Alþýðublaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 2
Hámarkshraði hækkaður porgarráð Reykjavíkur sam. þjkkti á fundi sínum í dag til- l%u umferðarnefndar iim hækk- iiií hámarkshraða á 15 götum í Réykjavík úr 35 km/klst. í 45 kih/klst. pessar götur eru: Ánanaust, B|rgartún, Grensásvegur Háaleit isbraut, Hofsvallagata, Kleppsveg ui| Kringlumýrarbraut, Langa- hlíð, Laugarásvegur, Laugavegur austan Nóatúns, Reykjavegur, Sriorrabraut, Sóleyjargata, Suður gáta sunnan Hringbrautar og Sæ- ti%». \ Samkvæmt 46. gr lögreglusam þykktar Reykjavíkur má á svæð- inu vestan Elliðaánna eigi aka hraðar en 35 km/klst., enda séu umferðarskilyrði góð. Austan Ell iðaánna má með sama skilorði aka allt að 45 km/klst. Borgar stjórn er þó heimilt að ákveða annan hámarkshraða á einstökum vegum. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur áður samþykkt að leyfa 45 km. hraða á eftirtöldum 6 götum. Miklubraut frá Suðurlandsbraut Framhald á 13. síðxt. IÁRSÞING UNGTEMPLARA HALDIÐ Á SIGLUFIRÐI ÁRSÞING ísl. ungtemplara verð- iir haldið á Siglufirði 30. júní til 2. julí n. k. Jafnframt verður 9. landsmót ísi. ungtemplara háð þár dagana 1. og 2. júlí. Dagskrá mótsins verður með fjölbreyttu sniði. Mótið verður eett e. h. á laugardaginn (1. júlí) <>g hefjast þá íþróttir. Þátttakend- Oir eru úr ungtemplarafélögum víðsvegar að af landinu. Um kvöld ið verður skemmtikvöld og dans etiginn fram eftir nóttu. Á sunnudaginn heldur mótið á- fram. Árla morguns verður gengið á Hólshyrnu, síðan verður fylkt fliði og haldið til kirkju, þar sem íilýtt verður á messu hjá séra Ragnari Fjalar Lárussyni. Síðari hluta dagsins lýkur íþróttamótinu. Um kvöldið verður kvöldvaka og varðeldur og er mótinu slitið um kvöldið. Þátttakendur munu búa í tjald borg á meðan á mótinu stendur. Ungtemplarafélagið Hvönn á Siglufirði hefur veg og vanda af undirbúningi mótsins. Þetta er í fyrsta sinn, sem landsmót ísl. ungtemplara er Ihaldið utan Reykjavíkur. Þeir ungtemplarar, sem enn ekki Ihafa tilkynnt þátttöku, eru beðnir að hafa samband við við- komandi ungtemplarafélög sem fyrst. Vel heppnuð skemmtiferð ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG Reykja víkur efndi til skemmtiferðar í Þjórsárdal s. 1. sunnudag. Tóku 100 manns þátt í ferðinni og tókst hún mjög vel í alla staði. "Vieður var nokkuð gott og ánægja rjkti meðal þátttakenda í förinni. Ekið var í fyrstu austur á Þing völl og staðnæmzt á Lögbergi, en 5>ar flutti dr. Gunnlaugur Þórðar- son stutt spjall um sögu staðarins. Þá var ekið um Lyngdalsheiði að Laugarvatni og snæddur þar bá- degisverður. Flutti Eggert G. Þor- steinsson ráðherra stutta ræðu u'ndir borðum. Því næst var ekið inn í Þjórsiárdal. Var farið að Stöng og gamli bærinn Iþar skoð- aður. Síðan var ekið að Gjá og síðdegiskaffið drukkið þar. Að lokum var (höfð stutt viðdvöl við Hjálparfoss, en síðan ekið heim- leiðis. Fararstjórar voru þeir Sigurð- ur M. Helgason og Emanúel Mor- thens, en leiðsögumaður var dr. Gunnlaugur Þórðarson. Var fólk- ið mjög ánægt með ferðina og eru þessar sumarferðir nú orðnar fastur liður í starfi Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur. Á efstu myndinni sjást fararstjórarnir tveir og formaður og ritari Alþýðuflokksfélagsins framan við Hótel Valhöll. Frá vinstri: Björg. vln Guðmundsson, Sigurður Helgason, Emanúel Morthens og Arn- hjörn Kristinsson. 'Miðmyndin er af hópnum við snæðing í Gjá í Þjórsárdal. Neðsta myndin er af yngstu þátttakendunum í ferðinni, börnum Arnbjarnar Kristinssonar, og með þeim er Eggert G. Þorsteinsson fé- lagsmálaráðherra. 2 28. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.