Alþýðublaðið - 28.06.1967, Side 5

Alþýðublaðið - 28.06.1967, Side 5
ÖTILÍFIÐ í REYKJAVÍK sem vonir og loforð stóðu til. VirOisb þó, að Reykvíkingar gætu stundað slíka dægra- styttingu annars staðar, en haft Heiðmörk sem skemmti- garð eð'a útilífssvæði. Nú verð- ur þar ekki drepið niður fæti á frjálsan hátt gangandi manna, sem vilja kanna land- ið og njóta þess í íslenzku veðri. Viðey. Bót er samt í máli, ef Við- ey kemur í leitirnar innan skamms, en hún hefur verið Reykvikingum týnd lengi, þótt við bæjardyr þeirra sé. Þessi fagri, forvitnilegi og sögu- ftrægi staður virðist loksitns ætla að komast í eigu Reyk- víkinga. Ber mjög að fagna því. . Hiit vekur furðu, að ráðamenn Reykjavíkur láta ckkert uppi um fyrirætlanir sínar í þessu efni. Hvcrjar eru ráðagerðir þeirra um framtíð Viðeyjar? Á hún að verða skemmtigarður Reykvíkinga eða kannski að týnast á ný. Borgaryfirvöldin hljóta að fjalla um þetta mál og rækja þá skyldu sína, að Viðey komi Reykvíkingum að tilætluðu gagni útilífs og skemmtunar. Hitt væri eins og að hrökkva upp af blundi til að sofna aftur. Þakleysi. Nokkurt dæmi um tillits- leysið við Reykvíkinga varð- andi útilíf þeirra er íþrótta- svæðið í Laugardal. Þar hafa risið upp mörg og mikil mann- virki, sem kosta víst ærna fjáírmuni. Þó hefur gleymzt srí franxkvæmd, er nauðsynleg- ust telst öllu þvi fólki, sem leitar í Laugardalinn að fylgj- ast með kappleikjum. Áhorf- endastukan er þaklaus. Fólk er þar háð duttiungum veður- guðanna eins og úti á ber- svæði. Hvað veldur slíkri og þvi- líkri gleymsku? Áhorfenda- stúkan á varla að verða þak- laus í framtíðinni? Hvers vegna er þá þessi framkvæmd látin dragast á langinn?- Var helzt ástæða að spara þakið, sem á að skýla áhorfendum í mi-sjöfnum veðrum? Sundabátur. Sjávarleiðir í nágrenni Reykjavíkur myndu hvarvetna cftirsóttar. Samt mun Reykja-' vík eina höfúðborg veraldar- innar við sjó eða vatn, þar sem ekki gefst kostur þess • að sigla á sundabáti um mí- grennið. Stjórncndur Reykja- víkur vi-rðast halda, að borgin sé staðsett uppi á hásléttu. i yndislegt væri að sigla á fögrum sumardegi meðfram ströndmni milli Reykjavík ur og Hafnarfjarðar, svo og aðrar sjávarslóðir í nágrenni höfuð- borgarinnar. Þjóð, sem ferðast í hópum um lönd og álfur ár, hvert, ætti að hafa ráð á þeirri tilbreytingu, en sennilega kom-' ast jarðarbúar á tunglið áður en Reykvíkingum gefst sunda-; bátur. MAO TSE-TUNG er nú verr settur en nokkru sinni, síðan iiann tók við vöiduni í Kína íár- ið 1849. Menningarbyltingin hef ur farið út um þúfur, alltaf eru erjur á milli hinna ýmsu hópa rauðra varðliða, — herinn er svo sundraður, að hann er ekki fær um að skerast í leikinn svo að um muni fyrir Mao. Og hálf Kína hlýðir ekki skipunum frá Peking lengur. Þetta höfum við eftir Hans Granqist, fréttaritara norska Arbeidar-blaðsins, — en hann skrifaði nýlega grein í blað sitt um hið sundraða Kína. Hann sagði þar m. a.: Ýmislegt í kínverskum blaða- skrifum benti til þess, að Mao Tse-tung hafi ætlazt til þess, að þeim þætti menningarbyltingar- innar, sem leikinn var í vetur, skyldi iokið í maí. Þá skyldu taka við þríhyrningssamtök menningarbyltingarmanna, á- reiðanlegra flokksmeðlima og fulltrúa hersins, sem stofnuð skyldu í öllum hinum 29 héruð um Kína. Þessi harði kjarni í héruðunum skyldi svo verða uppistaðan í hinni nýju stjórn Kína. En maí kom og fór og slík þrihyrningssamtök voru aðeins til í fjórum héruðum og í tveim stærstu borgunum Peking og Shanghai. Auk þess voru þessi þríhyringasamtök völt og bar- dögunum fhélt áfram meðal rauðu varðliðanna. Viku af júní gerði stjórn menningarbyltingarinnar í Pek- ing nýjar tilraunir í þá átt að toinda endi á óeirðirnar innan hreyfingarinnar. Rauðu varðlið- arnir fengu skipun um að hætta öllum uppsteyt og -herinn fékk skipun um að handtaka alla óróaseggi, einnig þá, sem reynd- ust áhangendur Maos. Það varð strax rólegra í hálfri Kína, — þeim helmingi landsins, þar sem skipunum Pekings er hlýtt, en annars staðar hélt óeirðunum áfram og meira að segja var eins og þær færu vaxandi í 'ákveðnum héruðum í norðri og vestri. Og rósemin stóð ekki einu sinni traustum fótum í hlýðnustu héruðunum. í Kanton náiægt Hong Kong, mótmæltu rauðu varðliðarnir því, að stjórnin skerti frelsi þeirra. í þorpi nálægt Kanton kom það fyrir, að tveir hópar rauð- liða, sem stóðu í bardaga hver við annan, snerust einhuga gegn lögreglumönnum sem ætluðu að skakka leikinn. Lögreglumenn- irnir lögðu loks á flótta, þeir^ sem ekki voru dauðir eða hel- særðir. Á meðan þetta ástand ríkir, er það ekki auðvelt fyrir Mao að fylkja þjóðinni til þess að • steypa Liu Shao-chi, forseta, sem er hættulegasti keppinautur Maos í valdabaráttunni. Allir hafa búizt við því, að Mao kall- aði saman flokksþing til þess, að steypa Liu, — en á slíku þingi hefði Mao líklega beðið lægri hlut. í stað þess breikkar sifellt gjá- in, sem myndazt hefur milli hinna ólíku hópa í Kína. Liu Shao-ehi tekur ekki virkan þátt í baráttunni, — hann situr í stofufangelsi, — en hann er sam nefnari allra þeirra, sem standa gegn öfgum rauðu varðliðanna og Maos. Virkir andstæðingar Maós virðast enn klofinn flokkur. En það má vera, að einn þeirra, Wang En-mao, hershöfðingi, — verði sá, sem dregur stríðsfán- ann að toún gegn Mao. Hann er landsstjóri í Sinkiang-héraði, þar sem kjarnorkuvopnabæki- stöð kínverska hersins er. Kína stendur nær klofningi og ef til vill borgarastyrjöld heldur en nokkru sinni síðan 1949. Það þarf ekki að ganga svo langt. Mao hefur ennþá möguleika á að fallast á málamiðlun eða leggja niður völd. En ef hann gerði það, missti hann allt þjið, sem hann ætlaði sér að ná með menningarbyltingunni. Og þótt hann geti framvegis setið á veld isstóli verður það aðeins sem tákn eða skrautfígúra, — ekki sem virkur formaður kínverskra kommúnista. nýtt& VEGA KO £ssd Stjóruendur Reykjavíkur ha.fa hér gleymt sjálfsagðri skyldu við borgarana. Það er ámælisvert og raunar hneyksl- anlegt. Úr því verður að bæta í náinni framtíð. Heiðmörk. Umhverfi Reykjavíkur hentar mætavel til útilífs, en borgur- unum er þar úthýst. Gleggsta dæmi þess er Heiðmörk. Hún áttl að verða skemmtigarður Reykvíkinga og er prýðilega til þess fallin. Sá draumur hefur hins vegar aldrei rætzt. Þvert á móti hefur verið haf- izt handa um svokallaða skóg- rækt í Heiðmörk og því þar með spillt, að hún yrði það, hlýðir lengur REYKVÍKINGAR eiga þess alltof lítinn kost að leita út í náttúruna tómstundir sum- armánaðanna. Fari höfuðstað- arbúar ekki burt úr borginni, verða þeir að ganga stræti og torg eða sitja inni. Útilíf stendur þeim naumast tii boða. 5 28. júní 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.