Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 9
VERSTÖÐIN REYKJAVÍK HANDFÆRABÁTAR afla mjög vel um þessar mundir. Sem dæmi um það landaði Sjóli 30 tonnum í Keflavík í gær. Á Sjóla eru 8 menn. Þeir tótar, sem humarveið- jir stunda frá Reykjavík, hafa fengið heldur lítið undanfarið. — Margir smærri bátarnir eru að búa sig út á snúrvoðina, en hing- að til hefur heimild til þeirra veiða ekki verið gefin út fyrr en 15. júní. Togararnir. Þorkell Máni landaði 330 lest- um í vikunni, en hann var búinn að vera all lengi í túrnum. Nú eru togararnir famir að drepa karf- ann á A-Grænlandi, sem betur fer, því ekki þýðir að liengja upp þorsk úr þessu, vegna flugunnar. Síðast þegar ég frétti af fiskiríi þar, þá var það dágott, t. d. var gæfuskipið Ingólfur Arnarson kominn með 130 tonn eftir 7 daga útivist. Aðalvandamálið eins og er, er löndunarerfiðleikar og veitti ekki af að athuga það vanda mál betur, ef endurnýja á togara- flota okkar. Þeir, sem til þekkja vita, að önnur eins hörkutól til vinnu eins og karlana á togara- afgreiðslunni finnur maður ekki alls staðar. Þormóður goði er við A-Græn- iand og var að fá 10 til 15 tonn í holi. Jón Þorláksson er væntan- legur með fullar lestar og fisk á dekki eða ea. 280 tonn á þriðju dag. Hallveig er komin með um 250 tonn, svo segja má, að bæj- arbúar geti verið ánægðir með út- gerð sína eins og er. Sigurður er væntanlegur með góðan túr frá A-Grænlandi, en af Maí hef ég ekki frétt, en maður er nú farinn að reikna með góðum túrum hjá honum. Fram undan eru kosningar, eins og varla fer fram hjá nokkrum. í síðustu kosningum náði kjöri 'fyrir Reykvíkinga, Eggert G. Þor- steinsson, sem sér um sjávarút- vegsmálin innan rikisstjórnarinn- ar. Eggert ólst upp á heimili, þar sem sjávarútvegur var aðaláhuga- mál allra á heimilinu. Faðir hans var skipstjóri, enda er og bróð- ir Eggerts kunnur aflamaður. í 8. sæti Sjálfstæðisflokksins er maður, sem þekktur er fyrir að vilja leggja útgerð bæjarbúa að velli. Bæjarbúar eru beinlínis að lýsa vantrausti á sjálfa sig ef þeir hleypa þessum manni á þing. Þá þarf ekki að efast um hvernig framtíð togaraútgerðar verður í framtíðinni. Ég vil skora á alla þá Reykvíkinga að sjá um, að við fáum að njóta þess að hafa Egg- ert G. Þorsteinsson, sem kemur beint frá störfum innan verkalýðs- hreyfingarinnar í ráðherrastólinn NÚ líður að kosningum. Eitt er það vandamál, er ekki hefur ver- ið rætt á opinberum vettvangi kosningabaráttunnar, en má þó telja til stórvandamála í ís- lenzku þjóðlífi, en það er áfeng- isvandamálið. Einn ágætur bindindismaður sagði við mig ekki alls fyrir löngu, að um slík mál þýddi ekki að ræða við íslenzka stjórnmála- menn, og ég veit að hann hefur reynslu fyrir réttmæti þeirrar staðhæfingar. Áfengismál eru ákaflega við- kvæm og vandmpðfarin, og ligg- ur þar margt til grundvallar. — Það eru hinir mörgu, er telja sig kunna með áfengi að fara, og hinir ,er hlotið hafa svöðusár vegna áfengisneyzlu ástvina sinna eða lent í erfiðleikum sjálf að þeim ‘störfum, sem hvað mest kemur til með að þurfa að skipu- leggja á komandi árum. Ef íhaldið í Reykjávík ætlaði sér að berjast fyrir aukinni tog- araútgerð á vegum Reykvíkinga, þá ■ hefðu þeir stillt einliverjum öðrum upp en jarðarfararstjóra Bæjarutgerðar Reykjavíkur. Við skulum sameinast um að sjá um að sigur Eggerts verði sem mestur, sjómenn og útgerðar- menn þekkja manninn, enda er yfirleitt hægt að hitta hann niður á granda á kvöldin, en þar er hann tíður gestur til að fylgjast með afla og gengi bátanna. Ég skora á sjómenn að tryggja okk- ur Reykvíkingum, sem og öðrum landsmönnum góðan sjávarútvegs- málaráðherra næsta kjörtímabil. ir vegna ofneyzlu þess, og loks þeir er standa utanhjá, og sjá með augum raunsæismannsins 'hve miklu er fórnað végna víns. Þess vegna er ekki rétt að reið- ast, þótt aÚir séu ekki á sama máli, eða þótt á móti blási. Það má ekki gefast upp í baráttunni, þótt ekki sé alltaf hlustað, held- ur reyna að finna lausn á vanda málinu, er allir hugsandi menn geta samþykkt. Finnist sú leið, er enginn vafi á, að þá fáist vald hafarnir til að framkvæma eitt- hvað í málinu. Það þarf enginn að halda, að þeir sj'ái ekki böl- ið og ekki heldur að þeir séu ekki reiðubúnir að framkvæma eitthvað, er til bóta megi verða í áfengismálum, það er einmitt það, sem þeir vilja, gera fólkið Framhald á 10. síðu. Áfengisvandamálið Kvenfélagið Hringurinn efnir til blómasölu á kosningadaginn 11. júní næstkomandi. Að þessu sinni rennur á- góðinn til þess að koma upjð hjúkrunarheim- ili fyrir taugaveikluð börn. Blómin verða af- greidd á efíirtöldum stöðum: Þrúðvangi við Laufásveg, * 1 Ausurbæjarskóla, Melaskóla, ' Laugarnesskóla, Heimili K.F.U.M. við Langholtsskóla, Breiðagerðisskóla, Álftamýrarskóla, Félagsheimili Óháða safnaðarins, v/Háteigsveg- Foreldrar leyfið börnum yðar að koma og selja blóm, og styrkið með því gott málefni. SÖLULAUN 10%. 1 Kvenfélagið HRINGURINN. 1 Nýjar gerðir Telpnajakkar — drengjajakkar Stærðir 2ja — 12 ára- Laugavegi 31 Aðalstræti 9. íslandsmeistaramót í hand- knattleik í II. fEokké kvenna utanhúss 1SS7 verður haldið í Vestmannaeyjum 22.—23. júlí n.k. Þátttökutilkynningar skulu berast fyrir 9. júlí n.k. og sendast til Jóns Kr. Óskarssonar, formanns Handknattleiksráðs Í.B.V- Pósthólf 228, Vestmannaeyjum. HANDKNATTLEIKSRÁÐ í. B. V. Auglýsið í Alþýðublaðinu 10. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.