Alþýðublaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 29.06.1967, Blaðsíða 13
KC.Ra:víc.c.S íslenzkur texti. OSS 117 í Bafifa Ný erfsaspennandi OSS 117 mynd í litum og Cinemascope segir frá lsaráttu yiö harösvíraða upp- reisBarmenn í Brasilíu. FREDERIX STAFFORÐ. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BgnnuS innan 16 ára. Á 7. degi yíðfræg og snilldarvel gerð am- erísk stórmynd í litum. WILLIAM HOLDEN. SUSANNAH YORK. ÍSLENZKUR TEXTI. _________ Sýnd kl. 9. 11 ÓtTAR YNGVASOH, hdl. BlíÖNDUHLfÐ 1, SfMI 21296 VIÐTALST. KL. 4—6 MÁLPLOTNINGUR LÖGFRÆÐISTðRP BÆNDUR Nú er rétti tíminn til aö skrá vélar og tæki sem á aö selja. TRAKTORA MÚGAVÉLAR BLÁSARA SLÁTTUVÉLAR ÁMOKSTURSTÆKI Við seljum tækin. Bíta- og Búvélasafan v/Miklatorg, siml 23136. OKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. i 1 BÍLASKOÐUN & STILLING Skélagötu 32 Sími 13-100. AU6LÝSIÐ f Atjsfðublaðinu göngubrúna hvort ég mæti fara um borð í bátinn til að kveðja vin minn. — Ert þú vinkona Lúcíönu di Vagnólí? Gjörðu svo vel. Hann hneigði sig djúpt. Þegar ég var komin um borð og farin að líta umhverfis mig eftir ókunnuga manninum, fann ég að ég titraði. Ég hafði farið í fallegasta sumarkjólinn minn, þvi ég bjóst viB, að honum veitt- ist’ auðveldara að fyrirgefa lag- legri stúlku hrekkinn. En myndi liann fyrirgefa mér? Ég vissi að taugaóstyrkur minn var allur Lúcíönu að kenna. Þetta hafði verið fyndið unz hún gerði úr því harmleik. Ég sá hann rétt fyrir brottfarartíma, þar sem hann tróðst gegnum þvöguna um- hverfis bátinn. Hann var höfð- inu hærri en allir aðrir og hann hélt á leðurtösku og var í svartri peysu og ljósum buxum. Hann sá mig og veifaði. Hann stökk til mín. — Þá förum við. Hvert för- um við? Hittum við hann í Pa- polí? — Ég þarf að segja þér dá- lítið, stamaði ég. — Hvað er það? — Ég er ekki sú, sem þú held- ur að ég sé. Hann hlustaði naumast á mig. - Hvað? - Ég er ekki sú, sem þú heldur að ég sé. Ég helt'i Júlía Rose og ég er einkaritari Alex- anderhjónanna, sem búa hér á ísóla. Þegar þú ávarpaðir mig á torginu í • morgun fannst mér sniðugt, að .... Hann starði á mig. Hann var kríthvítur. Ég hélt smástund að hann myndi slá mig utan undir. — Mér fannst það sniðugt, — sagði ég aftur. Hann sagði með niðurbældri reiði: — Þú ert helvítis asni. Báturinn flautaði til brottfar- ar og hann þreif töskuna sína og stökk yfir borðstokkinn og yfir á höfnina. Ég var rétt fyrir aftan hann en ég varð of sein. Háseti greip í handlegg minn enda breikkaði bilið að höfn- inni stöðugt. Ég stóð þarna og starði yfir borðstokkinn meðan ókunni maðurinn hvarf í mann- fjöldann án þess að líta um öxl. Ég fann að fólkið glápti for- vitnislega á mig og snéri mér undan. Ég var svo reið og svo hjálparlaus að mig langaði mest til að bresta í grát, þegar bát- urinn fjarlægðist eyjuna. — Ég er viss um að hann hafði enga býssu. Marcello brosti til mín. Ég vissi naumast hvort ég átti að hlæja eða gráta. — Komdu og njóttu sólarinn- ar, sagði hann. — Við getum talað saman á meðan. Ég settist þegjandi niður. ís- óla fjarlægðist sífellt. — Jæja, sagði Marcello. — Komstu að einhverju um hann? Er hann smyglari eða fjárhættu- spilari? Hann leit á mig for- vitnislega en alveg án samúðar. — Ég veit það ekki. Ég veit ekki neitt! — Hvers vegna þessar áhyggj- ur? Af því að maðurinn var reiður? Suzanne Ebel: 1 16_ | UTÞRA OG ÁST — Auðvitað ekki, sagði ég og gekk um þilfarið fram og aftur. Það er út af því að ég er hér um borð. Þegar maður er í vinnu er ekki hægt að stinga af í báts- ferðir í miðri viku. Hann skellti upp úr. Augu hans urðu rök og hann þerraði þau með vasaklútnum. Hann sagði að ég væri bráðfyndin eins og allir Englendingar. Hérna var ég, stúlka, sem þorði að leika á ókunnugan mann — og mátti þalcka fyrir að vera ekki skorin á háls eða .. hann ætlaði að hlífa mér við þeirri tilhugsun — og af hverju hafði ég áhyggjur? Af ritvélinni minni. Hann klapp- aði á stólinn við hlið sér og ég settist niður. — Svona nú. Ég skal hringja til þeirra þegar við lendum með sérstök skilaboð frá m é r . (Mar- cello talaði alltaf um sjálfan sig eins og nafn hans væri ritað upphafsstöfum). Og ég skal segja að þetta hafi verið mér að kenna. Ég hafi tafið fyrir þér og þú hafir ekki komizt í land. Ég skal segja að þú sért alveg eyði- lögð yfir að komast' ekki í vinn- una. Þetta verður í lagi. Svei mér þá, ef ég trúði hon- um ekki! — Þú ert yndislegur, Marcello! — Það segirðu satt, svaraði hann. Klukkutíma síðar komum við til Kaprí og Marcello fór inn á hótel til að hringja. Þegar hann fékk samband heyrði ég rödd Jamesar og ég tók um handlegg Marcellos. Hann blikkaði mig og eftir að hann hafði haldið smá ræðustúf, þar sem hann sagði að þetta væri allt sín sök, rétti hann mér símann. Um leið og ég stundi upp af- sökunarbeiðni sagði James Alex- ander: — Engar áhyggjur Júlía! Allt er fyrirgefið! Við Trish vissum ekki að þú ættir aðdáanda hér. Einu sinni fór ég sjálfur til Hol- lands í misgripum, bætti hann glettnislega við. Þegar ég lagði símann á sagði Marcello: Nú er samvizkan hrein og þú getur skemmt þér. Ég skal sýna þér Kaprí. Hann leigði hestvagn og við ókum um eyjuna. Hann benti á hverja rústina á fætur annarri, borgaði svo ökumanninum og lýsti því yfir, að nú borðuðum við. — Eftir matinn förum við að olívutrjánuhi. Ég vil það. — Á Englandi spyr karlmað- urinn stúlkuna, hvað h ú n vilji gera. — Á Ítalíu ræður karlmaður- Hann valdi matinn, vínið og allt og leyfði mér ekki að sitja yfir kaffibollanum. Við gengum að olívutrjánum sem stóðu í tíu mínútna fjarlægð frá veitinga- húsinu. Við klifruðum yfir girðingu og fórum inn á landareign annars manns — það voru alls staðar skilti, sem bönnuðu alla umferð — en Marcello fór sinu fram. Hann virtist blátt áfram hafa á- nægju af að vera í annarra manna görðum. — Þegar ég var krakki kom ég hingað með foreldrum mín- um. Frændi minn átti þennan garð þá, nú-eru það Þjóðverjar eða Ameríkumenn. Sama er mér. Við leggjumst undir þetta tré. Hann henti sér til jarðar og stundi af vellíðan. — Illt verður að góðu. Þú gerir að gamni þínu og færð að vera með mér allan daginn. Ég var dálítið skotin í honum. En Lúcíana átti hann. Hvað var eiginlega hægt að gera við Mar- cello sem var óforbetranlegur daðrari? Hann yrði maður að minni í eigin augum, ef hann reyndi ekki við mig. — Á hvað ertu að horfa? spurði ég og óskaði þess að hann hætti því. — Þig; ég skil þig ekki. Þú ert ljómandi lagleg. Kuldaleg, kannski? í dag held ég að þú vitir ekki hvað ástríður eru. Dökkt hár og hvítt laglegt andlit og pent nef, en mér leiðist .. hvað heitir það? Freknur. Vel vaxin og létt. Allt sniðugt. Hvar er á'stin enska ungfrú. Vindurinn þaut í trjálaufinu og himinninn faðmaði sjóinn. Það var afar kyrrlátt’. — Ég kann vel við þig, Mar- cello! Betur en ég bjóst við. Það var fallega gert af þér að koma alia leiðina hingað. En .. í guðanna bænum farðu ekki að halda að þú verðir að reyna til við mig. — Halda hvað? Hann virtist móðgaður. ítalir eru orðlagðir .... — Þú átt ekki við það. — Nei, Lúcíana segir, að hver einasta stúlka verði hrifin af Mareello! Hann brosti og velti sér til 29. mín. Eftir augnablik kyssti hann mig ástriðuþrungið. Aðeins stúlka úr steini hefði staðizt þennan koss. Ég kyssti hann á móti. Við lá'gum þarna smástund í faðmlögum og ég fann líkama hans þrýstast að mínum, andlit hans við mitt, aug- un lokuð og þessa tilfinningu sem konur finna, þegar þær skilja, hve fagur karlmaður get- ur verið. Ég greip andann á lofti. Marcello virti mig fyrir sér. Augu hans ljómuðu. — Nei, nei og aftur nei, sagði ég og nú var ég búin að átta mig og gat horft á hann án þess að hjarta mitt beröist hraðar. — Allt í lagi; ég skal hætta! — Monthani! — Sæt stelpa. Hann leit upp í greinarnar. Það var engu líkara en hann hcldi að nú hefði hann sannað aðdráttarafl sitt enn einu sinni. Hann var svo glaðlegur að ég skellti upp úr. Við fórum að bátnum og sett- umst á þilfarið. Marcello sofn- aði við hlið mér, þegar við héld- um frá' Kaprí. Hann var ungur og laglegur og ég skildi hvers vegna Lúcíana var til sldptis reið og elskuleg. Ég sat og bar saman andlit þessa unga, rómantíska, olívu- lita klassiska manns og annað andlit. Tekið og biturt andlit. Lúcíana beið við höfnina með vagninn. Hún hljóp til okkár. Ég hef verið svo hrædd! Herr- ann sagði mér heimskulega sögu, sem ég trúði alls ekki. Hvað gerðist? — Ekkert, svaraði Marcello. Maðurinn kom um borð. Ég hélt AUUtLSAUMA júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐffl 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.