Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 14
MELAVÖLLUR: í kvöld kl. 8,30 leika Siglfirðingar Þróttur ) MÓTANEFND. Tilboð óskast í hita- og hreinlætislögn í hús Handritastofnunar og Háskóla íslands. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn kr. 1,000.—, skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI7 SÍMI 10140 Frá Vélskóla íslands Iniitökuskilyrði í skólann eru: 1. stigr. VélstjóranámskeijS. frá 15/9 — 28/2: 17 ára aldur, sundkunnátta og inntökupróf. 2. stigr. 1. bekkur frá 15/9 — 31/5: 18 ára aldur 1 stigs próf meó framhaldseinkunn. Sveinspróf í járniðnaði 1. stigs próf án framhaldseinkunnar eða próf frá minna nám skeiði Fiskiíelags íslands samkv. eldri reglum eða tveggja ára starfsreynsla við vélaviðgerðir eða vélgæzlu og inntöku- próf. 3. stig. 2 bekkur: 2. stigspróf með framhaldseinkunn. Próf frá meira námskeiðj F. í. samkv. eldri reglum og inntöku- próf. Ef nægilega margir þátttakendur gefa sig fram verða vélstjóranámskeiö (1. stig) haldin á Akureyri og í Vest„ mannaeyjum. Inntökupróf hefjast 11 september, en kennsla hefst 15. sept. í öllum deildum nema þriðja bekk (rafmagnsdeild) 1. okt. Umsóknareyðublöð fást hjá húsverði Sjómannaskólans, Birni Kristinssyni Hriseyjargötu 20 Akureyri og undir- rituðum á Víðimel 65. Umsóknir þurfa að hafa borizt fyrir 1. ágúst. GUNNAIt BJARNASON, skólastjóri. Reynslan á pólsku tjöídunum s.l. sumar hefur sannað gæði þeirra Abba Eban Frh. af 1 síðu. að því að sameina Jerúsalem. Hann sagði að hann vildi leið- rétta þann misskilning, sem víða gætti, að lögin væru aðeins sett til þess að laga það, sem styrjöld in hafði úr lagi fært í borginni. Jerúsalem er staður þar sem Gyð ingar og Arabar ættu að geta hitzt. Hindranirnar hafa verið jafnaðar við jörðu og nýir mögu- leikar liafa skapazt á góðri sam- búð trúarfélaganna með samein- ingu borgarinnar, sagði Eban. Hækkun Framhald af 1. síðu. ráðuneytið. Hann sagði svo ekki vera, a. m. k. væri sér ekki kunnugt um neina slíka beiðni. •Aðspurður sagðist Hjálmar ekki fá séð að hækkun þessi væri lög j leg án leyfis yfirvalda, þar sem ] ákvæðin í verðstöðvunarlögunum væru altæk og engar hækkanir leyfðar nema með samþykki stjórnvalda Samkvæmt því, sem hér hefur komið fram, leggur hitaveitu- stjóri allt annan skilning í ákvæði verðstöðvunarlaganna en þeir sem eiga að gæta þess að þau séu virt. Nú er aðeins eftir að vita hvort hækkun á þjónustu og öðru telst lögleg ef liún hef- ur verið ákveðin fyrir gildistöku verðstöðvunarlaganna. Vilja lækka... Frh. af 1 síðu. Hannesson, deildarstjóri og Óð- inn S. Geirdal, skrifstofustjóri. Miklar umræður urðu á þing- inu og voru ýmsar tillögur sam- þykktar Fara nokkrar hér á eftir: Tillaga til Alþingis um, að leyfi legt hámark alkóhólsmagns í blóði ökumanns verði með lögum lækk- að úr 0,5 af þúsundi í 0,35 af þúsundi. Efri mörk, svokölluð, verði einnig lækkuð verulega. Tillaga um áskorun á lögreglu- stjóra, bæjarfógeta og sýslumenn að láta gera yfirlitsskýrslu um bif reiðastjóra með fyrsta árs öku- skírteini, í því skyni að kanna hæfni og vandvirkni ökukennara. Tillaga um áskorun á ríkis- stjórnina að hlutast til um að 56. gr. laga nr. 26/1958, um hámarks- þunga ökutækja, svo og tilheyr- andi reglugerðarákvæði verði haldin, og beitt verði ströngum viðurlögum' gegn brotum á þeim. Tillaga um áskorun til sam- göngumálaráðherra að hlutast til um: 1) að þegar verði hafizt handa um nauðsynlega lengingu á veg- aræsum og að þessu verði lokið fyrir H-daginn. 2) að lagfærðar verði blind- hæðir og blindbeygjur, svo og þröngar beygjur. 3) að aðeins þeir menn, sem hafa sérþekkingu þar á, verði látnir setja upp aðvörunar- og leiðbeiningarmerki. 4) að aðeins verði notaður harp aður ofaníburður á vegina, alls staðar á landinu. (Greinargerðum með þessum til lögum er sleppt hér). Ýmsar fleiri tillögur komu fram, svo sem tillögur um áskor- anir til Alþingis um breytingar á umferðarlögunum, en var vís- að til stjórnar BFÖ til riánari at hugunar og fyrirgreiðslu. Þá ákvað þingið að beina því til deilda og stærri hópa innan BFÖ að komið verði á almenn- um samtökum um undirbúning að breytingu úr V-umferð í H-um- ferð, svo sem með almennum nám skeiðum og annarri upplýsinga- starfsemi. Var Reykjavikurdeild BFÖ falið að aðstoða deildir utan Reykjavíkur á þessu sviði svo sem henni væri unnt, fyrst og fremst með upprifjunamámskeiðum varð andi gildandi umferðai'lög. Mikill áhugi kom fram á þing- inu um framtíðarstörfin. Taia félaga er nú 950. Forseti BFÖ var kjörinn Helgi Hannes- son, deildarstjóri. Aðvörun til búfjáreigenda í Kjósarsýslu. Athygli búfjáreigendia (sauðfjár, hrossa, kúa, alifugla o. fl.) í Kjósarsýslu er hér með vakin á því, að samkvæmt lögreglusamþykkt fyrir Kjósarsýslu nr. 146/1941, 25. gr. og fjallskila- reglugerð fyrir Kjósarsýslu nr. 101/1954, 3. gr. skal þeim skylt að stuðla að því, 'að búpen- ingur þeirra gangi ekki í löndum annarra og valdi þar usla og tjóni. — í þessu skyni skal þeim, sem h'afa fénað sinn í heimahögum að sumrinu skylt að halda honum í afgirtum löndum, enda bera búfjáreigendur, auk sekta, fulla ábyrgð á því tjóni, sem gripir þeirra kunna að valda. Búfé, sem laust gengur gegn framangreindum ákvæðum er heimilt að handsama og ráð- stafa sem óskilafénaði lögum samkvæmt. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu, 26. júní 1967. ÁRS ÁBYRGÐ RADIG4NETTE tækin henta sveitum landsins. Með einu handtaki má kippa verkinu innan úr tækinu og senda það á viðkomandi verkstæði — ekkert hnjask með kassann — auðveldara í viðhaldi. Radionette-verzlunln AðalstrætMð sími 16995 Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2 Hjartanlega þökkum við auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, séra VIGFÚSAR INGVARS SIGURÐSSONAR, frá Desjarmýri_ Guð blessi ykkur öll. Ingunn J. Ingvarsdóttir oe aðrir aðstandendur. 14 30. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.