Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 11
M StsÝjóri Om Eidsson rír landsleikir í knatt- spyrnu háðir í næstu viku Unglingalið Svía og Norðmanna leika hér í tilefni 20 ára afmælis KSÍ EINS og kunnugt er, varð Knatt- spyrnusamband íslands 20 ára 28. marz s. 1. Stjórn KSÍ efnir til 'þriggja-landa keppni í knatt- spyrnu á mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku. Þar leika unglingalandslið Svía, Norð Bo Holmberg, AIK. manna og íslendinga, sem skipuð eru leikmönnum 24 ára og yngri. í liði Norðmanna eru 16 leik- menn og fjórir fararstjórar, m. a. varaformaður norska Knattspymu sambandsins, Einar Omdal. Þá verða með í förinni Thorbjöm Svensson, Einar Jörum og Willy Kment, landsþjálfari. Norðmenn- imir koma í lcvöld. Sænsku leikmennirnir verða einnig 16, auk fjögurra farar- stjóra og sex manna úr stjóm sænska knattspyrnusambandsins. Aðalfararstjóri Svía verður Tore Brodd, formaður sænska knatt- spyrnusambandsins. Auk þess verða með þeir Einar Eklund, Cai’l Sövig og Oscar Fridolfson. Sví- arnir koma á sunnudagskvöld. Á mánudag leika íslendingar og Norðmenn, leikinn dæmir Hannes Þ. Sigurðsson. Á þriðju- dag leika Svíar og Norðmnn og Hannes dæmir þann leik einnig. Á miðvikudag leika svo Svíar og íslendingar og leikinn dæmir Magnús V. Pétursson. Allir leik- irnir hefjast kl. 20,30. KSÍ gef- ur út vandaða leikskrá í tilefni leikjanna, henni ritstýrir Hallur Simonarson. Að loknum lei'knum á miðvikudag, býður menntamála- ráðherra leikmönnum og fleiri gestum til kvöldverðar. Verð aðgöngumiða er kr. 150 í stúku, kr. 100 í stæði og kr. 25 fyrir börn. Ef miðar á alla leikina em keyptir saman í stúku, kosta Iþeir kr. 350. Guðmundur: 17,05 m. í Cork íslenzku frjólsíþróttamennirnir kepptu í Cork á írlandi lá Þriðju- dag. Guðmundur Hermannsson sigraði í kúluvarpi, varpaði 17,05 m. og hafði yfirburði. Erlendur Valdimarsson, varpaði 14,70 m. og Björgvin Hólm 13,84 m. Jón Þ. Ólafsson sigraði í hástökki með l, 93 m„ Þórarinn Arnórsson hljóp 400 m. grind á 58,8 sek., sem er hans bezti tími og bezti tími íslendings á árinu. Halldór Guðbjömsson hljóp 800 m. á 1:56,4 mín. og Ólaf ur Guðmundsson stökk 12,60 m. í þrístökki. Ef þér eigcð bíl þurffið þér eiuiRig að eiga gott tjald, nefnilega pólskt tjald Leikmenr. Svía eru þessir: Ulf Blomberg, Átvidaberg FF, Inge Ejderstedt, Östers IF, Willy Gummeson, Djurgárdens IF, Uíf Hultberg, IFK Nörrköping, Lars-Göran Johansson, Örgryte IS, Bjöi’n Jonsson, Djurgárdens IF, Claes Cronqvist, Djurgárdens IF, Hákon Larsson, IFK Eskilstuna, Thomas Nordal, Örebro SK, Jan Nordström, Jönköping Södra IF, Jan Olsson, GAIS, Hans Selander, Halsingborg IF, Jan-Erik Sjöberg, Djurgárdens IF, Tommy Svensson, Östers IF. Þekktustu leikmenn Svía eru Selander, sem leikið hefur 6 a- landsleiki og Hultberg, sem leik- ið hefur einn a-landsleik. Lið Norðmanna er skipað sem hér segir: Reidar Tessem, Lyn. Knut Jensen, Rosenborg. Frank Olafsen, Skeid. Tor Alsaker Nöstdahl, Ströms- godset. Tore Börrehaug, Frigg. Per Pettersen, Frigg. Svein Kvia, Viking. Jan-Erik Sjöberg, Djurgárden. Björgvin Schram hlýtur heiðurskross finnskra íþrótta í TILEFNI af 60 ára afmæli Knatt spyrnusambands Finnlands, hinn 20. júní s. 1., sæmdi menntamála- ráðherra Finnlands, Björgvin Schram, formann K. S. í. heið'urs- krossi finnskra íþrótta fyrir störf í þágu knattspyrnumála Norður- landa. Asbjörn Saltvedt, Djerv. 1919. Torgeir Hauge, Brann. Thorodd Presberg, Strömsgod- set. Arvid Knutsen, Viking. Inge Thun, Strömsgodset. Tor Sem, Odd. Tor Spydevold, Fredrikstad. Nils Birger Mærland, Viking. Steinar Pettersen, Strömgod- set. Lið íslands, sem leikur á mánu dag, er skipað sem hér segir: 1. Sigurður Dagsson Valur. Framhald á 15. síðu. Tor Sem, Odd — efnilegur Norðmaður. / / URSLIT A IÞROTTAMOTI REYKJAVÍKUR OG ÍBR MANUDAGINN 26. júní lauk í- þrótta- og leikjanámskeiði því, sem staðið hefur yfir s. 1. fjórar vikur og haldið var á vegum Reykjavíkurborgar og íþrótta- bandalags Reykjavíkur. Námskeiðinu lauk með íþrótta- móti á Melavelli. Þótttakendur í námskeiðinu voru á annað þúsund og þátttaka í íþróttamótinu var einnig mjög góð. Var keppnisgleði! unglinga mjög mikil og ánægju- legt að horfa á svo mörg taka þátt í leikjum og íþróttakeppni. Kepp- endur voru frá öllum átta íþrótta- svæðunum, þar sem námskeiðin voru haldin. Helztu úrslit voru: ★ Knattspyrna: Til úrslita léku drengir af í- þróttasvæði Vikings og KR. Sigr- uðu þeir fyrrnefndu 4.0. ★ 60 m. lilaup drengja: 1. Stefán Halldórsson, Víkings- velli, 8,9 sek. 2. Árni Guðmundsson, KR-velli, 9,0 sek. 3. Bjarni Árnason, Víkingsvelli, 9,1 sek. ★ 60 m. lilaup stúlkna: 1. Málfríður Finnbogadóttir, Álfheimavelli, 8,7 sek. 2. Elinborg Proppe, Þróttar- velli, 9,1 sek. 3. Sigrún Jónsdóttir Ármanns- velli, 9,1 sek. i ★ I.angstökk drengja: 1. Stefán Halldórsson, Víkings- velli, 3,92 m. 2. Friðgeir Ilólm, Víkingsvelli, 3,90 m. 3. Pétur Másson, Þróttarvelli, 3,85 m. Framhald á 15. síðu. *-4- ungir velja VAIASH 30. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ \\

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.