Alþýðublaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 5
vemig stóð á sigri Ísraels? FYRRI spurningunni verður toezt svarað með því að bera sam an skerf beggja aðila með tilliti til fjögurra mikilsverðra þátta: tímans, landfræöilegrar aðstöðu, vopnabúnaðs hersveitanna sið- ferðis og bardagagetu. Svo að við tökum fyrst tímann til athugunar, þá var fyrsta skil- yrði fyrir Israelsmenn að reiða snöggt til höggs til þess að koma í veg fyrir, að skipulag komist á sameinaða heri Arabaríkj- anna og hindra, að herir Araba- ríkja, sem áttu lengra að sækja, gætu komizt til vígvallanna. Ar- abar þurftu 'aftur á móti fyrst og fremst að fá tíma til að sam- eina tii skipulagðra átaka allan (þann herafla, sem þeir raunveru lega höfðu á sínum snærum. Ar abar þurftu að fá tíma til þess að koma alsírskum hersveitum til toardagasvæðanna. Arabar urðu að byggja hern- að sinn á þvi að halda aftur af ísraelsmönnum í byrjun, ef að þeir áttu að geta reiknað með sigri í lokin. Þegar hinar ísra- elsku liérsveitir Dayans hers- höfðingja ruddust gegnum vam arlínu Araba hrundu allar áætl anir og útreikningar Araba til grunna. Landíræðileg aðstaða var ís- raelsmönnum í vil og stuðlaði að því, að þeir gátu unnið þenn an hernaðarsigur. ísraelsmenn komu frá lítilli, margeflcLri bæki stöð og ferðuðust eftir leiðum, sem þeir réðu. Þetta var kostur, sem þeir hagnýttu sér frá upp- hafi til hlítar. ísrael gat á skammri stundu sent hersveith- sínar frá einum stað til annars til þess að koma óvininum á ó- vart, svara ógn eða eyðileggja framsókn á vígvellinum. Arabar urðu aftur á móti að toerjast á mörgum, víðfeðmum og sundurgreindum landamær- um. Arabalöndin eru langt hvort frá öðru og fjarlægðin er mikil frá bækistöðvunum til vígvall- anna. Að því er flutninga og að- stoð varðaði, áttu því Arabar HUGH Stockwell hers- höfðingi stjórnaði land- göngu brezku hersveitanna viff Súezskurffinn áriff 1956. Hann hefur mikla heriiað'ar reynslu frá Austurlöndum nær, þar sem hann var yf- irmaffur brezka iandhersins iim hríff. Stockwell hefur víffa far- iff um veröldina og barizt fyrir brezku krúnuna á víg- völlum víffsvegar um lieim- inn allt frá brezk-franska Noregsleiffangrinum í síff- ari heimsstyrjöldinni til bar dagans við Japani í frum- skógum Burrna. Hann kom frá Kyrrahafsstyrjöldinni til Palestínu, þar sem hann var yfirmaffur brezka flug- hérsins. Sir Hugh Stockwell hefur og komizt til mikilla mannvirffinga í æffstu varn armálastjórn Breta, og þaff er frófflegt aff vita, hvaff hann segir um styrjöldina á niilli ísraelsmanna og Ara- ba. við ólíkt meiri erfiðleika að etja en ísraelsmenn. Meira jafnræði var með ísra- elsmönnum og Aröbum lá sviði vopnabúnaðarins, a.m.k. á papp- írnum. Bæði ísraelsmenn og Ar abar lögðu í stríð vel búnir að nýtízku vopnum. Arabar höfðu skriðdreka, flugvélar og skot- færi af nýjustu tegund frá Rúss um. En ísraelsmenn höfðu aftur á möti yfirhöndina á sviði tækni legrar þekkingar og getu, Þeir viðhalda hertækjum sínum bet- ur en Aratoarnir. ísrael hefur augsýnilega skipulagt viðgerð og endurbót stríðstækja sinna, en um slíkt var ekki að ræða hjá Aröbum. Þetta er mikilsvert atriði, þeg ar um er að ræða að nýta ný- tízku vélar í eyðimerkurstríði. Þessi tæknilega viðgerðarþjón- usta er fyrst og fremst mikilvæg fyrir flugherinn, einkum, ef her . flugvélar eru fáar í eign ríkis- ins. En öll þessi atriði, að nýta tímann, samgönguleiðiriiar og betri tæknikunnáttu, hefðu aldr ei getað leitt af sér slíkan sigur fyrir ísraelsmenn, ef ísraelski herinn hefði ekki einnig haft yf irhöndina að því er hið fjórða varðar, siðferði og bardagagetu. ísraelsmaður er sjálfstæður og ákveðinn hermaður með margra ára æfingu og reynslu að baki. — Aratoinn er mikið háðari foringja sínum. Fram- sókn og baráttuvilji í styrjöld fæst hjá Arötoum, ef hópnum gengur vel. ísraelsk hersveit, sém verour fyrir táföllum, heldur áfram að toerjast á einhvern háifit til síðasta manns, þar sem ísraelsk hersveit er hópur ein> staklinga. En arabísk hersveit virðist alltaf riðlast og verða ónýt til bardaga um leið og foringinn særist, fellur eða forfallast á annan hátt. Auk þessa er það djúpt rist í hjarta hvers einasta ísraels- manns, fyrir hverju hann er að berjast, þ.e. líf sinnar eigin þjóð ar. Erfiðleikar Araba við upp- haf styrjaldarinnar draga á eng an hátt úr hinum mikla sigri ís- SIGUR smáþjóðar ísraels yfir fjölmennum her Arabaþjóða í stuttu stríði á dögunum á eflaust eftir að verða í annála færður, sem mikið hernaðarafrek, imnið á skemmsta mögulega tíma. Atburðirnir vekja margar spumingar, m. a. þessa, sem varða hernaðarlega hlið málsins. í fyrsta lagi: Hvernig gat ísrael unnið þennan skjóta sigur? I öðru lagi: Er imnt að viðhalda sigrinum? Eða geta Arabar náð sér niðri, ef vopnahléð skyldi rofið á meðan stjórnmálamennirnir leita að friðsam- legri lausn? Enski herforinginn sir Hugh Stockwell svarar þessum spurningum: Þreyttir Israelsmenn hvílast aff loknu stríffi . . . raels og þessi atriði geta ekki heldur útskýrt þau mistök, sem Arabarnir gerðu. Það er ómögu legt annað að segja, en að það er merkilegt, að egypzka yfir- herstjórnin skyldi leggja í þá áhættu — eftir reynzluna 1946, að fá að þola sömu meöferð einu sinni enn. Dayan og hershöfðingjar hans höfðu aftur á móti lært af reynslunni 1956 og gert miklar endurbætur í samræmi við þann lærdóm, sem hann þá dró af bardaganum. Hann vissi, eins og England-Frakkland vissu líka tárið 1956, að leiðin til sigurs var að vinna yfirráðin í lofti í einni svipan með því að eyðileggja flugflota óvinarins á jörðu niðri. Dayan hershöfðingi endurtók sömu söguna með sama eða jafn vel ennþá meiri hraða í stríð- inu núna, en England-Frakkland gerðu 1956. Hvernig er útlitið frá hernað- arlegu sjónarmiði í næstu fram tíð? Hvaða hernaðarlega mögu- leika eiga Arabar til góða, ef friðarumleitanir bera ekki ár- angur? Egypzku hersveitirnar. einar út af fyrir sig ættu að vera úr leik sem þýðingarmikill herstyrkur um nokkurt skeið. Egyptar hafa vissulega yfir að ráða víðáttu- miklum landsvæðum, að þeim landsvæðum undanteknum, s‘em ísraelsmenn hafa lagt undir sig, þar sem unnt væri að fylkja hersveitunum og skipuleggja þær upp á nýtt. En staðreyndin er sú, að Egyptar eiga ekki rt]ik- ið eftir af hernaðarstyrk til að skipuleggja. Flóttinn yfir Súez- skurð var eins konar egypzkt Dunkerque í þeim skilningi, að mjög lítið af hinum öflugu skrið drekasveitum Egypta bjargaðist. Svarið við þeirri spurningu, hvort Egyptar geti reitt til höggs aftur innan tíðar, virðist undir því komið, hvort egypzki herjnn getur fengið nýjar vígvélar ein- hvers staðar að úr Arabaheimin um. Alsír er kannski lykillandið í þessu sarnbandi — ef svo ,er, að Alsír og Sovét, sem sér Alsír fyrir vopnum, eru fús til J að birgja Egypta upp með vopnum Framhald á bls. 10. 16. júní 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.