Alþýðublaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 13
íslenzkur texti. OSS 117 í Bahia Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd í litum og Cinemascope segir frá baráttu við harðsvíraða upp- reisnarmenn í Brasilíu. FKEDERIK STAFFORD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bjjnnuð innan 16 ára. Tom Jones Heimsfræg stórmynd í litum er hlotið hefur 4 Oskarsverðlaun. Albert Finney. Susannah York íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Síðasta sinn. ÓTTAR YNGVASON/ hdl. BLÖNDUHLÍÐ 1, SfMl 21*96 VIÐTALST. KL. 4—6 MALFLUTNINGUR LÖGFRÆÐISTÖRP BÆNDUR Nú er rétti tíminn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Vi3 seljum tækin. Bila- og Bávégasalán v/Mikla®srg, sími 23136. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. H j oiaslillingar Mótorstillingar LjósastiIIingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. Suzanne EbeL 1 12 1 UTÞRA DG ÁST áður. Patrieia var í lillabláum kvöldkjói og James í smóking. Ég átti ekki nægilega fína kjóla til að sitja til borðs með þeim. Þau lögðu sig fram við að vera Ég gerði slíkt hið sama. elskuleg og James bauð upp á koníak eftir matinn og við Pat- ricia sátum í setustofunni og horfðum út á opnar svalirnar. James sagði okkur frá kvik- myndahandriti og um hvað það fjallaði. Þetta reyndist vera nákvæm- lega sama sagan og hann sagði mér í London, en heldur lengri og það úði og grúði af alls kon- ar aukahlutverkum. Patricia hafði áreiðanlega heyrt' hana fyrr en hún hlustaði með athygll. FJÓRÐI KAFLI. Þótt ég kynntist James Alex- ander betur næstu vikur, skipti ég ekki um skoðun á skapgerð hans. Hann var vingjarnlegur, eigingjarn og jafn peningasjúk- ur og hver annar Skoti. Hann hafði mjög gott ímyndunarafl og var einstaklega bjartsýnn. En ég skildi Patriciu ekki full- komlega. Var það vegna þess, hve fögur hún var. Það var óvenju- legt að vera nálægt manneskju sem aldrei var „misfríð" heldur alltaf fögur. Hún bæði vissi það og vissi það ekki, eins og James hafði vitað um alla þá, sem slörðu á hann í London. Hjarta- lagað andlitið hennar sagði fátt, hárið umhverfis það líktist geislabaug. Dýrlingur í legu- bekk? Bókahrúga var sífellt um- hverfis Ihana, alls konar bækur og ég heyröi að þegar hún tal- aði við vini sína, var hún bæði gagnrýnandi, vellesin og gáfuð. Þau hlógu að orðum hennar og hún hermdi einstaklega vel eft- ir. Hún stóð sjaldan á fætur, fór aldrei inn í eldhús, tók sjaldan upp penna eða síma, einhver gerði það fyrir hana. Ef einhver breytti minnstu vitund frá ósk- um hennar réðst hún gegn þeim sama eins og mjúkur, velalinn köttur. Þá varð að gera allt upp aftur „fyrir mig, elskan.” Eftir að njóta fyrstu vikunnar fór ég að hafa gaman af þessu. Fullt af gestum kom og húsið endurómaði af röddum þeirra, hlátri og glasaglamri. Kvik- myndaleikarar, leikarar, rithöf- undar, skáld og kvikmyndastjór- ar. Lúcíana fékk tvær stúlkur frá þorpinu til að aðstoða sig við framleiðsluna og þjónn, sem henni leiddist sá um þjónustuna. Hann var gráhærður, virðulegur og vemmilegur. Lúcíana forðað- ist hann eftir því sem henni var unnt. Ég átti að elta Alexanderhjón- in á röndum og liafa alltaf reiðu- búna þá hlut'i, sem þau þörfnuð- ust. Skrifblokk og blýant, hand- rit gestalista, nýjar rósir, drykk handa James, skilaboð og aftur skilaboð og handa Patricíu svæfla, sandala, sundboli, snyrt'i- tæki, svo ekki sé nú minnzt á kettina. Og handa þeim báðum aspirín, róandi lyf og pillur sem ég þekkti á litnum. — Tvær brúnar og eina bleika, elskan! Á kvöldin talaði ég við Lúcí- önu, þegar og ef ég náði í hana. Hún var skaprík. Stundum bauð hún mig velkomna i eldhúsið, tók hálsinn á mér og kyssti mig og stundum henti hún mér út. Hún var eins við mig og Mar- celló. Hún skeytti skapi sínu á okkur báðum. Stundum var hún veik og þá' tók hún jafn margar pillur og húsráðendur. Stundum fékk hún höfuðverk og gat ekki hreyft sig einmitt þegar taka þurfti kökur úr ofninum. Hún var örlát, bráðlát, skapbráð og hæðin. Ungir menn eltu hana á röndum, en Marcelló var sá þaul- sætasti. Ég vissi aldrei þegar ég kom ni'ður í eldhús nema ég sæi þar einhvern ungan guð sem elti Lúcíönu á röndum og sem hún henti út, þegar henni hent- aði. Ég var búin að vera á eyjunni í tvær vikur. Ég þekkti hlutverk mitt mjög vel. Fimmtíu nátt- kjólar Patrieiu voru 1 fullkomnu lagi ekki síður en rúmlega sjö- tíu nærbuxur sem flestar voru á stærð við bikínibuxur og skreytt- ar með blúndum og borðum. Ég gat lagað kokkteil sem rotaði mann í fimm metra fjarlægð og ég kunni orðið að tala eins og leikari. Það var þokumorgunn og Pat- ricia fór á ströndina um leið og sást til sólar ásamt kvikmynda- leikurum sem höfðu komið til ísóla kvöldið áður. James var í leikfimisalnum. Það hafði einu sinni verið hesthús, en nú var allt breytt. Þar stóðu „hestar,” stangir, rimlar og alls konar leik- fimistæki. Stundum, þegar ég kom þangað, öskraði James á mig eins og ótamin górilluapi. Þegar við Lúcíana gengum um garðinn heyrðum við stunur, vein og upp- örvunaróp. Þá hló Lúcíana svo mikiö að hún varð að setja vasa klútinn í munninn og við flýtt- um okkur út fyrir garðinn til að geta hlegið í friði. Patricia sagði mér að koma niður á ströndina um hádegið.- „Ef hann Jimmy segir þér að gera eitthvað, elskan, skaltu segja honum, að það verði bara að bíða. Jimmy — þetta heimskulega nafn, sem alls ekki hentaði eig- anda þess — var nýbúinn að af- henda mér handritið að „Jason og gullna reyfið.” James átti að leika Aetes konung, sem átti gullna reyfið, sem Jason ásæld- ist. Þegar Jason flúði með kon- ungsdótturina, Medeu, elti Ae- etes hann. Auðvitað líktist sagan alls ekki grísku goðsögninni. — James fannst breytingin án efa til hins betra, því konungurinn trónaði á sviðinu sem valdamik- ill og vondur maður. Hann var hálfgerður töframaður og samt sleginn skelfingu, þegar hann uppgötvaði að hann var faðir galdranornar. Ég var að vélrita hlutverk James tekið út úr handritinu með upplýsingum um hvert ein- stakt atriði, sem hann var í. Þeg- ar ég var byrjuð á starfinu fannst mér það skemmtilegt og mig langaði ekki til að fara og verða eins konar þjónustustúlka Patriciu. Ég gekk gegnum garðinn og lokaði að baki mér. Heima hjá þessu fólki var allt' lokað og læst. Sennilega vegna þess að hér var ýmsu hægt að stela. Það voru þrjár baðstrandir á' ísóla, annars var eyjan hálend og grýtt. Vinsælasta og mest sótta baðströndin var Almenn- ingsbaðströndin, en þar voru mikil svæði af rauðleitum sandi og fjölskyldur sitjandi undir sólhlífum eða liggjandi í litlum strámottum sem var breytt úr fyrir sóldýrkendur. Mæður og feður söfnuðust og átu fituríka fæðu og bólgnar vínþrúgur eða drukku vín af stút. Glaðvær, mannleg og hávær. Ströndin, steinarnir, sandurinn, hafið .. frelsið. Þau voru frjáls. Hinum megin eyjunnnar af girt, varin og þögul af pening- um, var baðströnd Patricíu, Ca- deró Marína. Sandurinn var mjallahvítur og innfluttur. Það kostaði tíu shillings að setja fæt- ur niður á hann og þar var líka fullt' af fólki, sem gjarnan vildi greiða fyrir að fá að vera á fínu hóteli. Hér lá Patricía alla daga und- ir einni af þeim þremur grænu sólhlífum, sem hún hafði leigt fyrir sumarið. Ég nennti sjald- an að koma þangað. Svo var alltaf eitt og annað áríðandi, sem hún ætlaðist til að ég gerði rétt þegar hún var að fara. Ég saknaði ekki þess að losna við hafið. Það var þarna alla daga, þegar ég snæddi úti á svölunum og fyllti loftið af sölt- um ilm sínum. Sumarið var þriggja binda skáldsaga, sem ég hafði ekki tíma til, að lesa. Ég fór á vit hafsins, þegar svo heitt var, að engin Patricía skildi okkur að. Ég gekk niður að ströndinni. Eðlumar sváfu við múrana og þvotturinn var mjallahvítur f heitri sólinni. Einhver var að viðra sængur. Caesaríó bað- ströndin var lítil og girðingar aðskildu einn baðstaðinn frá öðrum. Veitingahúsin höfðu sett' upp bari á steinunum og á þeim voru dýnur, stólar, sól- hlífar og lítil appelsínurauð, blá og skærgræn borð. Fólk lá á dýnunum og naut sólarinnar og vínsins. Patricía lá undir grænni sólhlífinni umkringd af fólki. Hún benti mér að koma. — Biddu Carló að koma með glas, elskan. Ég hafði séð Carló fyrr, hann var ungur og grannur maður, sem eilíft var óþolandi ncmt Patricía væri viðstödd. Þennan. morgun var hann að daðra við laglega, ljóshærða konu 1 sund- ból með pífuðu pilsi. Gift- ingarhringurinn hennar var a. m. k. fimm sentimelra breiður. Hún virtist ánægð en alls ekki um of af daðrl Carlós. Við fæt- ur hennar sat lídl, brún telpa með freknur og björt augu. Hún var að byggja sandkastala. Hún þreif í handlegg móður sinnar og sagði á ensku: Barnavaonar kjtMr baruavagnár. Seltast beint «1 karupenda. VEJ» KK. íess.w. Scndcan e**» pástkrSfti Suðursötu 14 fitesi 2102«. HBILDVRKZLUN PÉTDBS PÉTDKSSQNAR 23. júní 1967 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ J3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.