Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.06.1967, Blaðsíða 11
 t=Ritstióri Örn Eidsson <D Skíðaskólinn í Kerlingar- fjöllum hefst 3. julí n.k. Stjórn HSI aftari röS frá vinstri: Rúnar Bjarnason, Einar Matliiesen, Yalgeir Arsælsson og Axel Ein- arsson. Fremri röð; frá vinstri: Axel Sigurðsson, Ábjörn Sigurjónsson og Jón Ásgeirsson. HSÍ 10 ára í dag Þann 11. júní ál'ið 1957, var liandknaltleikur orðinn svo um- svifamikil iþróttagrein hér á landi, að fyllilega þótti tímabært að stofna um hann sérsamband, Handknattleikssamband íslands. Við höldum nú upp á 10 ára afmæli þessara þróttmiklu sam- taka, sem lánazt hefur að vinna íþrótt sinn sess meðal sterkustu liandknattleiksþjóða heims. Talið er, að handknattleikur hafi borizt til landsins árið 1921, en að opinberir kappleikir hafi fyrst komið til á árunum milli 1925 og 1930. Fyrsta íslandsmót- ið var haldið innanhúss, í íþrótta húsi Jóns Þorsteinssonar, árið 1940. Utanhúss var svo keppt' ár- ið eftir i lcvennaflokki, 29. jan- úar 1942 var Handknattletksráð Reykjavikur stofnað og þar með var grundvöllurinn lagður að verulegum uppgangi handknatt- leiksins. Árið 1945 þótti handknattleiks- fólki sem það hefði himininn höndum tekið, er Hálogalandshús- ið fékkst' til afnota eftir banda- ríska herinn, svo mikil voru við- brigðin frá hinum þrönga sal Jóns HSÍ tekur á móti gestum í dag Stjórn HSÍ tekur á móti gestum í tilefni 10 ára af- mælisins í Átthagasal Hótel Sögu kl. 3—5 í dag. Þorsteinssonar. Og 20 árum síðar endurtekur sama sagan sig, hinu langþráða marki er náð; að leika á veili af löglegri stærð, er hin langþráða og glæsilega Laugar- dalshöll kemur til sögunnar. Og þá fyrst skapast aðstaða til milli- ríkjakeppni við löglegar aðstæð- ur. En rétt er að geta þess, að fyrsti landsleikur innanhúss háð- ur á' íslandi fór fram í íþrótta- húsí varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, sem af velvilja og skiln ingi rétti handknattleiksmönnum hjálparhönd. Fyrsti landsleikur íslands var leikinn gegn Svíþjóð í Lundi, árið 1950 og sigruðu Svíar 15:7, en fyrsti landsleikur íslands á heimavelli fór fram á Melavellinum í Reykjavík árið 1950 og mættum við þar Finnum. Fórum við þar vel af stað, en leiknum lauk með jafntefli, 3:3. ) í dag eru landsleikir karla orðnir 40 talsins og hafa margir þeirra orðið til þess að bera hróður ís- lands og okkar íþróttar víða um heim. Má’ þar m.a. nefna sigur yf- ir Rúmenum 1959 (13.11), jafn- tefli við Tékka 1961 (15.15), sig- ur yfir Svíum 1964 (12:10), en þessar þjóðir hafa allar hlotið heimsmeistaratitil undanfarinn áratug. Og ekki hefur kvenfólkið látið sitt eftir liggja, og er öllum í- þróttaunnendum í fersku minni sigur íslands á Norðurlandameist- aramótinu 1964, sem haldið var á Laugardalsvellinum í Reykjavík. Handknattleikssambandið hef- ur ávallt lagt mikla áherzlu á' öflugt' starf fyrir unglinga, en með því er lagður grundvöllur- inn að æ sterkari landsliðum þeirra eldri. Árið 1962 sendum við í fyrsta sinn lið pilta til keppni á Unglingameistaramót Norðurlanda, og hefur svo verið gert' árlega síðan. Hefur styrkur unglingaliða okkar vaxið með ári hverju og nú í ár hlaut ísland annað sæti í keppninni. Einnig má geta þess, að í landsliði ís- lands gegn Svíum í april sl. léku Framhald á bls. 10. SKÍÐASKÁLINN í Kerlingafjöll- um, sem Valdimar Örnólfsson og Eiríkur Haraldsson stofnuðu 1961, tekur til starfa 3. júlí n. k., en þá fer flokkurinn á fyrsta skíðanám skeiðið áleiðis til Kerlingai'fjalla frá Reykjavík. í sumar verða átta skíðanám- skeið í Kerlingarfjöllum auk 3ja unglinganámskeiða mánuðina júlí og ágúst. Þegar er upppantað í þrjú fyrstu námskeiðin. Tekið er á móti pöntunum í síma 10470 frá kl. 4—6 daglega (laugardaga kl. 1 — 3). Auk þess er ’hægt að snúa sér til forstöðumanna skíðaskól- ans, Ferðafélags íslands símar 19533 og 11798 og Umferðamið- stöðvarinnar sími 22300. Þátttöku gjald er kr. 4.300,00 og á unglinga námskeiðin kr. 2.600,00. Námskeið in standa í viku Innifalið er ferð ir, fæði, skíðakennsla, skíðalyfta, leiðsögn í gönguferðum og kvöld- vökur. Unnt er að fá skíði leigð gegn 100 kr. daggjaldi eða kr. 400 fyrir námskeiðið. Kerlingafjöll eru frá náttúr- unnar hendi einhver ákjósanleg- asti staður hérlendis fyrir þá, sem vilja njóta hressandi útiveru í sumarleyfinu, fjarri ysi og skark- ala þéttbýlisins. í hinni stórfróðlegu Árbók Ferðafélags íslands um Kerlingar fjöll (1942), er fjöllunum þannig lýst: „Kerlingarfjöll eru sérstæð fjallaþyrping, sem rís yfir háslétt- una suðvestur af Hofsjökli. . . . Þau eru klasi af hvössum nípum og röðlum, en dalkvosir, gljúfra- gil og botnar á milli. Svipur þeirra og yfirbragð allt minnir mjög á Mundíafjöll. Þau eiga sér engan líka hér á landi að fjöl- breytni á jafn litlu svæði. Hæstu nípurnar eru nærri 1500 m á hæð, og sést aL þeim i góðu skyggni til hafs fyrir sunnan land og norð- Framhald á bls. 10. Námskeið í Júdo Næstkomandi fimmtudag, 15. þ.m., hefst sumarnámskeið JUDO- KAN í Judo. Kennt verður þrisvar í viku, á mánudögum, þriðjudög- um og fimmtudögum kl. 8 s.d. í æfingasölum JUDOKAN á' 5. hæð í húsi Júpiters og Mars á Kirkju- sandi. Þetta námskeið er með nokkuð öðru sniði en fyrri námskeið fé- lagsir.s, því að riú verða sameig- inlegar æfingar fyrir alla, og að- stoða þá hinir reyndari Judo- menn byrjendurna jafnframt við æfingarnar. Séræfingar verða svo fyrir þá eftir því sem þeir óska. •Á námskeiðinu verða sýndar kvikmyndir af þekktum Judoköpp um og í athugun er, að gefa þeim þátttakendum námsk., sem þess óska, kost á að fara utan til æf- inga í mjög góðum Judoklúbb seinna í sumar. Reynt verður að útvega talsverðan afslátt á venju- legum kostnaði við slíka ferð. Námskeið þetta er einnig fyrir stúlkur, enda fer áhugi á Judo stöðugt vaxandi meðal kvenfólks í flestum löndum. JUDOKAN. Frá skíðakennslu Skíðaskólans í Kerlingafjöllutn. 10. júní 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.