Alþýðublaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 2
Maður drukknar síldarmiðunum ÆVAR Ilólmg-eirsson, 25 ára skip- verjf á Signrborgu frá Siglufirði fór íit með nótinni á Austfjarða- iniðtim og drukknaði. — Sjópróf fóru fram á Seyðisfirði í fyrra- kvöia. í ijóprófum kom fram, að síld- veiðfskipið Sigurborg frá Siglu- firðr hafði verið að veðum 69 gr. 36 mín. n. ,br. og 6 gr. 38 mín. v. 1. eða um 300 mílur í NA frá Seyfjsfirði kl. 23,50 tþann 25. júní. Vérið var að kasta nótinni og var |iún að renna út, er bugur á han|fæti lendir utan um fót á Ævaí'i Hólmgeirssyni frá Flatey ú Skjálfanda og dregst bann út með; nótinni. Ráðstafanir eru þeg ar gfcrðar til að ná nótinni upp og líða‘ ekki nema l — V/2 mínúta Hænsni far- ast í bruna UM 600 hænsni brunnu inni, er líænsna/bú brann á M/fðsaíndi £• Hvaífirði í fyrrinótt. Kl. 4,30 var slökkviliðið á Akra nesi' kvatt að bænum Miðhúsum í Sandaþorpi í Hvaifirði, þar sem kviknað hafði í hænsnahúsi Finns Eyjólfssonar, lögreglumanns, sem þama starfar. Mikill eldur var þá í búinu, sem er í gömlum úti- húsum með steinsteyptum veggj- um, — Starfslið hvalstöðvarinnar hafði þá reynt að hefta útbreiðslu éldsins í um hálfa klst. Tókst að verja íbúðarhúsið, en hænsnahús- ið féll og drápust allar hænurnar utan ein. Akranesliðið slökkti í rústunum. Veður var stilit og má þakka því, að hægt var að bjarga íbúð- arhúsinu, sem þó skemmdist eitt- hvað af vatni. Húsin voni lágt vátryggð. «! «» t Bridgespilarar |i Á fimmtudögum er spilað í( I * læknahúsinu við Egrilsgötu. — J ]»ÖUum heimil þátttaka. Bridge-samband Islauds. GJAFABRÉF PRÍ CUHDLAUOflRSJÓDl SKALATllHSHEiMILIStHB STTA BRÉF ER KVITTUN, EN t»Ó MIKLU REMUR VIDURKENNING FYRIR STUÐN- ING VID GOTT MÁLEFNI. ntrxjAtlK. p. n. r> fiiifi 1 xin ijiri nífnr i>■ i■gnrf— þar til Ævciri skýtur upp aftur, samstundis stingur skipsfélqgi, hans, Þórður Ársælsson, sér og nær taki á honum, en Ævar er þá meðvitundarlaus og þyngist svo, að Þórður, sem var orðinn mjög þrekaður vegna sjávarkulda, fær ekki haldið honum uppi. Þórð ur er þá að þrotum kominn, en skipsfélagi haris, Sverrir Jónsson, stekkur útbyrðis og syndir með bjarghring til hans og mátti ekki tæpara standa. Eru þeir síðan báðir dregnir um borð. Skipið lón aði 2—3 klst. á þessum slóðum og leitaði Ævars, en sú leit bar ekki árangur. Veður var gott á þessum slóð- um, VNV andvari og sléttur sjór, en sjávarkuldi mikill, 2—3 gr., lofthiti 6 gr. og gott skyggni. Surtseyjarrá stefnunni iokið RÁÐSTEFNU þeirri um rannsókn ir í Surtsey, sem staðið hefur yf- ir undanfarna daga, lauk síðdegis í gær. Þáittakendur voru á milli 80 og 90, þar af um 40 erlendir vísindamenn, einkiun bandarísk- ir. í gær voru iagðar fram og ræddar tillögur einstakra vinnu- hópa, sem höfðu unnið að gerð tillagna um framtíðarskipulag Surtseyjarrannsókna, en síðan var ráðstefnunni slitið láust eftir kl. 17. Blaðið náði tali af Guðmundi Kjartanssyni, jarðfræðingi, og bað hann að segja í stuttu máli frá tillögum þess vinnuhóps, sem fjallaði um jarðfræði, jarðefna- og jarðeðlisfræði. Hann sagði, að m. a. hefði verið lagt til, að rannsakað yrði brot á eyjunni, efnasamsetning ösk- unnar og breytingar á henni, botninn umhverfis eyjuna og framkvæmdar boranir til að kanna innri gerð hennar. Þá var einnig lagt til, að rannsakaðar yrðu ummyndanir bergs á jarð- hitasvæðum íslands. Einnig er lagt til, að framkvæmdar verði margvísiegar mælingar í og uuh 'hverfis Surtsey og að á íslandi verði látnar fara fram djúpboran- ir niður á svokallað þriðja lag til að kanna jarðlagsskipun undir iandinu. Sturla Friðriksson, lífeðlisfræð- ingur, lét blaðinu í té upplýsing- ar um tillögur þess vinnúhóps, sem gerði tillögur um framhalds- rannsóknir í líffræði. Ræddur var þáttur smálífvera í uppbyggingu jarðvegs, og áherzla lögð á að athuga skuli þátt þeirra í að brjóta niður jarðvegsefni. Mosar og skófir hafa enn ekki numið land á Surtsey, en þegar þar að kemur er nauðsynlegt að bera saman vöxt þeirra þar og annars staðar, þar sem þær hafa fest rætur í hrauni, eins og t. d. við Heklu. Haldið verði áfram að rannsaka hvað fuglar beri af æðri jurtum til Surtseyjar. Ný jurt hef- ur borizt til eyjunnar, fjöruarfi, en áður höfðu fundizt þar fjöru- kál og melgresi. — Jurtir þessar hafa vaxið af fræjum, sem borizt hafa á sjó til eyjunnar. Þá er hvatt til þess að athuga vel þátt fugla í að bera fræ og skordýr (il eyjunnar og fylgzt með ferðum farfugla, sem kyrinu að verpa á eyjunni. Að lokum m'á geta þess, að talin var nauð- syn á að auka allar veðurathug- anir við Srutsey. Hinir erlendu vísindamenn, sem þátt tóku í ráðstefnunni héldu flestir heim á leið í nótt. Brúarfossi Slökkviliðið var í gær kvatt aff e. s. Brúarfossi, en kviknaff hafffi í pok- um í lest skipsins út frá rafsuffuneista. Skemmdir urffu engar. Prestastefnu Eokið PRESTASTEFNU íslands lauk á miðvikudaginn var. — Aðalmál prestastefnunnar var, eins og áð- ur hefur komið fram, endurskoð- un Helgisiðabókar. Biskupinn, hr. Sigurbjörn Einarsson, flutti fram söguerindi um þetta efni, að lok- inni ársskýrslu sinni. Síðan var málið rætt af prestum landsins í sex umræðuhópum. Síðan var.unn ið úr niðurstöðum umræðuhóp- anna í nefnd, sem síðan lagði tvær eftirfarandi ályktanir fyrir prestastefnuna, sem báðar voru samþykktar: „Við endurskoðun Helgisiðabók arinnar skal prestum og söfnuð- um gefinn kostur á því að velja um messuna eins og hún nú tíðk- ast, bæði í lengri gerðinni frá 1934 og hinni styttri frá 1910, 03 fornlútherska messu, sem er upp- byggð af hinum ýmsu þáttum, er henni tilheyra". Og í öðru lagi: Framhald á 15. síðu. t Flj úga heldur med færeyska félagiuu LOGMABUR Færeyja, Peter Mohr Dan, hefur lagt til aff landssjóður Færeyja leggi fram 1,4 millj- danskar kr. í flugfélagiff Flugsamband, sem á að taka við starfsemi dansk- fíffreyska flugfélagsins Faroe Airways. Einstaklingar og fyr- irtæki hafa þegar lagt fram 700 þúsund krónur í Flugsam- bandiff og verffi viffbótarfram- lag landssjóffsins samþykkt, ætti hlff nýja félag að geta tek- iff viff starfsemi hins félagsins, sem hefur haldiff uppi áætl- unarflugi milli Fætreyja ogr Kaupmannaliafnar í rixm þrjú ár. Faroe Airways liefur hins vegar ekki leyfi til flugsins nema tll 1. apríl 1968, þar eff SAS hefur ákveffiff aff nota for réttindí sín til innanlandsflugs á Norðurlöndum, en flugleiff- in Þórshöfn—Færeyjar telst innanlandsleiff í Danmörku. Danska blaðiff Aktuelt, sem skýrir frá þessu, segir ennfrem ur, aff Færeyingar hafi aff und anförnu flogið m-jög mikiff meff Faroe Airways, en þaff flýgur ásamt Flugfélagi íslands þessa Ieiff nú. Sé litiff á þaff sem viljayfirlýsingu Færeyinga um aff þeir vilji aff færeyskir aff- ilar annist Færeyijaflug, en ckki útlendingar. « 2 29. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.