Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 2
Geimfararmr til Akureyrar Geimfararnir bandarísku eru nú komnir til landsins. Komu ld þeirra í gærkvöldi, en hin- ir 13 í morg’un. Fljúga þeir aliir til Akureyrar á morgun. Munu þeir dvelja nokkra daga þar nyrð'ra og skoða Herðu- breið, Öskju og Mývatn. Síð- an halda þeir suður á land til Hellu. Dvelja þeir við rann- sóknir í Jötunheimum og Land mannalaugum og við Veiðivötn fram að næstu helgi. Koma þeir þá aftur hingað til Reykja víkur. Borgarhlutam jofnuð við JERUSALEM, 29. júní (NTB.Reuter). ísraelsmenn ruddu í dag öll- um hindrunum úr vegi á miili bæjarhlutanna í Jerúsalem, sem áður voru undir stjórn Jórdana annars vegar og ísraelsmanna hins vegar. ísraelsmenn hafa nú Yfirheyrslur í Keldnaholtsmálinu I fyrradag voru lagðar fram greinargerðir deiluaðila í Keldna holtspálinu, svokallaða, eða máli Meistarasambands byggingar- manna fyrir hönd Málarameistara félags Reykjavikur og Steinþórs M. Magnússonar gegn Kristni Guðmundssyni og Co. hf. og Kristni Guðmundssyni og með'al- göngusök Innkaupastofnunar rík isjns gegn aðalstefnanda. Mál þetta hófst í marz sl vegna þess að Innkaupastofnun ríkisins tók tilboði Kristins Guðmunds- sonar í Iíeflavík í málningarvinnu í húsi því, sem Rannsóknarráð rík isins lætur reisa yfir Rannsóknar síofnun landbúnaðai-ins á Keldna holti í Mosfellssveit. Tilboð Krist ios var mun lægra en tilboð meistara úr Reykjavík, en Sam band byggingarmanna í Reykja- vík taldi Kristni óheimilt að taka atS sér vinnu á svæði sínu, sem r>ær yfir Reykjavík, Kópavog og Seltjarnarnes, og þar að auki væri tilboð hans ógilt, þar eð sam —lesæmt því væri unnið undir kaup taxta málara í Reykjavík. Yar þá sett verkbann á bygginguna og lagði Sambandið til við Landsam band iðnaðarmanna að Kristinn værj víttur fyrir athæfið. Ekkert hefur síðan verið unnið Leiðrétting Á ^forsíðu blaðsins í gær stóð í fyrirsögn, að á annað hundrað lóðum hefði verið skilað í Foss- vogi. Þetta er ekki rétt. Eins og fram kemur í fréttinni er hér um að ræða lóðir bæði í Fossvogi og Breiðholti. Þá átti að standa í sömu grein að fyrirhuguð væri uthlutun í austurliluta Fossvogs á næsta ári, en á því svæði verða lóðir undir 253 íbúðir. Ekki er hins vegar ákveðið hvort þeim verður öllum úthlutað samtímis. A3 lokum skal þess getið að í Breiðholtinu er bygging einbýlis- húsa hafin, en raðhúsa ekki. Blað- i-1 blðu’r hlutaðeigandi aðila vel- virðingar á þessum missögnum. við bygginguna síðan í vor, því að málningarvinnan bindur öll önnur verk og er þetta til stór baga fyrir þá vísindamenn, sem bíða eftir aðstöðunni, sem þessu húsi' er ætlað að veita þeim. Yfirheyrslur liófust í þessu máli í gær kl. 1,30 á skrifstofu borgardómara. Dómari var Bjarni K Bjarnason, en lögmaður að- alstefnanda, Meistarasambands byggíngarmanna í Rvík er Ingi Ingimundarson hrl., en Ólafur Þorgrímsson aðalstefnda, Kristins Guðmundssonar í Keflavík. Fyrstur kom fyrir réttinn Grím ur Bjarnason, pípulagningameist- ari, form Meistarasambandsins, en í stjórn þess eiga sæti fulltrú ar 6 meistarafélaga í Reykjavík, en Landsamband meistarafélaga er ekki til. Grímur sagði, að í upphafi deilunnar hefði Meistara sambandið komizt að samkomu lagr við Kristinn um að hann sam þykkti að lúta meistara úr R-vík standa fyrir verkinu. Hefði hann lofað því og hefði stjórn Meist- arasambandsins fengið til þess Steinþórv M. Guðmundsson, en Kristinn hefði rofið það loforð, áður en til samnings þeirra á milli hefði komið. Hins vegar hefðu Steingrímur Hermannsson, framkvæmdastjóri Rannsóknar. ráðs og Pétur Gunnarsson, for- stjóri Rannsóknarstofnunar land- búnaðarins og form byggingar- nefndar hússins lýstu sig sam- þykka þessari ráðabreytni. Auk Péturs eiga sæti í bygging arnefndinni þeir Steingrímur Her mannsson, Sturlá Friðriksson og Tngvi’ Þorsteinsson. Ilins vegar sér Innkaupastofnun ríkisins um alla samninga og útboð, en Rannsókn arráð um fjáröflun og því falið að koma upp rannsóknarstofnun um i þágu atvinnuveganna. Næstir voru leiddir fyrir rétt inn þeir Steingrímur Hermanns- son og Pétur Gunnarsson og kváðu það rétt, sem komið hefði fram, að á fundi 20. marz sl. hefði verið borin undir þá sú breyting á umsömdu fyrirkomulagi, að Kristinn Guðmundsson léti mál- arameistara úr Reykjavík fram- kvæma vinnuna, en stæði að öðru leyti að öllu við aðrar skuldbind ingar og hefðu fagnað því að vinna gæti hafizt að nýju. Hins vegar neituðu þeir báðir að und irrita fundargerð, sem Pétri var send síðar, vegna þess að þeir höfðu aldrei tjáð sig samþykka því samkomulagi sem Meistara. sambandið taldi sig hafa gert við Kr. Guðmundsson. Innkaupastofn unin væri samningsaðili en ekki þeir. Aðalatriðið væri að vinna yrði hafin að nýju. Kristinn mun á hinn bóginn telja, að á fundinum hafi verið um að ræða samkomulagsumleit- un en ekki loforð. Fyrir réttinn komu einnig Barði Friðriksson skrifst.stj. Vinnuveit endasambands íslands, Kjartan Gíslason form. Málarameistarafé- lags Rvikur, Kristinn Guðmunds son o. fl. sett sig yfir alla borgina, og þús undir ísraelsmanna og Jórdana héldu nú til þeirra staða í borg inni, þar sem þeir höfðu ekki fengið að koma í 19 ár. ísraelskir verkfræðingar höfðu yfirumsjón með sprengingum, sem framkvæmdar voru í borg- inn[ til þess að jafna við jörðu múra, sem Jórdanar höfðu byggt til þess að skilja hinn jórdanska hluta borgarinnar frá þeim ísra- elska. Unnið er að því að innlima jórdönsku lögregluna á þessu svæðj í ísraelzku lögreglusveit- ina. í þeim hluta Jerúsalem- bograr, þar sem Jórdanar réðu, verða flestir lögreglumennirnir eftir sem áður Jórdanar en í ein kennisbúningi israelskra starfs- bræðra sinna. Mikill fjöldi Jórdana stóðu í biðröðum í dag til þess að fá skipt á jórdönskum dínum í ís- raelsk pund, sem er eini gjald- miðillinn, sem er í gildi í borg inni eftir föstudaginn. Teddy Kellok, sem skipaður hef ur verið borgarstjóri allrar Jerú- salem, sagði í dag, að ísraelsmenn vonuðust til, að innan tíðar gætu þeir veitt öllum borgarbúum sömu réttindi, Margir íbúar þess hluta borgar innar, sem Jórdanar réðu, fóru nú yfir í liinn borgarhlutann. Unga fólkið hafði aldrei komið þarna fyrr og húsmæður fóru með innkaupatöskur sínar og voru ekki lengi að finna markaðinn í ísraelska hlutanum. ísraelsmenn heimsóttu þess í stað heilaga staði hinum megin við borgarmörkin, sem áður voru. YfirvÖldin munu ákveða, að all ar verzlanir hafi lokað einn dag í vi-ku. Múhameðstrúarmenn á- föstudögum, Gyðingar á laugar- dögum og kristnir kaupmenn á sunnudögum. Ekkj hefur verið gefin út nein opinber yfirlýsing um stjómmála lega framtíð borgarinnar, en ut anríkisráðherra ísraels sagði í gær, að sameining borgarinnar mundj leiða til fullra félagslegra og borgaralegra réttinda fyrir alla íbúana. Forsetaávarp í auglýsingu LOFTLEIÐIR h.f. áttu nýlegai ^ heílsíöuauglýslngu í hinu1 i heimsþekkta dagblaði Nevv ( 1 York Times. Hafa Loftleiðiri 1 aldrei áður borizt svo mikið1 á í auglýsingum sínum. Erj > félagið með þessu að notfæra 1 sér för hinna 23 bandarískui geimfara, hingað til Iands til' kynningar á íslandi og starf- ( semi sinni, en Loftleiðir sáui | um flutning geimfaranna hing-1 að. Er auglýsingin hin vandað- asta. M. a. er í henni ávarp1 \ frá forseta íslands. í því minn' i ist forsetinn á, að íslending- ar hafi fyrstir fundið Ameríkui og líkir saman íslenzkum sjó-1 , fietjum og bandarísku geim- i förunum. Bezti afladagur í sumar Síldaraflinn sl. sólarhring var sá mcsti sem veiðzt hefur í sum- ar. Síldarflutningaskipið Síldin ! er á lciðinni til Reykjavíkur með fullfermi, en Haförniun er á síld armiðunum. Þrjátíu og fjögur skip tilkynntu um afla, alls 6.745 lestir. Skipin eru: lestir Sigurbjörg OF. ............. 290 Gunnar SU. ................. 160 Helga II. RE. .............. 320 Örfirisey Rá ................250 Akurey RE .................. 270 Víkingur III. ÍS............ 145 Siglfirðingur SI. ... 120 Ásberg RE. ................. 260 Ársæll Sigurðsson GK. .... 170 Sigurpáll GK. .............. 150 Arnfirðingur RE ............ 170 Krossanes SU................ 170 Hamravík KE. ............... 120 Jón Kjartansson SU. ........ 200 Vonin KE. .................. 190 Akraborg EA. ............... 120 Grótta RE. .. 130 Sléttanes ÍS. .... 460 Haraldur AK 100 Guðm Péturs ÍS. 220 Bjartur NK 150 Gullver NS 170 Sæfari II. NK. 230 Ól. Magnúss. EA. 250 Guðrún Þorkelsd. SU. 200 Örn RE. 230 Hrafn Sveinbj. GK 250 Reykjaborg RE. 230 Jón Garðar GK .. 330 Fylkir RE 200 Sig. Jónsson SU. Gísli Árni RE. 100 Dagfari ÞH. .. 200 Margrét SI 90 Tjöldum öllum teguneðunum í verziuninni 2 30. júní 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.