Alþýðublaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 16
mmmíssmm) Nýjar innstungur og gamlar ræstingu, djúpfrysti, strauvél, sjálfvirkan þurrkara og ryksugu í bílskúrnum fyrir bílinn. Við fór- um að sjálfsögðu strax að sjá eft- ir gamla leslampanum okkar, sem sýnilega verður ihvergi hægt að stinga í samband í framtíð inni, en þá kom okkur skýringin í 'hug, alveg ósjálfrátt. Það á auð- vitað að nota gömlu innstungurn- ar fyrir svoleiðis apparöt. En þá vaknaði önnur spurning. Verður nóg til af gömlum innstungum? Verður maður að selja gamla hús ið sitt innstungulaust í framtíð- inni? Og hvernig bregðast vænt- anlegir kaupendur, sem ef til vill éiga engar gamlar innstungur, en alls konar gamla leslampa og dót, við eþssu algjöra innstunguleysi í húsi framtíðarinnar? Verður það kannski aðal-bissnessinn í fram- tíðinni að selja gamlar innstung ur? Svo læddist önnur hrollvekj- andi hugsun að okkur. í húsi fram tíðarinnar er aðeins gert ráð fyr- ir nýrri innstungu fyrir ryksugu í bílskúr. Hvemig á maður að snúa sér í því? Verður maður þá að rogast alltaf með gólfteppi, hægindastóla og annað út í bíl- skúr, þegar þarf að ryksuga drasl ið? Og hvernig fara þeir að, sem ekki eiga heldur bílskúr í fram- tíðinni? Nei, það er augljóst, að fram- tíðin er ekki sérlega girnileg til fróðleiks, a£ svona verilur um hnútana búið í henni. Má maður þá heldur biðja bara um grútar- týrur að lesa við, heldur en all- ar þessar nýju innstungur. Eitthvert blaðið var að tala um í gær, að í einhverju ægilegu framtíðarhúsi, sem sýnt hefði ver ið í Danmörku yrðu sjö nýjar inn stungur. Þetta þótti okkur gagn- merkar upplýsingar, því að hérna í fortíðinni hefur það yfirleitt tíðkazt, að allar innstungur í hús- inu væru nýjar, þegar það var smíðað. Þó þótti okkur taka steininn úr, er við lásum, að þessar sjö nýju innstungur ættu bara að vera fyr- ir uppþvottavél, ruslakvörn, loft- VEÐURSPÁR Það er mæða hvað mörgu hrakar og minnkar getan og leiknin. Alltaf gengur lakar og lakar að iesa veðurteiknin. Vandræðabarn er Veðurstofan, en vant’ er þar um að klaga, þótt spáin sé svona upp og ofan og ekki til margra daga. Afi minn vel að veðrinu gáði, þótt varla neitt af því þættist, fyrir árið í einu spáði og aldrei brást, að það rættist'. Það var Brody, sem sló leik- konuna í næturklúbb á ferð þeirra um Svíþjóð, eins og sagt var frá hér áður á 4. síðunni. X mínu ungdæmi hcfði mað ur nú reynt að íara með leik konuna út fyrir, ef maður átti ekki fyrir reikningnuni. ogr þm'ft að slá Iiana. Mar hefur heyrt talað 0» að berja mann í köku, en að slá leikkonu í næturklúbb, það er töff. X»arna er þeim rétt Iýst, slá leikkonu í nætmklúbb, þegar hún er alveg berskjöldui. hann hefði varla reynt það heima. ,,J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.