Alþýðublaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 3
A SVÆDINU Blaðið hafði í gær tal af for- manni landsprófsnefndar, Andra ísakssyni og spurðist fyrir um úr- slit landsprófa í Reykjavík os' nágrenni# Andri veitti þau svör að búið væri að fara yfir úrlausnir úr skólum í Reykjavík og nágrenni og lægju niðurstöður fyrir að mestu. í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogj innrituðust til prófs ins alls 574 nemendur. Af þeim fengu framhaldseinkunn 375, eða 66%. Hæsta einkunn var rúmlega 9,40. 16 nemendur hlutu ágætis- einkunn, (9,00 og þar yfir), 137 nemendur 1. einkunn (7,25-8,99), 222 2. einkunn (6,00-7,24), en 6,00 er framhaldseinkunn. Á þessu svæði reyndist meðal- tal allra einkunna vera 6,42, en meðaleinkunn hverrar námsgrein ar var sem hér segir: Héðinn aflahæstur 1. Islenzka lesin .......... 6,38 2. íslenzka, stíll ."......... 6,90 3. Danska ................ 6,21 4. Enska ___............ 6,91 5. Saga .................. 6,72 6. Landafræði .....•....... 6,10 7. Náttúrufræði .......... 6,25 8. Eðlisfræði .............. 6,02 9. Stærðfræði ............ 6,26 Endurmatj prófa utan Reykja- víkur og nágrennis er nú lokið, sagði Andri, og munu skólar þar væntanlega fá bréf um niður- Gott veður var á síldarmiðunum s. 1. sólarhring og veiði með skárra móti. Veiðisvæðið var á milli 6. og 7. gráðu vestur lengd ar og á 70. gráðu norðurbreidd- ar. — Eftirtalin tuttugu skip til- fcynntu um afla, samtalsi 4800 lestir: Lestir Jörundur II. RE...... 270 Ögri RE.......... 230 Jón Finnsson GK .. .. 150 Jörundur III. RE .. .. 300 Höfrungur III. AK .. .. 340 Héðinn ÞH........ 320 Hannes Hafstein EA .. 270 Vörður ÞH . ....... 230 Hafrún ÍS........ 220 Auðunn GK........ 150 Ólafur Sigurðsson AK .. 250 Kristján Valgeir NS .. 215 Faxi GK.......... 170 Sveinn Sveinbjörnss. NK 280 Framnes ÍS........ 180 Sóley ÍS.......... 270 Elliði GK .,...... 160 Harpa RE.......... 320 Hólmanes SU...... 185 Guðrún Guðleifsd. ÍS .. 290 Aflahæsta skipið um síðustu helgi var Héðinn frá Húsavík með 999 lestir. Önnur skip, sem aflað höfðu yfir 900 lestir voru Ásgeir, Reykjavík, 971 lest, Gísli Árni, Reykjavík, 957 lestir og Arnar, Reykjavik, 910 lestir. Skýrsla um afla um síðustu helgi er birt í heild á bls. 10. stöður nefndarinnar næstu viku. þar um Harður árekstur á Akureyri KL. 23.35 í fyrrakvöld varð harð- ur árekstur á ytri gatnamótum Hafnarstrætis og Aðalstrætis. — Bronco-jeppa var ekið norður Hafnarstræti, en bifreið af Volvo Amazon gerð ofan Aðalstræti. Hún rakst á jeppahn aftanverð- an, hægra megin og kastaðist hann við það á húsið nr. 91 við Hafnarstræti (gamla Sanahúsið) og gereyðilagðist. Tveir farþegar sem í honum voru, slösuðust, ann ar á höfði, hinn á hrygg. Þeir voru fluttir í sjúkrahús og lágu þar enn í gærkvöldi. Volvobíll- inn er mjög skemmdur, en fólkið í honum slapp óskaddað. Tvíburadósir ÞESSA dagana kemur á markað- það, að stúlkurnar okkar 'séu Bretar ræða við Ródesíustjórn SALISBURY 27. júní (NTB-RT). Sérlcgur sendifulltrúi Wilsons, f orsætisráðherra Breta, Sir Al- port, sem sendur var til Rhodesíu á dögunum til þcss að kanna möguieika á lausn Rhodesíuvanda málsins, ræddi við Ian Sniith, for sætisráðherra, í Salisbury í dag. Eftir viðræður þeírra fór Alport lávarður á burt í bíl sínum, án þess að svara spurningum blaða- manna, sem biðu í hópum fyrir utan aðalskrifstofu Smiths. Alport lávarður, sem nefndur hefur verið „hitamælir" Wilsons var, — eins og fyrr segir, send- Bridgespilarar Á fimmtudögum er spilað í læknahúsinu við Egilsgötu. — i Öllum heimil þátttaka. Bridge-samband íslands. ur til Salisbury til þess að kanna samningamöguleika við uppreisn arstjórn Ians Smiths, sem ríkt hefur í Rhodesíu síðan í nóvem ber 1965, þegar landið var lýst sjálfstætt í trássi við brezku stjórnina, sem enn er af ýmsum talin eina löglega stjórn lands- ins. Fundur þeirra Alports lávarðar og Smiths er fyrstj fundur brezks stjórnarfulltrúa og Smiths sí'ðan viðræður þeirra Wilsons og Smiths fór út um þúfur fyrir sjö mánuðum, en þá hittust þeir á brezku skipi, sem lá úti af Gí- braltar. í stuttri yfirlýsingu, sem stjórn Smiths gaf út eftir viðræðurnar í dag, sagði aðeins, að Alport lá varður hefði komið í kurteisis- heimsókn til Smiths og sagt hon um af ferðaáætlun sinni. Alport lávarður kom til Salisbury fyrir fimm dögum. Hann hefur sagzt vera til viðtals við þá, sem óska eftir samtali við hann þar. HUSSEIN Jórdaníukonungur mun hitta Jöhnson, Bandaríkjaforseta, á miðvikudaginn í Hvíta húsinu, að því er blaðafulltrúi forsetans upplýsti í dag. Hussein er vestra íil að tala máli lands síns á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. í ræðu, sem hann hélt á mánu- daginn krafðist hann þess skilyrð islaust, að ísraelsmenn hyrfu á brott af herteknum landssvæðum þegar í stað. inn frá Matvælaiðjunni h.f. á Bíldudal nýjung í niðursuðu, sem án efa verður vinsæl meðal ferða fólks og þeirra, sem í flýti þurfa. að grípa til matargerðar. Er hér um að ræða tvær sam- j settar dósir, sem í eru handsteikt-, I ar kjötbollur í kjötsoði í annarri, i | en mismunandi sósur í hinni, sem : j er heldur minni. Nú til að byrja með koma í búð irnar hrisgrjón í karrýsósu og kartöflur í brúnsósu, en fleiri sósutegundum verður væntanlega bætt við síðar. Þessi samsetning á tveimur dósum er gerð eftir amerískri fyrirmynd og miðast við að gefa fólki kost lá fullkom- inni máltíð í þægilega samsett- um umbúðum. í dósunum er á- gæt máltíð fyrir 2—4 og hugsað er að fólk geti notað kjötsoðið af íbollunum til að þynna sósuna eft- ir smekk. Sérstaklega er þessi matur hentugur í ferðalög. Mörgum hefur þótt kynlegt, að við skulum kalla bollurnar okkar handsteiktar og sumir telja það jafnvel málvillu. Við álítum þetta mjög heppilegt orð, ekki fyrir svona handheitar, heldur til að aðgreina steikingaraðferðins frá t. d. steikingu í vél eða með ljós- um. Er þetta hliðstætt við t. d. handprjónað og vélprjónað o. s. frv. Það er von okkar að með þess- ari nýjung höfum við stigið eitt skref fram á við í tilbúnum mat- artilbúningi en ýmsar fleiri nýj- ungar eru í bígerð viðskiptavin- um okkar til hagræðis og Iþæg- inda. Bíldudals niðursuðuvörum er dreift í Reykjavík af Narsk-is- lenzka verzlunarfélaginu to. f. og Birgðastöð S. í. S., en á Akur- eyri af Heildverzlun Valdimars Baldvinssonar. Havana 27. 6. (NTB-Reuter) EKKERT hefur verið upplýst um hvað Kosygin og Castró hafa rætt á fundum sínum á Kúbu. Ekki er talið, að Kosygin muni geta haft iiein áhrif í þá átt að milda stefnu Castrós gagnvart grönnum sínum í Suður-Ameriku. Búizt er við, að Kosygin dveljist á Kúbu í nokkra daga, en ekki hefur verið tilkynnt hve lengi. Katólskari en páfinn EINS og fram hefur komið í frétt um, eru staddir hér á landi þrír fulltrúar æskulýðssamtaka þjóð- frelsishreyfingarinnar í Suður- Víetnam í þeim tilgangi að túlka máistað hreyfingarinnar. Komu þeir hingað á vegum Alþjóðasam- bands lýðræðissinnaðrar æsku, en íslenzka Víetnam-nefndin kostar dvöl þeirra hér. Morgunblaðið, sá sér þó ekki fært að senda blaðamann á fundinn, og hefði þó nrátt ætla, að úr þeirri átt yrði einhverjum óþægi- legum spurningum beint að tals- mönnum Vietcong-hreyfingarinn- ar. Eða finnst Mogganum örugg- ara að þýða bara fréttaskeyti amerískra fréttastofa um gang mála þar eystra? ! Hins vegar er vert að geta þess, í gærkvöldi efndu þeir til al: j að amerískur blaðamaður, sem menns fundar í Austurbæjarbíói l kom 'hingað til lands í fyrradag og svöruðu spurningum frétta- j á leið til Bandaríkjanna friá Ví- manna blaða og útvarps. Eitt dag i etnam, sótti fundinn. Strax og blaðanna, stærsta blað landsins,' hann frétti af honum, sendi hann yfirboðurum sínum skeyti og bað um leyfi til að fá að sitja fund- inn og var það auðsótt mál. — Blaðamaður þessi er stuðnings- maður Bandaríkjastjórnar í af- stöðunni til Vietnamstyrjaldarinn ar, en telur egnu að síður sjálf- sagt að nota tækifærið til að kynn ast viðhorfum Vietcongmanna og leggja fyrir þá spurningar. En Morgunblaðið stingur þara höfðinu í sandinn og sannar. 'hér enn einu sinni, að það er 'kaþólsk- ara en páfinn, þegar utanríkis- málin ber á góma. 28. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.