Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 10
Áfengi Frii. úr opnu. ánægt. í áfengismálum er margt hægt að gera, en hvað er þ'á rétt? Fyrst og fremst að sam- einast um byrjunina, það eru börnin og unglingamir. Krafa um að koma vel saminni kennslu ibófe rntt hæjitur áfengia sem skyldunámsgrein til kennslu í einhverri deild skólaskyldutíma- bils unglingra, held ég að engum gæti fundizt ósanngjörn. í>að er okkur öllum nauðsyn- legt að þekkja hætturnar til þess að geta varast þær. Margt af því fólki, er nú neytir áfengis, ger- ir sér ekki nema óljósa grein eða jafnvel enga fyrir hættum þess, þekkir ekki áfengi, undirtökin er það sjálft hefur er það neyt- ir þess, hvernig þau geta þokazt hægt og iævíslega í greipar Bakkusar, en hjá Bakkusi er engan grið að fá. Sumum tekst þó að losa sig undan valdi Bakk löar, en þá hefur oft alltof miklu verið fórnað. — Þetta er ekki neitt raunahjal, aðeins smá bending til allra manna og kvenna, er unna þjóð sinni og viija það bezta henni til handa. Það stendur einhvers staðar, að það sé engin þekking jafn alvar- leg og vanþekking, en í áfengis- nválum er vanþekking óþörf, ó- fyrirgefanleg. Ég veit með vissu að mikið af íslendingum bíður eftir raunhæf um aðgerðum í áfengismálinu, ég veit líka, að forráðamenn Al- þýðuflokksins hafa rætt þessi mál af alvöru og festu, og ekki eingöngu vilja heldur ætla sér að leiða þau inná þær brautir er íslenzku þjóðinni megi verða til hins mesta sóma. Þorgrímur Einarsson. HSl Frh. af 11. síðu. 7 menn, sem leikið hafa í ungl- ingalandsliði. Landslið stúlkna hefur verið sent til keppni á Norðurlandamót sl. tvö ár og hefur það gefið góða raun, Þetta stutta ágrip hér að fram- an sýnir, að vel hefur til tekizt með handknattleik á íslandi. í- þróttin á sífellt meiri vinsældum að fagna meðal æskufólks og er eftirlætisíþrótt almennings yfir vetrarmánuðina. Starfið hefur verið mikið og margþætt á' þess- um tíu árum HSÍ og við getum horft björtum augum á framtíðina með stóran og glæsilegan hóp ungra manna og kvenna undir okkar merkjum. Fyrsta stjórn Handknattleiks- sambands íslands var skipuð eft- irtöldum mönnum: Árni Árnason, formaður. Hallsteinn Hinriksson, varafor- maður. Rúnar Bjamason, ritari. Ásbjörn Sigurjónsson, gjald- keri. Sigurður Norðdahl, bréfritari. í núverandi stjórn eiga sæti: Ásbjörns Sigurjónsson, (for- maður), Axel Einarsson, Valgeir Ársælsson, Rúnar Bjarnason, Jón Ásgeirsson, Einar Þ. Mathiesen og Axel Sigurðsson. Skíðaskóli Frh. af 11. sfBu. an. Þar, sem snjór leitar helzt lægis í slökkum og skörðum, myndast jöklar, er auka á svip og sérkenni fjallaklasans. Inn á milli þeirra eru óteljandi hverir, vellandi leirpittir og organdi blást ursholur. Kerlingarfjöll eru fjallaprýði á Kili“. Þarna er kjörið land til náttúru- skoðunar, fjallganga og síðast en ekki sízt skíðaiðkana á sumrin. Til skamms tíma voru fjöllin lítt þekktur huliðsheimur, en að- staða til að eiga þar dvöl varð öll önnur, þegar Ferðafélagið reisti þar sæluhús fjmir 30 árum, og þó einkum, er Skíðaskólinn í Kerlinga fjöllum hóf starfsemi sína. SKÍÐASKÁLINN í KERLINGARFJÖLLUM. Vegna samgöngerfiðleika er Við skulum ekki fara hina leiðina að mínu áliti átti hann ekkert erindi til kommúnista. Það hefur líka sannazt bezt á atburðum síðustu vikna, að það voru grund vallarmistök. Hann hefði getað unnið verkamönnum og sjómönn um meira og betur með því að vera kyrr í Alþýðuflokknum, en þar.á hann heima og hvergi ann ars staðar. — Finnst þér stjórnarandstað an á nokkum hátt verðskulda traust hinna vinnandi stétta? — Að minnsta kosti ekki traust sjómanna. Þeir hafa sjald an eða aldrei sótt gull í greipar þeirra manna. —- Svo þú ert bjartsýnn á kosningarnar á sunnudaginn? — Það er hreint ekki ástæða til annars. Við erum sífellt á uppleið, og ég kýs heldur. að fara þá leið, sem fylgt hefur verið undanfarin ár, því hrædd ur er ég um, að við lendum á vílligötum ef við förum hina leiðina. Ég vil að lokum hvetja alla sjómenn og aðra alþýðu- menn til að fylkja sér um Al- þýðuflokkinn, og stuðla þannig að eflingu hans. ÞÓRARINN Sigurðsson hefur stundað sjóinn frá því árið 1928, fyrst á varðskipum, en síðan á skipum Skipaútgerðar ríkisins. Hann er núna háseti á Esjunni. Við innum Þórarinn fyrst eft- ir því, hverja hann telji hafa bezt og. dyggilegast unnið að hagsmunum verkamanna og sjó- manna. — Ég fullyrði, að Alþýðuflokk urinn er eini verkalýðsflokkur- inn, sem af trúmennsku hefur unnið fyrir verkalýðsfélögin og Sjómannafélag Reykjavíkur, þar sem ég þekki bezt til. Hinir flokkarnir hafa beinlínis beitt sér gegn okkur, þegar þeim hef ur þótt það vænlegra. Og ég vil leggja áherzlu á það, að for- menn sjómannafélagsins frá Sigurjóni A. Ólafssyni og fram reksturinn einskorðaður við há- sumarið, frá' því síðast í júní og fram til ágústloka. — Þátttakend- um, sem eru á nær öllum aldri, er skipt í hópa eftir kunnáttu á skíðum, t.d. eru byrjendur sér í flokki og fá tilsögn í frumatrið- um. Skíðalyfta er handa þeim sem lengra eru komnir. — Hver flokkur hefur sinn kennara. Einnig er farið í fjallgöngur og aðrar gönguferðir undir for- ustu kennaranna eða annarra þaul kunnugra leiðsögumanna. Á kvöldvökum er unað við leiki, söng og fjörugan dans. Þátttakendur dveljast í húsa- kynnum Skíðaskólans, nýjum reisulegum skála, sem tekur 30 manns iá svefnloft, og öðrum minni, „Herragarðinum", er stend ur rétt hjá aðalskálanum. — Heit og köld steypiböð eru á staðnum. til dagsins í dag, hafa ætíð lát ið hagsmuni sjómanna sitja í fyrirrúmi fyrir ímynduðum flokkshagsmunum. Þórarinn Sigurðsson. — Hvaða ályktun telur þú mega draga af brotthlaupi Hanni bals Valdimarssonar úr Alþýðu- flokknum árið 1956? — Mér þótti slæmt að missa Hannibal úr Alþýðuflokknum, og AKRANESI: í dag, laugardag kl. 4 leika Í.A. - Í.B.K. Dómari: Magnús Pétursson. LAUGARDALSVÖLLUR: í dag laugardag kl. 4 leika VALUR - Í.B.A. Dómari: Hreiðar Ársælsson. Mótanefnd. Fornmunir óskast Gamlar byssur, olíulampar, gömul húsgögn, tréskurður, gamalt postulín og glervörur, hvað eina, sem er 50 ára eða eldra. Svör óskast send Alþýðublaðinu merkt 800. 10 10. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ‘ ,:K.A - \3el 'ífl'/j .01

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.