Alþýðublaðið - 28.06.1967, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 28.06.1967, Qupperneq 9
r/ne svarar GAMANSAMUR LEIÐARVlS- IR UM AUSTURLÖND NÆR n sjálfan sig — Hvernig líkar þér við Hollywood? — Ég elska Hollywood, and- rúmsloftið þar, glysið og glaum- inn, fallegu stúlkurnar. Og pen- ingana mest af öllu. — Hefurðu áhyggjur af nokkru? — Ef það er nokkuð sem raun- verulega skelfir mig er það ein- manaleg elli. — Hvað fer mest í taugarnar á þér? — Ráðleggingar frá fólki, sem þykist vita nákvæmlega hvað ég á að gera í einu og öllu. — Ilvenær hefur þér liðið verst á ævinni? — Eftir að við skildum, kon- an mín og ég. Þá féll ég alveg saman. Ég fór til Parísar og lifði þar eins og flækingur í fjóra mánuði, en konan mín tók litlu dóttur okkar að sér. Mér fannst lífið ekki hafa neinn til- gang lengur. — Hvernig líkar þér að vera eftirsóttur af kvenfólki? — Ég vil heldur velja mér stúlkur en láta þær velja mig. — Hvers vegna heldurðu, að hjónaband þitt hafi ekki getað varað? — Það var peningaleysið sem eyðilagði allt. Yið vorum næst- um alltaf blönk — áttum oft ekki fyrir næstu máltíð og vor- um skuldunum vafin. Þá deyr rómantíkin út. — Ef þú gætir séð inn í fram- tíðina, hvað myndirðu þá helzt vilja sjá fyrir sjálfan þig? — Ég hef ekki áhuga á að vita framtíð mína. Ég vil láta hlutina koma mér á óvart. Framhald á 15. siðu. HÉR fer á eftir vasa-leiðar- vísir um Austurlönd nær handa fólki, seyi ef til vill hefur hugs- ar sér að skoða pýramídana eða Jerúsalem í hitunum í sumar: i Inngangur: 1. Austurlönd nær eru lands- svæði fullt af óróleika og ruglingi og úmlukið sandi. Það er frægt fyrir Súez- skurðinn, sem var byggður af Tyrone Power og fram- leiddur af Darryl F. Zanuck og tekinn af Gamal Abdel Nasser 1956. 2. Hvað ætti ’að kalla þetta landssvæði? — í Ameríku er ailtaf talað um það sem „hin órólegu Austurlönd nær.” Það er af því, að ut- anríkisráðuneytið er alltaf áð lenda í vandræðum út af því, að þeir austur þar vilja alltaf vera að demba sér út í styrjaldir á1 sama tíma sem. Bandaríkjamenn vilja fá að heyja sínar eigin ' styrjaldir truflunarlaust'. Af þessum sökum er talað um fólk austur þar sem æst, herskátt' og alltaf uppi með þvergirðingshátt. 3. Hver er Hecuba? Hecuba var eiginkona Príams konungs í Tróju; hvað svo sem menn halda, þá er hún ekki ágrein- ingsefni milli Egypta og Það, sem hefur reitt þá til reiði, er ekki Hecuba, held- ur Aqaba, og einkum og sér í lagi Aqabaflói. 4. (Spurning til. Bandaríkja- manna): Hvað kemur þér Aqaba við, eða þú Aqaba? venjulegum ísraelsmanni eða Egypta, sem sagt ekki baun, nema hvað þetta er enn einn staður, sem maður mundi ekki heimsækja, þótt maður gæti það, og þar sem skarfar með stórar sprengj- ur eru tilbúnir að sprengja mann í loft upp. 5. Af hverju eru Egyptar ísra- elsmönnum reiðir? Egypt- • um hefur aldrei geðjazt að ísraelsmönnum síðan Jósef, yngsti sonur Jakobs ísrael- íta, lýsti því yfir, að Eg- yptaland ætti í vændum sjö ára hungursneyð og bjarg- aði Egyptum með því að ráðleggja Faraó að safna glás af matvælum. Egyptar eru alveg eins mannlegir og t. d. Frakkar. Ef til er nokkuð, sem þeim geðjast ekki að, þá er það þjóð, sem hefur bjargað þeim frá dauða. 6. Af hverju eru ísraelsmenn reiðir Egyptum? Af því að Egyptar eru Arabar. ísraels- menn hafa haft litla samúð með Aröbum allt frá’ því, að Charlton Heston leiddi þá út úr Egyptalandi og sneri síðan til vinstri í stað hægri, þegar hann kom yfir Rauðahafið. Hefði Heston snúið til liægri, hefðu ísra- elsmenn átt olíuna og Ar- abarnir setið eftir með sandinn. 7. Vill Nasser raunverulega stríð? — í Washington gera þeir ráð fyrir, að Arabar hegði sér eins og Ameríku- menn. Fyrir nokkru lét Nasser götuskrílinn sinn hrópa: „Við viljum stríð.” Þes’s vegna er talið, að Nasser vilji frið. 8. Hvernig .kemur Sýrland inn í þessa mynd? — Ástandið í Sýrlandi er alltaf ákaflega ruglingslegt. Raunar eru gullfalleg handofin sýrl. ástönd einhverjir dáðustu pólitískir lilutir allra. Sumir diplómatar halda því fram, að Sýrland passi inn í mynd- ina, en aðrir segja hins vegar, að það passi hreint' ekki inn í myndina,- 9. Hvað um Jórdan? Það heitir Hashemite-konungsdæmið og er fullt af sandi. 10. Af hverju sat Arabíu-Law- rence í Kairó og drap á' eld- spýtum með fingurgómun- um. Hann sat' í Kairó og drap á eldspýtum með fing- urgómunum, af því að hann var þess háttar maður, sem taldi, að hægt væri að fá Ar- aba til að vinna saman leng- ur en tvær vikur í einu. 11. Af hverju eru bæði ísra- elsmenn og Egyptar reiðu- búnir til að hætta á stríð út af Aqabaflóa? í flóanum er þó nokkuð af fiskum, auk einstaka úlfalda, sem flækzt hefur þangað til að fá sér saltvatnsbað. Allt þetta telja Egyptar sig eiga. ísraels- menn mótmæla þeirri kröfu. Þannig er þjóðarheiðl.■*• kominn í spilið. 12. Hvar stendur Líbanon? Við austui’enda Miðjarðarhafs og hefur, í Beirut, einhverja beztu magadansara í heimi. 13. Nefnið einhverja fræga ísra- elsmenn, sem bregða má fyr- ir sig nöfnum á, til að hylja algjöra fáfræði um hin ó- rólegu Austurlönd nær — Ná'kvæmlega jafnmikið og Móses, Salómon, Davíð, Job, Davíð Ben-Gurion, Abba Eban, Levi Eshkol og Sal Mineo. 14. Hver er Sal Mineo? Hetju- skapur hans í Cinemascope gei-ði það kleift að stofna Ísraelsríki. 15. Nefnið einhverja álíka merka Egypta, Rameses, Tutankh- amen. Ikhnaton, Farouk og Elízabet' Taylor. 16. Vekja sútunarlauf múmíur raunverulega til lífsins? At- hygli yðar er þegar tekin að Framhald á 15. síðu. Ferðatöskur Handtöskur og snyrtitöskur alls konai*. Nýkomið mjög fjölbreytt lírval. VESTURGÖTU 1. Skrifstofur vorar í Reykjavík og Reykjalundi verða lokaðar vegna sumarleyfa frá 10. júlí til 2. ágúst. Vinnuheimilið að Reykjalundi. Gagnfræðaskóli Garðahrepps óskar eftir að ráða kennara í íslenzku og er- lendum tungumálum. Oskir umsækjanda um sérstaka fyrirgreiðslu þurfa að berast skólan- um fyrir 1. júlí næstkomandi. Nánari upp- lýsingar gefur skólastjórinn, Gunnlaugur Sig- urðsson, sími 51984 eða formaður skólanefnd- ar séra Bragi Friðriksson, sími 50839. SKÓLANEFND. 28. ' júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.