Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 4
 imw)ínKíiœ) Rltstjórl: Benedlkt Gröndal. Slmar 14900—14903. — Auglýsingaslml: 14906. — Aðsetur: Aljjýðuhúslð við Hveríisgötu, Rvík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Síml 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa* sölu kr. 7.00 elntakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. 267 ATKVÆÐI í síðustu Alþingiskosningum hlaut Alþýðuflokkur- inn 5730 atkvæði í Reykjavík. Hann hlaut tvo menn Ikjörna, þá Gylfa Þ. Gíslason og Eggert G. Þorsteins- son, en Sigurður I'ngimundarson varð landskjörinn þingmaður af Reykjavíkurlistanum. Eggert G. Þor- steinsson hlaut síðasta þingsæti Reykvíkinga, varð 12. þingmaður þeirra. Ef Alþýðuflokkurinn hefði hlot ið 267 atkvæðum færra, hefði Eggert ekki náð kosn- ingu. í Reykjavík og hvarvetna um landið er altalað, að vígstaða Alþýðuflokksins sé góð. Hann njóti trausts fyrir heiðarlegan málflutning sinn, heilbrigða- stefnu og farsæl'an árangur af störfum sínum undanfarin ár. En þetta jafngildir ekki því, að Alþýðuflokkurinn geti verið öruggur um kjör tveggja manna í Reykja- vík- Þegar það er haft í huga, að aðeins 267 atkvæði réðu úrslitum síðast, er ljóst, að litlu munar. Þeir 267 kjósendur, sem tryggðu kjör Eggerts G. Þorsteinssonar á þing í síðustu kosningum, þurfa ekki að iðrast þess, hvernig þeir -greiddu atkvæði. Eggert hefur reynzt einn traustasti fulltrúi almenn- ings, sem situr á Alþingi. Flokkur hans hefur sýnt honum það traust að kveðja hann til ráðherrastarfa, og er hann yngstur ráðherranna. En öllum ber s;am- an um, að hann hafi leyst bæði þingstörf sín og ráð- herrastörf af hendi með myndarskap og af góðvild. Hann hefur verið traustur fulltrúi umbjóðenda sinna og tryggt framgang margs góðs málsins. Ef einhver annar settist í sæti hans sem 12. þingmaður Reyk- víkinga, yrði að því mikill skaði. Alþýðublaðið treystir því, að reykvískir kjósendur geri sér ljóst, að 'hér er mikið í húfi. Eggert G. Þor- -steinsson verður að halda sæti sínu sem 12. þingmað- x.’i' Reykvíkinga. Til þess að svo geti orðið, verða ekki aðeins allir, sem síðast kusu Alþýðuflokkinn í Reykjavík að gera það aftur, heldur verða einnig nógu margir hinna nýju kjósenda að styðja Alþýðuflokkinn Alþýðublaðið treystir því að svo verði- RAD1@NETTE tækin henta sveitum landsins. Með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda það á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann — auðveldara í viðhaldi. Radionette-verzlunin Aöalstræti 18 sími 16995 ÁRS ÁBYRGÐ Aðalumboð: Einar Farestveit ö Co. hf. Vesturgötu 2 INNI- HURÐIR Smíði á INNIHURÐUM hefur verið sérgrein okkar um árabil mm Kynnið yður VERÐ-GÆÐI- AFGREIÐSLUFRESTl SIGURÐUR ELÍ ASSON % Auðbrekku 52—54 , Kópavogi sími 41380 og 41381 4k zsL foilaseala Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. 50 á ekinn km. Hverfisgötu 103. Síml eftir lokun 31160. krossgötum * SEINAGANGUR. Margir hafa haft orð á því við okkur á krossgötunum, að afgreiðsla hjá Bifreiða- eftirliti ríkisins sé með eindæmum seinvirk og gamaldags. Við getum fúslega játað að þetta er rétt — því það þekkjum við af eigin reynslu. — Sjálfsagt hafa bifreiðaeftirlitsmenn það sér til af- sökunar, að þeir búa við óhentugt húsnæði og að- stöðu í hvívetna. Það er til dæmis furðulegt, að ekki skuli hafa verið reistur skáli fyrir bifreiðaskoð- unina, þar sem ekið væri í gegn og hver starfs- maður af öðrum athugaði ákveðinn hluta bifreið- arinnar. Hér er það alls ekki óalgengt, að heill eða hálfur dagur fari í það að láta skoða bíla og bíða inni í Bifreiðaeftirliti. Ef menn bregða sér frá eftir að röðin er komin að þeim og eru ekki við eða heyra ekki, þegar númer þeirra er kallað upp, verða þeir að gjöra svo vel að taka nýtt númer og byrja biðina á nýjan leik. Það er au'ðvitað engin liæfa, að menn skuli verða að fá frí úr vinnu heilu og hálfu dagana til að koma bíl í gegnum skoðun. Ætti fyrir löngu að vera búið að koma nýtízkulegra skipulagi á þessa stofnun alla og breyta þar af- greiðsluháttum í nútímahorf. ★ VÍÐA POTTUR BROTINN. En það er ekki aðeins hjá Bif- reiðaeftirlitinu, sem pottur er brotinn í þessunt efnum. Hið sama á því miður við um allt of margar opinberar stofnanir, sem virðast hafa staðnað fyrir áratugum og ekki skynjað þær breyt- ingar, sem orðið hafa. Borgarfógetaskrifstofan er til dæmis alræmd fyrir seina afgreiðslu og hafa starfsmenn þar það vafalaust sér til afsökunar, að þeir eru fáir og húsakynnin óhentug. Vonandi breyt- ist þetta með nýjum yfirmanni. Ég varð til dæmis mikið hissa fyrir nokkrum árum, þegar ég þurfti að gjalda fó- geta skuld, sem komin var í innheimtu til hans. Ég bjóst við að hitta gjaldkera, sem tæki við greiðslu minni, en svo var aldeilis ekki. Gjaldkerinn reynd- ist vera sjá'lfur yfirborgarfógetinn, sem sat snögg- klæddur við peningakassa. Það tók langan tíma að komast inn til hans, því margir biðu eftir því að inna greiðslur af höndum. Svona fyrirkomulag nær auðvitað engri átt, og ef ég man rétt, var það ein klukkustund á dag eða tvær, sem þessum emb- ættismanni þóknaðist að taka við greiðslum vinnu- veitenda sinna, borgarbúa í Reykjavík. En svona fyrirkomulag mun þó líklega vera einsdæmi í opin- berum rekstri hér á landi. Við skulum vona það að minnsta kosti. — K a r 1. 4 10. júní 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.