Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 8
■1 ' h'% - Ógnin evkst á Haiti Forsetinn rýnir í galdrastafi Francois Ðuvalier, forseti, situr nú einn í hvítu höllinni sinni í Port-Au-Prince. Hann er búinn að senda fjölskylduna, konuna, dæt- urnar og tengdasoninn, úr landi og talar nú ekki við neinn nema einkaritarann, frú Francesca Saint- Victor. Æ oftar heyrast skothvell- ir frá aftökustaðnum. 19 herfor- ingjar voru teknir af lífi fimmtu- daginn 8- júní - og það var for- setinn sjálfur, sem stjórnaði af- tökunum. 22 til viðbótar eiga að deyja, iþeirra á meðal þrír læknar, tveir lögfræðingar, fjórir tæknifræð- ingar og margir námsmenn, sem eru nýkomnir heim til Haiti að afloknu námi í París og í Ciiile. Duvalier, sem kaus sjálfan sig forseta til iífstíðar á Haiti fyrir nokkrum árum, virðist nú óðum að komast á það síðasta skeið mannlegrar glötunar, sem allir harðstjórar og geðsjúkir morðingjar komast á að lo'kum. Margir þekktir glæpamenn hafa hert á sprettinum undir lokin og Duvalier tekur til höndunum þessa dagana. Ferðabann. Hann sér samsærismenn alls staðar meira að segja meðal nánustu samstarfsmanna sinna ö'g þeirra, sem eru honum trygg astir. Jafnvel þessir menn eru þess vegna farnir að óttast um líf sitt og gera allt, sem þeir geta til þess að komast úr landi. En það er léttara sagt en gert. Duvalier bannar öllum að fara leiðar sinnar. Meðal þeirra, sem verða að sitja um kyrrt gegn vilja sínum eru Frank Ster lin, skattstjórinn, fyrrverandi formaður Rauða krossins á Hai- ti dr. Jacques Foureand og bankastjóri Verzlunarbanka I-Iaiti, Charles Clémart-Joseph, sem átti að gangast undir upp- skurð í New York. Duvalier var sjálfur á flugvell inum og sá til þess, að fjölskyld- an fór af stað. Konan hans, frú Simone Duvalier, hefur lengi reynt að telja hann á að flýja land með fjölskyldunni, kannski hefur undirrót þessa verið sú, að hún hefur viljað koma hon- um undan valdi ein’karitarans. En hann kaus sem sé að senda fjölskylduna í burtu og snúa heim til einkaritarans í höliinni. Tenftdasonurinn lækkaður í tign. Max Dominique, tengdasonur forsetans, er einna grunsamleg- astur allra í augum tengdaföð- urins. Þessir 19 herforingjar, sem voru teknir af Iífi 8. júní voru persónulegir vinir Max off ursta, — en það kostaði þá lífið. Þeir voru fyrst sendir burt frá Poft-au-Prince til herbúða á afskekktum stöðum í þessu veg- lausa og torfæra landi, — en síðan voru þeir handteknir allt í einu einn af öðrum og fluttir til höfuðborgarinnar á ný. Þar voru þeir sviptir öllum tignar- merkjum og dæmdir til dauða með hraði. Herforingjum var faiið að taka þá af lífi, — en sú tilhögun er talin hafa átt rót sína að rekja til þess, að for- setinn hafi viljað gefa þeim vís- bendingu um, hvað biði, — ef einhverjir samsærismenn fyrir- fyndust þeirra á meðal. Og það var forsetinn sjálfur, sem stjórn h aði aftökunni. Duvalier gnð. Hann þorði ekki að leggja til B atlögu við Dominique, offursta, | — en til þess að koma honum úr hernum lét hann þingið sam- þykkja lög þess efnis, að ef her foringja sé falið að gegna störf- um í utanríkisþjónustunni falli hann þegar í stað út af skrá hersins. Svo útnefndi hann off- urstann til sendifulitrúastarfa í Bonn, — en offurstinn neitaði að fara. Nú er hann þó farinn úr landi með tengdamóður sinni og eig- inkonu og kom iá laugardaginn til Genf. Ekki er vitað, hvað hann ætlast fyrir í framtíðinni. En á meðan á þessu stendur heldur áfram leitin að samsæris mönnum í Port-au-Prince. Er- lend sendiráð eru yfirfull af pólitískum flóttamönnum, sem biðja um vernd gegn leyniþjón- ustu Duvaliers, sem nú er orð- in svo mannmörg, að helmingur fjárútláta ríkisins gengur til ’hennar. Yfir öllum hvítmáluðum opinberum byggingum í Port- au-Prince stendur skrifað svört- um stöfum: „Maðurinn talar án þess að aðhafast. Guð aðhefst án þess að tala“. Duvalier er . guð. En það eina, sem þessi guð hefur gert, síðan hann komst til valda, — er að efla lögreglu sína, sem nú telur 500 lífverði og 8000 þjóna réltvísinnar, hina ógnvekjandi verndara forsetans. Þeir mega taka hvern þann fast- an, sem þeim sýnist, yfirheyra, pína og drepa fólk eftir geð- § þótta. Stj órnmálaandstæðingar eru ekki dregnir fyrir lög og dóm, til þess að láta fóik sjá, að vítin eru til þess að varast þau. Yfirleitt hverfa þeir sporlaust, þegar verndararnir hafa haft hendur í hári þeirra. Gjaldþrot. Nú gegna þessir þjónar rétt- vísinnar líka hlutverki skatt- heimtumanna og krefjast miik- illa upphæða af borgurunum. Ríkiskassinn er nefnilega illa á sig kominn. Efnahagsaðstoð Bandaríkjamanna, meira en 16 þúsund milljónir króna á ári, var hætt árið 1962. Ferðamenn koma ekki lengur, engar fjár- Framhald :á 15. síðu. g 30. júní 1967 HDHHENHHBI ALÞÝÐUBLAÐIB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.