Alþýðublaðið - 28.06.1967, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 28.06.1967, Qupperneq 13
íslenzkur texti. OSS 117 í Bahia Ný ofsaspennandi OSS 117 mynd í litum og Cinemascope segir frá baráttu við harðsvíraða upp- reisnarmenn í Brasilíu. FKEDERIK STAFFORD. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BqMmiS innan 16 ára. Á 7. degi Víðfræg og snilldarvel gerð am- erísk stórmynd í litum. WILLIAM HOLDEN. SUSANNAH YORK. ÍSLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 9. ÓTTAR YNGVASON, hdl. BLÖNDUHLIÐ 1, SÍMl 21296 VIÐTALST. KL. 4—5 MALFLUTNINGUR LÖCTRÆÐISTÖRP BÆNDUR Nú er rétti timinn til að skrá vélar og tæki sem á að selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíla- og BÆvf^asalan v/Mibiatoi’g, sftni 23136. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillmgar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & SIILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. AU6LÝSIÐ í AEþýðablaSinu hamra og kveð.jur skildum við við hliðið. Mér leið betur þegar ég vakn- aði næsta morgun fyrr en venju- lega. Ég klæddi mig og fór að leita að James. Ég vildi einu sínni koma á undan honum, opna bréfin og sitja og bíða þegar hann kæmi. En James var þegar kominn. Ég var viss um að hann myndi sitja þar, þó ég kæmi klukkan fimm að morgni! — Ég ætlaði að fara að vekja þig, Julie. Geturðu farið niður í þorpið og sótt bréfin? Taktu þetta bréf með þér. Ég get' ekki beðið Lúcíönu. Hann sagði ekki að ástæðan væri sú, að Lúcíana væri að laga aldinsafann handa Trish, en hann lækkaði róminn ögn eins og alltaf þegar hann talaði um konu sína. Ég tók bréfið og sótti hjólið. Veðrið var yndislegt og ég söng á leiðinhi. Pósthúsið var stórt steinhús skreytt með lágmyndum, með langa, mjóa glugga og gylltar dyr. Það líktist' mest lítllli höll. Starfsmennirnir voru í fal- legum einkennisbúningi og minntu mig mest á postulíns- myndir af átjándu aldar her- mönnum, er alls staðar má sjá á fornsölum. Ég rétti fram bréf- ið til manns sem var nægilega virðulegur til að vera hershöfð- ingi. Ég gekk léttfætt út á torgið. Ég virti pósthúsið stundar- korn fyrir mér fjarræn á svip- inn þegar ég heyrði karlmann segja á ensku: — Því í skollanum komstu ekki hingað í gær? FIMMTI KAFLI. Ég kipptist við. Hávaxinn maður stóð við hlið mér og var fýldur á svipinn. Hann hefði verið aðlaðandi, ef yglibrúnin hefði ekki verið. Hann var í Ijósri skyrtu og dökkum buxum. Mig langaði mest' til að skella upp úr og segja að honum skjátlaðist — orðin voru komin fram á varir mér — en svo tók fljótfærnin af mér völdin. Það var langt síðan ég hafði leikið á einhvern. Það var hlátt áfram ómótstæðilegt að leika á þenn- an mann. Ég brosti breitt og minntist gullhamra Carios frá kvöldinu áður. „Ég gat það ekki, sagði ég. Það gekk allt á móti mér. Eg braut heilann um, hvað myndi gerast næst. — Ég beið allan daginn, sagði hann reiðilega. — Það var slæmt. Rödd mín skalf eilítið af niðurbældum hlátri. Ég vissi að ég hagaði mér illa og ég skammaðist mín um stund. Það er rangt að leika á ókunnuga! En svo var ég grip- in þeirri undarlegu tilfinningu, sem fólk fær þegar það kemst inn á símalínu og heyrir samtöl annarra. Mig langaði tU að kynn- ast lífi annarra um stund og vita leyndarmál þeirra. Ég hló með sjálfri mér. — Hve lengi hefurðu verið 28. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ |,3 Suzanne EbeL riTkn ií 1 15 I UTpRA OGÁST hérna á eyjunni? spurði mað- urinn. — Dálítinn tíma. .. Hann virtist ánægður með svarið og sagði svo: — Ég ætla ekki að tala við þig hérna á torginu. Komdu. Hann gekk yfir torgið. Nú átti ég að segja honum það, en ég vildi ekki hætta strax. Fimm mínútur enn! Þá yrði ég aftur óbreyttur einka- ritari. Hann þekkti greinilega ekki stúlkuna, sem hann átti að hitta. Hann áleit að hver ein- asta ensk stúlka sem var á torg- inu klukkan átta um morgun hlyti að vera sú eina rétta. — Flýttu þér, sagði hann um leið og hann leit um öxl. Ég gat naumast haft við honum. Hann var svo stórstígur að ég varð að hlaupa á eftir honum. Átti ég að segja honum núna, að ég hefði verið að leika á hann. Hann var Englendingur. Og þetta var hreinn brandari! Pabbi hefði skellt upp úr! Við vorum komin yfir torgið og gengum inn á Caesario, stærsta hótelið á' ísóla. Þar pantaði félagi minn kaffi og bauð mér sígarettu. Ég settist niður og velti þvi fyrir mér, hvemig auðveldast væri að segja honum, að ég hefði verið. að leika á hann. Hann virtist' ekki vera lambið að leika sér við. Hann var ekki kornungur heldur þrjátíu og fimm ára, tekinn í andliti, þunn ar varir og dálítið skásett augu. Hann virtist' búa yfir niðurbæld- um áhyggjum. Ég brosti. Hann breytti ekki um svip. — Ætlarðu að fylgja mér þangað eða segja mér til vegar? — Ég hef ekki ákveðið það enn. — Enga vitleysu! sagði hann. Það er nægilega erfitt' þó að þú gerir það ekki verra. Ég bjóst við því af bréfinu þínu, að það yrði erfitt að eiga við þig. Ég vil ekki meira vafstur. Ég sagði ekki orð. Það var greinilegt, að sú, sem ég átti að vera, hafði eitthvað, sem hann vildi fá. Annars var ég viss um að hann hefði verið enn and- styggilegri, því hann var ókurt eis þó liann hefði góða stjórn á tilfinningum sinum. Hann minnti mig á eldfjall rétt áður en það gýs. — Sem betur fer þekkti ég þig strax, sagði hann og hellti kaffi í bollann minn. Við drukkum .kaffið þegjandi. Ég var enn niðursokkinn i hlut- verk mitt og ég leit forvitnis- lega á hann. Ég vissi að menn verða reiðir, þegar leikið er á þá! _ Við skulum gera út um þetta hérna, sagði hann og ég fann að honum var illa við mig. Við getum tekið síðdegisferjuna ef þú ætlar að vísa mér þangað í dag. Ég hitti þig við höfnina. Áður en ég hafði jafnað mig heyrði ég rödd mína segja ró- lega: — Þá það. — Ég drekk þetta á herbergi mínu, sagði hann ruddalega. Ég verð feginn að losna við þig. Hann tók upp bollann sinn og fór út. Á eldhúsborðinu voru rósir og hvít, langstilka blóm. Lúcí- ana var að raða blómunum í vasa. — Veiztu, hvað kom fyrir mig í morgun! sagði ég og settist' upp á borðið. Ég var viss um að það myndi létta yfir henni, ef hún fengi að heyra söguna um ó- kunna manninn og ævintýri mitt á torginu. Ég sagði sögu mína glaðlega og litaði hana ögn. Mað- urinn varð hærri, ókurteisari, ó- hugnanlegri. Ég sjálf varð fim- leikakonan á línunni. —■ Og ég á að hitta hann síðar í dag við höfnina. Hvað segirðu nú. Lúciana hafði hlustað þegj- andi, stór augu hennar virtust mjög útstæð, svipur hennar breyttist en ekki til hins betra. — Svo þú talaðir við ókunn- ugan mann á torginu? — Hann byrjaði. — Þú varst' ein? — Ég sagði þér, að ég hefði gert þetta um leið og ég fór með bréfið. James .... — Til fjandans með bréf Herrans. Taka Englendingar ekk- ert alvarlega? Þú hefur aldrei séð þennan mann fyrr og þú ætlar að hitta hann aftur. Veiztu hvað þú ert að stofna þér í? — Æ, góða þegiðu, sagði ég fre.kjulega. — Byrjaðu ekki að tala um alla smyglarana eða eiturlyfjasalana hérna á ísóla. í gær var Carlo að tala um draug Nerós. Þetta er della. — Engin della. — ítalir taka allt svo alvar- lega. Þú þekkir mig Lúcíana. Ég er fljótfær. Þess vegna kom ég liingað. Það kemur alltaf eitt- hvað fyrir mig. — Stundum eitthvað illt. — Lúcíana! öskraði ég. — Ég veit að ég er ga-ga, ég á' við vit- laus, en þetta var bara brand- ari. Ég þekki enga enska stúlku, sem ekki hefði þótzt vera leynd ardómsfull kona, ef maður hefði komið og talað svona til hennar. Ég gat blátt áfram ekki staðizt freistinguna. Ég fer niður að höfn og biðst afsökunar. — Ég kem líka. Nei, það get ég ekki. Eg þarf að hugsa um matinn. Mareello fer með þér. — Ég er ekki fimm ára! En það var sama, hvað ég sagði. Hún hringdi í Marcello og skipaði honum að hitta mig við höfnina síðdegis. %. Ég gekk niður að höfninni. Klukkan var hálfþrjú, það var heitt og ekkert ský á himni. — Þetta var markaðsdagur og sölu- vagnar frá' Kaprí og Napólí komu með bátinum, en á þeim voru körfur með ávöxtum, grænmeti og blómum, hænum og osti og olívuolíubrúsar. Ég sá hvorki ó- kunnuga manninn né Mareello og ég spurði hásetann við land- Barnavapar Þýaflcte fewmawaKaK. Seljast luðat öl &nn«Ölða. VKRB KH. SuðurgCtu 14. Sind 21020. HEILDYBSKXLUN PÉTUfCS PÉTUUSSGNAR

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.