Alþýðublaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 8
 Stjarnan „Alfie" líkist ekki Alfie Spurning. Nafn og fæðingar- staður og aðrar helztu stað- reyndir? Svar. Ég heiti réttu nafni Maurice Joseph Micklewhite. Ég fæddist í London 14. marz 1933. Ég er 186 cm. á hæð, 87 kg. á þyhgd, og ég er ljóshærð- ur og bláeygur. Ég var kvæntur Patriciu Haines í þrjú ár, en við skildum að lögum árið 1957. Ég á eina dóttur, Dominique, sem er tíu ára gömul. — Hverjar eru fyrstu endur- minningar þínar, og hverju eru. þær tengdar? — Ég hafði viðbjóð á um- hverfi mínu í Old Kent Road. Ég gat ekki hugsað mér að eiga heima þar til frambúðar — ég hugsaði mér að nota fyrsta tæki- færi til að komast þaðan. — Hvers konar barn varstu? — Alltaf ólgandi af uppreisn- argirni. — Hvernig manstii eftir móð- ur þinni? — Þegar ég var blankur byrj- andi í leiklist og leitaði árang- urslaust að hlutverkum, þá gaf hún mér 300 pundin sem hún hafði verið alla sína ævi að spara saman. Hún fékk mér í hendur aleigu sína umyrðalaust. Jafnvel þótt ég hefði aldrei borgað henni skuldina myndi hún ekki hafa sagt orð. Þannig er móðir mín. — Hvernig manstu eftir föður þínum? — Hann var góður maður. Mesta reiðarslag ævi minnar var að heyra, að pabbi væri með krabbarnein. Hann hafði aldrei veikzt áður svo að ég vissi til. — Áttu nokkur systkin? — Yngri bróður. — Hvernig var fjárhagur fjöl- skyldu þinnar þegar þú varst að alast upp? — Pabbi og mamma voru blá- fátæk. Ég segi þó ekki, að ég hafi soltið. Pabbi vann í fiski, og mamma var þvottakona. Ég fékk nóg að borða og góð föt og góða umönnun, en okkur vantaði alltaf peninga. Ég var orðinn þrettán ára áður en ég vissi hvað rafmagn var. — Ef þú gætir útþurrkáð eitt- hvað sem gerðist í bernsku þinni, hvað myndi það þá vera? — Þegar ég var sendur út úr London á stríðsárunum til fjöl- skyldu sem bjó fyrir utan borg- ina. Fólkið var vont við 'mig, og mér leið afskaplega illa þar. Ég vissi, að mamma myndi koma að sækja mig um leið og hún gæti. Og það gerði hún. — Hvenær ákvaðstu, að þú vildir leggja fyrir þig leiklist? — Fyrir í'.jórtán árum. Ég vann þá í verksmiðju, og dag nokkurn sá' ég auglýsingu í blaði, að lít- inn leikflokk vantaði aðstoðar- leiksviðsstjóra. Hann átti líka að leika smáhlutverk þegar þess þyrfti. Launin voru 50 s. á viku (ísl. kr. 300,00). Ég vissi lítið um leiklist', en ég hataði verksmiðjuna, svo að ég sótti um og fékk stöðuna. — Ertu trúaður? — Ég var alinn upp á strang- kristnu heimili, og ég var í upp- reisnarhug gagnvart trúnni eins og öllu öðru. En samt held ég, að ungu fólki sé hollt að fara í kirkju. Það er falleg kenn- ing, að maður eigi að elska ná- unga sinn. — Læturðu stjórnast af skyndihvöt eða skipuleggurðu allt fyrirfram? — Ég hef aldrei verið draum- lyndur eða rómantískur. Ég er jarðbundinn og veit hvað ég er að gera. — Hver er uppáhaldsmatur- inn þinn? — Pylsur. — Ertu metnaðargjarn? — Eins og skriðdreki. En mig langar ekki að merja neinn und- ir mér. — Hvað viltu helzt gera á kvöldin? — Fara í samkvæmi eða bíó. Stundum hangi ég á litlu veit- ingahúsi í Chelsea. Á laugar- dagskvöldum vil ég vera heima, auðvitað með stúlku hjá mér, og sjóða eða steikja pylsur. — Er það satt, að þú drekk- ir mikið? — Að staðaldri? Nei, nei, það er tóm vitleysa úr slúðurdálk- um blaðanna. Ég hef ekkert gaman af að drekka mig full- Michael Ca spurningum t#n an. Ég hef áhuga á' kvenfólki, og kvenfólk hefur ekki áhuga á fylliröftum. Og ekki þarf ég að drekka vegna þess að ég sé óhamingjusamur, því að ég er ekki óhamingjusamur. Ég er 600% hamingjusamari en ég hef nokkru sinni áður verið. — Hvað ergir þig mest' af öllu? — Þegar fólk heldur, að ég sé alveg eins og Alfie. Það er óþolandi. Ég er ekkert líkur honum. Ef ég væri eins og Al- fie hefði ég ekki getað leikið hann sem drullusokk. — Hefur frægðin eyðilagt einkalíf þitt? — Ég þekkist orðið hvar sem ég fer í London, og stundum fer það í taugarnar á mér. Ef nokk- urn tíma kemur að því, að allir þekki mig alls staðar, veit ég ekki hvað ég tek til bragðs. Bur- ton og Taylor hafa fundið sína lausn á því vandamáli — þau eyða stórfé í að koma. sér svo vel fyrir heima, að þau þurfa aldrei að fara út. — Finnst þér frægðin hafa breytt þér mikið? — Peningarnir hafa breytt lífi mínu töluvert, og því er ég feginn. Ég vil miklu heldur vera góður, ríkur leikari en góð- ur, fátækur leikari. Ég lifði í örbirgð en ég fór að vinna mér inn kynstur af peningum, og mig hryllir við tilhugsuninni að þurfa að upplifa slíkt aftur. — Hvaða konu dáist þú mest að? — Brigitte Bardot. Ég veit, að þetta hljómar uppgerðarlega, en það er satt. Hún er eins og konur eiga að vera, finnst mér. g 28. júní 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.