Alþýðublaðið - 29.07.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐOBLAÐIÐ „Við Islendingar. Halldór Hermannsson, bóka vöróur frá Ithsci, er hér staddur. Rétt eias og hann hefði verið „kvaddur heim“(?) til að gerast foringi andbanninga í líðveizlu þeirra við Spánverja. Að minsta kosti er hann þegar farinn að rita í Spánverja málgagnið hér, og það í þeim tón, sem einkenn- ir andbanninga. Hann bendir á — einkum f sambandi við bannmálið — barna- lega oftrú og tálvonir smáþjóðar ionar ,um það, „að heimurinn stæði á öndinni og einb'índi á Island af eftirvæntingu þess, hvernig það leiddi til lykta eitt eður annað mál“. Og um áfengis- bannmálið segir hann berum orð- utn, að „þegar verið var að ræða um lögleiðingu vínbannsins, létu bannmenn sér það tíðum um munn fara, að fengist þvf framgengt, yrði ísland írægast allra landa undir sólunni". (Hvar standa þau ummæli bannmanna, herra bóka- vörður?). BOg nú eiga allir gull- hringar að detta af því (landinu), ef bannlögunum er eitthvað breytt (segir hann), því samkvæmt fund- arsamþykt Good Tempiara, sem - ég las nýlega f blaði þeirra, þá ætti það að „gerspilia áiiti lands og þjóðar í augum alls heimsins". — „ Við íslendingar*), sem er- lendis búum . . . getum ekki látið vera að brosa . . .“ Slfkum ummælum er óþarft að svara. Þau dæma sig sjáif, eins og hvað annað, sem andbanning- ar leggja til bannmálsins. En á það má benda: að mætir mennn „láta vera að brosa“, er þeir þykjast sjá þjóð sfna f ógöngum; að það eru óþarfir menn — ekki sfður þeir „sem erlendis búa* —, er beita hæfileikum sínum og áhrifum til að hnekkja siðferðis legum áhugamálum þjóðar sinnar, og aá sum mestu velferðarmál mannkynsins haýa átt upptök sfn hjá afskektum og umkomulitlum smáþjóðum. Bannmadur. *) Hér auðkent. Gamalmennaskemttin. Þegar unga fólkið fer að skemta sér, situr gamla fólkið heima, og margt gamalt fóik hér í bæ hefir fátt að segja af skemtunum undir berum himni. Þess vegna hefir stjórn Sam- verjans ákveðið að stofna til gleð- skapar á túninu umhverfis Ás og Hof hér í vesturbænum þriðjudag inn 2. ágúst, og býður þangað hér með öllu fólki bæjarins, sem komið er yfir sextugt. Það er ætlast til að fólkið sé komið á túnið kl. iVa eftir há- degi, og skemti sér við söng, ræður kaffidrykkju og ef til vill fleira 4—5 stundir. Velkomið að þeir sem treysta sér fari f stór- fiskaleik. Fátækt fólk er vitanlega sér staklega velkomið, það er æfin lega á efsta bekk bjá Samverjan um. Og til þess að enginn úr þeim hóp gleymist, verða ekki send nein boðsbréf önnur en þessi blaða- grein. En lesendur blaðsins eru beðnir að sjá um hver í sfnu húsi að gamla fólkið fái að vita um þetta og noti tækifærið. Aldurstakmarkið er 60 ár, en þegar fátæklingar eiga í hlut, verð- ur ekki rekist í þvf þótt einhver sé nokkrum mánuðum yngri. Fatlað fólk á þessum aldri — segjum 60 til 100 ára, — sem langar til að koma, en treystir sér ekki til að ganga, ætti að láta einhvern úr stjóra Samverjans vita um sig á sunnudag eða mánudag, verður þá reynt að flytja það fram og aftur. Fylgdarmönnum blindra er vel- komið kaffi, þótt yngri séu en sex- tugir. Vei má vera, að sumt fóik á þessum aldri, sem ekki er fátækt, kunni ekki við að þiggja ókeypis veitingar bjá Samverjanum, en hefði þó annars viljað koma. Segið því, að það sé velkomið, Samverj- inn mun meira að segja taka þvi tveim höndum, gefa því með ann ari hendinni kaffi og skemtun, en þiggi aftur gjafir þess til starfsins með hinni. Það er ekki búsist við þvf, að þessi gamaimcnnaskemtun eyði fé frá matgjöfum næsta vetur, — húsnæðisieysið í vetur er á hinn bóginn stórvarhugavert. — Sam verjinn á svo marga velunnara, að það er varla hætt við öðru, en að þeir sjái um að þetta beri sig. Vér búumst t. d. við, að bakarar gefl eitthvað með kaffinu, og biðjum þá að iáta oss vita um það dag- inn áður. Svo mælumst vér tiE: að nokkrar heimasætur eða frúr hjálpi til að bera veitingar tií gestanna, og segi til sfn degi fyr og komi a. m. k. háifri stundu á undan gestunum. En alt er þetta „ef yeður leyf- ir“. Verði rok eða rigning á þriðjudaginn verður öllu frestað tit næsta sólshinsdags. Hin dagblöðin eru vinsamlega beðin að birta þessa grein. F. h. Samverjans Sigurbjörn Á. Gíslason^ (Ási. Sími 236) €rienð síuskeyti. Khöfn, 29 júlf. Uppskernbrestur í RússlandL. Uppskeran f Rússlandi hefir mjög brugðist. Meira en 35 miij. manna liða þegar hungursneyð. Soltnir hópar manna fara um með ránum og gripdeildum í þorpun- um. Lenin hefir sagt, að þetta sé það erfiðasta, sem enn hefir hent stjórnina. Ef tii vill verður að viðurkenna gamlar ríkisskuldir Rússlands, svo hægt sé að fá ‘ matvæli frá útlönduro. Búnt er við, að hætt verði við einkaleyft rfkisins á utanrfkiiveizlun. Ame- rfka lætur fæða og sjá um niiljótt rússnesk börn, ef amerískum föng- um verður siept. Stóra Norræna sfmafélagið hefir fengið einkaréttindi á ritsfma frá Rússlandi unr Síberíu til Japan (í nýjustu erlendum blöðum er getið um hungurneyð þá i Rúss~ landi, sem hér er sfmað um. — Stafar hún af þvf, að f sunnan- verðu Mið Rússlandi hafa gengið geysilegir hitar og þurkar um sfðustu mánaðamót og fram f þennan mánuð. Hafa tré öli, grasið og kornið skrælnað, og rprungur komið í jarðveginn, en aliar vatns- lyndir hafa þorna’ð. Þessi ósköp hafa það í för með sér, að ölium skepnum verður að slátra, og þeg- ar þær eru uppétnar, flýr fólkið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.