Alþýðublaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 4
mmmxD Rltstjórl: Benedikt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — Aösetur: Alþýöuhúslö við Hveríisgötu, Bvik. — Prentsmiöja Alþýöublaðsins. Siml 14905. — Áskrlftargjald kr. 105.00. — 1 lausa* sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandl: Alþýðuflokkurlnn. UNGUNGARNIR FJÖLDI UNGLINGA hefur á þessu ári átt erfitt méð að finna vinnu, og veldur þetta foreldrum að vonum áhyggjum. Tekjumissir fjölskyldunnar er slæmur, en hálfu verra er aðgerðarleysi unglinganna og þau áhrif, sem það getur haft á þá. Úndanfarin ár hefur atvinnulífið verið yfirspennt og. rnikill skortur á vinnuafli. Hefur þá verið gripið tiLunglinganna og þeim fengin margvísleg störf fyrir hájtt kaup. í ýmsum 'atvikum hafa þeir fengið svo mikið kaup, að það hefur vafasöm uppeldisá- hrif. Nú bregður svo við, að minna er um atvinnu, og er það fyrst látið bitna á unglingunum, sem ekki er óeðlilegt. Vandamálið blasir því við augum og er •réit að íhuga það vandlega. Hér á landi hefur alltaf þótt sjálfsagt að börn og unglingar vinni yfir bjargræðistímann. Meðan þetta var aðeins þátttaka í áhlaupum við 'að ná inn heyi á góðviðrisdögum sumarsins, var ekkert við það að athuga. Hins vegar er mjög varhugavert að setja unglinga í margvíslega vinnu hins vélvædda iðnþjóð- félags, og þarf þar að gæta hófs. I öðrum löndum er vinna barna og unglinga víðast hvar hreinlega bönnuð. Upp að vissu aldurstakmarki (oft 15 ára) mega unglingarnir alls ekki taka launuð störf, nema með fáum undantekningu.m. Þetta er fyrst og fremst gert vegna þeirra sjálfra. Þess ber að gæta, að þessar þjóðir ætla ung’lingun- um ekki margra mánaða aðgerðarleysi — eins og hér verður. Bæði eru sumarleyfi skólanna miklu styttri en hér á landi, og svo er meira af sumarbúð- um og öðrum möguleikum til útiveru. Hér á landi þarf að athuga þessi mál vel, annars vegar hvort rétt sé að breyta skólatímanum og stytta sumarleyfin, en hins vegar, hvort hið opinbera getur ekki gert átak ti'l að auka sumarbúðir, og mætti þá gjarna íylgja þeim létt vinna fyrir unglinga. Til dæmis væri hugsanlegt að koma upp stórum þjóð- görðum um allt land, og reisa nærri þeim eða í þeim unglingabúðir. Mætti láta unglingana starfa nokkra tíma á dag við að laga til, vinna að ræktun og fegr- uri og ennur létt störf. Væri hugsanlegt að þessi störf yrðu launuð, að minnsta kosti hvað eldri börnin snert ir. Fyrir eldri árganga gæti komið til greina, að ríkis valdið skipulegði vinnu, sem sérstaklega væri við þéirra hæfi. Mætti það þó ekki vera vinna, sem tekin væri frá öðrum, heldur ný verkefni til að leysa uppeld is evt vandamál. Alþýðuflokkurinn hefur mikinn áhuga á þessum m ílum _og vill, 'að þeim sé meiri gaumur gefinn en hiþgað ti'l. Þetta er eitt þeirra mörgu mála æskunn- ■ar, sem bíða úrlausnar á næstunni. 4 23. júní 1967 HITARAR VIFTUR ÞAKVENTLAR Eigum á lager: Afkasta- miklir. — Hljóðlátir. ILG-Wesper hitara m/viftu: 15.300 cal/klst. Verð kr. 8.137,00 25.500 cal/klst. Verð kr. 8.824,00 36.600 cal/klst. Verð kr. 10.987,00 ILG Viftur m/Iokum: PD83, 620 - 420 m3/klst. við 0-3 m/m þrýsting Verð kr. 2.872,00. PD103 920 - 510 m3/klst. við 0-4 m/m þrýsting Verð kr. 3.384,00. PD123 1740 - 920 m3/klst. við 0-6 m/m þrýsting Verð kr. 4.478,00. PD143 2590-1460 m3/klst. við 0-8 m/m þrýsting Verð kr. 5.299,00. EIGUM ENNFREMUR: ILG ÞAKVENTLA M/VIFTU: LSQ123, 1200 - 600 m3/klst. 3-0 m/m þrýsting. Verð kr. 6.943,00. LSQ143, 1400 - 400 m3/klst. 4-13 m/m þrýsting. Verð kr. 9.169,00. LSQ163, 3000 - 1500 m3/klst. 4-14 m/m þrýsting. Verð kr. 9.483,00. Getum útveeað: ALLT SEM VIÐ KEM UR HREYFINGU Á LOFTI ALUMINIUM G BLIKKSMIÐJAN hf. Suðurlandsbraut 10. Sími 33345. ★ BRÚÐKAUPSDEKUR. OKKUR hefur borizt svohljó’ðandi bréf frá Rcyknesingi: „Mér þótti nú alveg nóg um, þeg ar sjónvarpið fór að endursýna Danabrúðkaupið, sem sýnt var í kosningasjónvarpinu. Þetta var baeði langt og leiðinlegt, og nauðaómerkilegt, ligg- ur mér við að segja. Þar að auki finnst mér óæski- legt að koma því með þessu inn hjá börnum og unglingum, að konungborið fólk, sé á einhvern hátt' eðlara eða göfugra en rétt og slétt fólk, þú og ég. Allt þetta tilstand í kringum blessað prinsessu- brúðkaupið var vægast sagt fáránlegt í mínum aug um, og þótt Danir hlaupi út og suður eftir svona vitleysu og fleiri blöð og tímarit þar í landi byggi tilveru sína á því að bírta myndir af konungsfjöl- skyldunni, finnst mér hreinn óþarfi, að við íslend- ingar séum að apa þessa vitleysu eftir þeim. ,Þá hefur sjónvarpið ennfremur sýnt langan (víst tveggja tíma) þátt, sem gerður var í tilefni af þess um merkisatburði, er prinsinn og prinsessan gengu í eina sæng saman. Mér fannst alveg þá sömu sögu, að segja um þann þátt; hann var í flesta staði ósköp ómerkilegur, og hefði gjarnan mátt missa sín. Ég held eftir þessa tvo dönsku þætti ættu sjón- varpsmenn að reyna að róa á önnur mið í efnis- leit.“ ★ ERFITT AÐ GERA SVO ÖLLUM LÍKI. ÞAÐ mun mála sannast að aldrei verða allir ánægðir með dagskrár útvarps og sjónvarps. Það sem einum þykir gott, þykir öðrum slæmt og svo framvegis, og er varla á'stæða til að taka stórt upp í sig, þótt manni geðjist ekki jafnvel að öllu, sem þessar stofnanir hafa á boðstólum. Hitt má svo með sanni segja, að ef til vill vau hér gerð löng saga um lítið efni. Þótt Dönum finnist fréttnæmt að gifta prinsessu og ríkisarfa, þá er slíkt varla nein stórtíðindi hér hjá okkur, en margir hafa líka vafalaust haft gaman af öllu til- standinu, sem sýnt var f sjónvarpinu og flestir héldu að væri útdautt og ekki lengur við lýði, og þá allra síst hjá jafn nýtískusinnraðaðri þjóð oa Danir annars eru. Við erum Reyknesingi ekki með öllu sammála, og er ástæðulaust að fjölyrða frekar um það, en við vitum með vissu að margir og þá sérstaklega kvenþjóðin, biðu þess með nokkurri óþreyju ein- mitt að fá að sjá brúðkaupið hér í sjónvarpinu, 08 höfðu mikið gaman af. Karl. mmmmrnmmm ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.