Alþýðublaðið - 28.06.1967, Side 4

Alþýðublaðið - 28.06.1967, Side 4
Rltstjórl: Benedikfc &öndak Símar 14300—14903» — Auglýsingasfmi: 14906.— Aðseturr AljfcWuhúsið'viff' HverfiSgötUv Rvik. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sfmir4905. - Áskriítargjald kr. 105.00» — t lausa* sölil kr. 7.00' eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn. Stjórnarsamstarfið TÍMINN birti í gær stutta ritstjórnargrein, sem ber fyrirsögnina „Ráðherrarnir semja“. Þessi grein er athyglisverð að því leyti, að í henni er hvert orð ósatt, og gegnir furðu að slík ritsmíð skuli vera birt. Efni greinarinnar er það, 'að ráðherrar hafi undan- farna daga samið um áframhaldandi stjórnarsam- starf og miðstjórnarfundir verið kallaðir saman í stjórnarflokkunum til að segja já og amen. Sannleikurinn er sá, að samningar milli Alþýðu- floklcsins og Sjálfstæðisflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstai*f eru ekki hafnir. Miðstjórn Alþýðu- flokksins, sem kom saman til fundar á mánudag, fjallaði um þann málefnagrundvöll, sem flokkurinn mun byggja á í væntanlegum viðræðum, og kaus menn til þess að taka þátt í þeim viðræðum fyrir flokksins hönd. Lengra er þetta mál ekki komið. Sjónvarpið ÍSLENZKA SJÓNVARPIÐ fer nú í sumarleyfi og fellur starfsemi þess niður á meðan. Nokkrum dög- um verður bætt við til þess að vinna að uppsetningu nýrra tækja, sem er ólokið. Hingað til hefur að veru- legu leyti verið notazt við lánstæki til bráðabirgða, en nú verða tekin í notkun ný tæki, sem Ríkisút- varpið hefur keypt og verða til frambúðar. Það virðist vera einróma álit landsmanna, að sjón- 'Varpið hafi tekizt vel. Hefur þjóðinni þarmeð bætzt nýr miðill, sem mun hafa mikla félagslega þýðingu I framtíðinni. Efast nú enginn um, að rétt hafi verið að koma þessari starfsemi á fót, enda þótt tekið hafi heilan áratug að yfirvinna andstöðu, tregðu og ýmsa aðrar erfiðleika, sem voru í vegi sjónvarpsins. Ætlunin er að hefja sjónvarp sex daga vikunnar með haustinu, en til þess mun þurfa einhverja aukn- ingu á starfsliði. Hefur alla tíð verið að því stefnt að sjónvarpa a.m.k. sex daga og er sjálfsagt að gera það eins fljótt og’ unnt er. Verður þá unnt að auka fjölbreytni þess efnis, sem sjónvarpað verður. Verða ■meðal annars gerðar fyrstu tilraunir með tungumála- kennslu síðar í haust, en kennslusviðið má enn heita ónumið land í sjówvarpi okkar. Verður þó ekki ef- azt um, r.ð þar eru miklir möguleikar. Jafnframt tæknilegum framförum á síðustu árum hefur orðið stórfelld breyting á starfsemi Ríkisút- varpsins, og felst hún í því, að dagskrá hljóðvarps og síónvarns er mun frjálsari og opnari fyrir stefn- um og straumum samtíðarinnar en áður var. Þótt •einhver víxlsnor verði án efa stigin á þeirri braut, er hér um að ræða mjög þýðingarmikla þróun, sem sjálfsagt er að haldi áfram í framtíðinni. 4 28. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fasteignir Fastelgnasalan Hátúnl 4 Á, Nóatúnshöst* Síml 21870. ÍJrval fastelgrna v!8 allm tuefl. HUmar Valdimarsson. fastelgnaviðsklptt Jðn BJamason hœstaréttarlögmaðnr. AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðinu Höfum jafnan til sölu fislciskip af flestum stærðum. Upplýsingar í síma 18105 og ó skrifstofunni, Hafnarstræti 19. FASTEIGNAVIÐSKIPTI : BJÖRGVIN JÖNSSON Hverfisgötu 18. Simar 14150 og 14160 Kvöldsíml 40960. íbúðir í úrvali Fasteignaviðsklpti Gísli G. Ísleiísson hæstaréttarlögmaður. Jón L. Bjarnason Til sölu Höfum ávallt til sölu úr- val íbúða af flestum stáerðum og gerðum, ýmist fullbúnum eða í smíðum. AUST'JRSTRÆTI 17 4. HÆP ■ SiMi: ÚJ6fe FASTEIGNAVAL Húi 03 Ibúölr við ollia hœll V lll II tl "í ” 1 V 11,1111 r 1111111 Q >J| 7**1 rb olllll 11 rVvVvVvXV Sbólavöröustíg 3A. — DL hse8, Símar 22911 og 19255. HÖFUM ávallt til sölu úrval af 2ja-6 herb, íbúðum, einbýllsháa- um og raðhúsum, fullgerðum og í smíðum í Reykjavík, Kópa- vogi, Seltjarnamesi, Garðahreppi og víðar. Vinsamlegast hafið sam band við skrifstofu vora, ef þér ætliff að kaupa eða selja fastelgn ir JÓN ARASON hdl. Sölumaffur fasteigna: Torfi Ásgeirsson Kvöldsími 20037. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Blöndunartæki. Burstatell byggingavöruverzlun Réttarholtsvegi S. Síml 3 88 40 FASTEIGNA SKRIFSTOFAN SKÍÐASKÓLINN í KERLINGAR- FJÖLLUM. Skíðaskólinn í Kerlingarfjöllum hefur sannað tilverurétt sinn fullkomlega. Hann var stofnaður sumarið 1961 og mun Valdimar Örn- ólfsson íþróttakennari hafa þar átt drýgstan hlut að máli, en Ferðafélag íslands lagði til húsnæðið fyrir starfsemina, sæluhúsið undir Árskarðsfjalli. Aðsókn var þegar mikil að skól- anum. í fyrstu voru námskeiðin aðeins tvö, síðan hefur skólinn verið starfræktur á hverju sumri við vaxandi vinsældir og þátttöku og að þessu sinni, í sjöunda skiptið, eru fyrirhuguð tíu nám- skeið. Sýnir þetta glöggt, hvað þessari íþróttanýj- ung hefur verið vel tekið. Forráðamenn skíðaskólans hafa nú komið upp tveimur skálum fyrir sl'arfsemina og ýmislegt fleira hefur verið gert til að bæta aðstöðu skíðafólksins og fleira mun á döfinni. LOFSVERT FRAMTAK. Kerlingarfjöll hafa upp á margt að bjóða. Skíðaland er þar framúrskarandi gott, nægur snjór fram á haust, og veðurfar yfirleitt hagstætt eins og víðar inni á hálendinu. En auk þess er náttúrufegurð þar mikil og fjölbreytt. Ó- víða getur jafn glæsilega fjallaþyrpingu eins og Kerlingarfjöll, enda iðka nemendur skólans jafn- framt fjallgöngur og náttúruskoðun í ríkum mæli, og sér skólinn þeim, sem þess óska, fyrir fylgd og leiðsögu um fjöllin. Framtak Valdimars Örnólfssonar og annarra, sem hér hafa átt hlut að máli, er lofsvert og eitt af því ánægjulegasta, sem gerzt hefur í íþróttamálum okkar síðustu árin, að öðru ólöstuðu. Er ekki að efa, að þessi starfsemi á mikla framtíð fyrir höndum, ef vel verður á málum hald- ið. Traustur grundvöllur hefur þegar verið lagður og byrjunarörðugleikarnir úr sögunni. Árlega nýt- ur nú fjöldi fólks hollrar útivistar í skíðaskólanum í Kerlingarf jöllum um leið og það iðkar hina prýði- legu skíðaíþrótt undir leiðsögn færustu manna i þeirri grein og eykur kunnáttu sina. — Stemn. Askriftasími Alþýðublaðsins er 14900

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.