Alþýðublaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 7
DÁTAR HAFA ÁTT VIÐ. RAMMAN REIP AÐ DRAGA Svona lítur umslagið út á hinni nýju plötu Öðmanna. Óbur Óhmanna á plötu í ÞESSARI viku er yæntan- leg hljómplata með ÓÐMÖNN- UM, en þessi keflvíska hljóm- sveit er mjög vinsæl um þessar mundir. í tilefni af þessu hringdi þáíturinn í forsvars- mann þeirra félaga, Jóhann Jó- hannsson. — Hvað heita lögin á plöt- unni? — Þetta eru fjögur lög, svar- ar Jóhann. Fyrsta lagið er með enskum texta og heitir „Tonigth is the end". — En þetta eru allt lög eftir þig, ekki satt? — Jú, þau skrifast öll á minn reikning og textamir einnig. Næsta lag heitir „íslenzkt sum- arkvóld'". Nú, ef plötunni er snúið við, kemur í Ijós, að fyrsta lagið þeim. megin er váls, „í nótt sem leið", og siðan lagið heitir „Án þín". , — Hvað* kemur tdl að þið eruð með enskan texta við eitt lagið? — Fyrst og fremst fannst mér enski textinn falla betur við eitt lagið en sá íslenzki. Þá er mögulegt, að við skelium plöt- unni einnig á erlendan markað og þá er algert lágmark, að eitt laganna sé með enskum texta. — Eruð þið ánægðir með ykk' ar hlut í sjónvarpinu um dag- inn? — Þa8..var lögð mikil vinna í þennan þátt og stefnt var að því að gera hann frábrugðinn öðr- um slíkum þáttum og þetta tókst vel að mínu viti og á Andrés Indriðason miklar þakk- ir skilið fyrir sinn stóra hlut. Svo ég svari spurningunni beint, þi erum við mjög ánægðir, bæði með okkar framlag, svo og með Framhald lá 15. síðu. NÚ er Dáta platan komin út á ný, en eins og kunnugt er stóð til að hefja sölu á 'henni fyrir hálfum mánuði síðan, en !þá komu í ljós gallar í plötunni og var allt upplagið sent um hæl til Norðmanna, en þar var hún „steypt", og má því með sanni segja, að Dátar hafi átt við ramman reip að draga. Fyrir helgi átti þátturinn stutt samtal við einn meðlim htjómsveitarinnar, Jóa Pétur, og fer það hér á eftir. — Ertu lánægður með plötuna eins og hún er núna? — Ég get nú ekki svarað þess ari spurningu, því ég hef varla heyrt plötuna. Hins vegar er- um við sérstaklega ánægðir með hina upphaflegu hljóðritun. — Hafið þið flutt þessi lög.á dansleikjum? — Já, við höfum gert dálítið að því og þá aðallega „Gvend á eyrinni". Móttökurnar hafa ver- ið skínandi góðar. Hins vegar Framhald 'á 15. síðu. Það er ekki ýkt, þegar sagt er, að Dátar hafi átt við ramman reip að draga í sambandi við þessa nýju hljómplötu. Myndin er af Jóni Pétri. Pónik leika á ný HLJÓTT hefur verið um Pón- ik og Einar undanfarið. Þáttur- inn hafði samband við forsvars- mann þeirra félaga. Magnús Ei- ríksson, og innti hann frétta. — Já, við höfum lítið sem ekkert verið í sviðsljósinu að undanförnu, hóf hann mál sitt. Ástæðan er sú, að söngvari hljómsveitarinnar, Einar Júlíus son, brá sér til Bandaríkjanna fyrir mánuði síðan og er rétt ný kominn heim. En nú förum við að æfa af kappi, enda veitir ekki af eftir þessa löngu pásu. — Nokkur ný lög á döfinni hjá þér? — Jú, það er að vísu hægt að orða það svo, en þetta eru mest megnis ófullgerðar melódíur. Ekkert þeirra er komið svo> Frh. á' )5. sítiu. SVIÐSLJÓS 28. júní 1967 •- ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.