana, hefur stiórn Ghana farið þess á leit við stjórnir ísraels og Araba- ríkjanna, að þær semji um vopna hlé og jafnframt hefur Ghana- stjórn hvatt Sameinuðu þjóðim- ar til þess að leggja tvöfalt meira að sér til þess að finna réttláta lausn á vandamálunum i Aust- urlöndum nær. í dag gerðu ísraelsmenn óvart árás á bandarískt skip úti fyrir ströndum Sínaí. 4 Bandaríkja- menn létust og margir særðust í árásinni. ísraelsstjórn bað Banda ríkjastjórn þegar afsökunar á þess um mistökum. í kvöld voru komnar hersveitir frá Alsír og Marokkó til Kaíró. Ennfremur bárust fréttir af því, að forseti Pakistan Alub Khan hcfði sent skeyti til Alsírstjórnar og lofað öllum hugsanlegum stuðningi við Arabalöndin. ALLT TIL SAUMA 9. júnl 1967 — ALÞÝDUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.