Alþýðublaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 16.06.1967, Blaðsíða 9
„Nú gengur allt vel hjá yð- ur?” „Gengur vel? Hver veit um það nema maður sjálfur? Vel- gengnin er bara yfirborðið .. það sem aðrir hugsa um mann, ekki það sem ma'ður sjálfur liugsar og er. .. Aðalatriðið finnst mér að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér, lifa ekki í sjálfsblekkingu. Heiðarleikinn, hreinskilnin . . þetta er Qins konar orka eða kraftur .. eins konar gáfa.” „Og ástin? Þér hafið ótrú á hjónabandi?” „Ást og hjónaband er sitt hvað .. ekki satt? Ég hef ekkert á móti hjónabandinu í sjálfu sér — ég þekki mörg hamingjusöm hjón sem hafa elskazt í mörg ár. .. Ég veit ekki nema ég gifti mig einhvern tíma .. hver veit? .. en mér finnst. .. Það er erfitt nú á dögum að samræma hlut eins og hjónabandið og frelsið sem nú er ríkjandi. .. Kannski þori ég ekki að taka á mig ábyrgð.” „En ef þér eignizt barn?” „Ég veit ekki.” „Haldið þér, að ást yðar á Don muni vara?” „Hvernig á ég að yita það? — Núna finnst mér .. ég get ekki í- m.vndað mér annað en hún vari . . nei, ég held . . ” „Hefur frægð yðar breytt ein- hverju í sambandi ykkar?” „Breytt? Hvað eigið þér við? Nei, það held ég ekki, frægðin hefur engu breytt, en kannski hef ég meiri þörf fyrir . . ég meina, á vissan hátt er ég meira ein- mana en áður. Það er mest um vert fyrir karlmenn, að þeir viti, að konan þarfnast þeirra. Eða það held ég. Don hugsar bara: ,Julie vinnur afskaplega erfitt starf, og þess vegna er hún stundum taugaspennt, en það eru allir sem þurfa að lcggja mikið á sig.’ „Hvað álítið þér um tryggð- ina? Hefur karlmaðurinn sömu skyldur og konan? Hafa bæði sömu réttndi?” „Nei, ég get ekki hugsað um réttindi og skyldur — mér finnst báðir aðilar eiga að vera frjáls- ir. Þeir geta gert það sem þeir vilja. En ég er samt svo gamal- dags, að mér finnst verra ef kon- an er með öðrum karlmanni, þó að hún sé gift eða búi með manni — það er öðruvísi með manninn.” „Þér búið með Don Bessant og vinstúiku yðar. Finnst yður það ekki hálfskrítið? Viljið þið Don ekki heldur vera út af fyrir ykk- ur?” „Nei, af hverju? Þetta er indæl stúlka, og húsið er nógu stórt. . . Ég hef alltaf búið innan um margt fóik. Stundum erum við fjögur saman eða fimm. . . Það er hægt að vera einn, jafnvel innan um aðra, því að hver lifir sínu lífi, og maður er ekkert að skipta sér af eða svoleiðis Framnald á bls. 10. Garðyrkjuverkfæri Husquarna sláttuvélar gúnimíslöngur tSrelfarar, garðkönnur Hafnarstræti 21 sími 13336. Suðurlandsbraut 32 sími 38775 Vélsefjarar! Okkur vantar mann, vanan vélsetningu. Alþýðuprentsmtðjan hf. Vitastíg. SKRiFST OFUMAÐUR Óskum að ráða vanan skrifstofumann að Búr- felíi. Staðgóð kunnátta í einu norðurlandamál- anna nauðsynleg. Umsókn ásamt upplýsingum um fyrra starf og menntun sendist skrifstofu vorri >að Suður- landsbraut 32, eigi síðar en 24. þ. m. FOSSKRAFT. BLAUPUNKTj SJÓNVARP, þekkt fyrir m. a.: Langdrægni TóngæSi Skarpa mynd. Hagstætt verð. Hagkvæmir greiðsluskilmálar Afsláttur gegn staðgreiðslu. Suðurlandsbraut 16. — Laugavegi 33 Sími 35200. 16. júní 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.