Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 15
EEC Frh. úr opnu. Norðmenn ættu að geta lialdið þessu kerfi sínu. Norðmenn munu neyðast til að 'hleypa skipum annarra EEC-þjóða inn í landhelgi sína eftir sömu reglum og þeirra eigin skip veiða þar. Hins vegar munu Norð menn geta sett reglur um fisk- veiðar í sinni landhelgi, t.d. með því að banna allar togveiðar, og gilda þær þá jafnt fyrir öll rík- in Mikið hefur verið talað um hinn gagnkvæma rétt EEC-landa til að setja á stofn fyrirtæki og flytja á milli landanna. Hansen telur ekki hættu á, að fiskimenn annara EEC-landa setjist að í Noregi, en telur hins vegar, að franskir og ítalskir sjómenn ótt_ ist mjög, að Norðmenn sæki að ströndum þeirra og setji þar upp fyrirtæki. - Hansen telur ólíklegt, að unnt verði að vi'ðhalda ríkiss'tyrk til fiskveiða innan EEC. Hins vegar sé hugsanlegt að breyta styrkjun um í fjárfestingaraðstoð. Á liinn bóginn er bent á, að Norðmenn opnist 300 milljón manna markaður fvri-r fisk og ættu þeir með þekkingu sinni á því sviði að geta náð miklum ár- angri. Haiti Frh úr onnu fyrir, að Manescu, utanríkisráð- herra, verði forseti haustfundar allsherjarþingsins. En það er eng inn sigur fyrir kommúnistaríkin, að Rúmenar skuli fá forsetasætið fyrstir austantjaldsmanna í 22 ára sögu Sameinuðu þjóðanna. Til þess er skoðanaágreiningurinn milli rúmensku leiðtoganna og hinna formhelgu bandalagsþjóða þeirra of mikill. Rúmenska utanríkisþjónustan undir stjórn tveggja afburða stjórnmálamanna, Maurers for- sætisráðherra, og Manescus utan- ríkisr'áðherra, hefur verið afar- dugleg. Þeim hefur tekizt að á- vinna landi sínu eftirminnilegan stað á hinu pólitís'ka landabréfi, og sú staðreynd hefur ekki hvað sízt orðið landinu til efnahagslegs ávinnings. En sjálfstæðið er bæði veikleiki og styrkur. Það lifgur raunverulega engin leið frá Búka- rest. Norðurlönd, sem eru vel séð bæði í austri og vestri, geta miðl- að . málum milli aðila. En sam- bandið milli Rúméníu og Banda- ríkjanna er ekki sérlega náið. Rú menía hefur áhuga á Asíu og Af- ríku og tekur sér eðlilega stöðu með Hanoi. Og andrúmsloftið á fundi Bresjnevs og Ceausescus mundi vafalaust vera minna hjartanlegt en !á fundi Johnsons og Kosygins. Rúmenar leita eftir tengslum við kommúnista- og þjóðernishreyfingar í þróunar- löndunum, sem oft eiga erfitt með að gera upp á milli Moskvu og Peking. En Rúmenía hefur tæpast mátt til að skipuleggja neitt þriðja afl í tafli, sem hin tvö, kommúnistfsku kjarnorku- veldi, ber hæst í. Styrkurinn í stöðu Rúmena er viljinn til að halda uppi sjálf- stæðri pólitík og það, að þeim hefur tekizt að losa sig efnahags- lega og pólitískt frá Moskvu. Þetta skapar velvild ekki aðeins á vesturlöndum, heldur líka í ýms um þeim löndum, sem ekki vilja láta stórveldin (eða súperveldin) ráða fyrir sér. Skoðanir Rúmena eru athyglis- verðar og það er full ástæða til að halda viðræðum við þá áfram, eins og Krag hyggst gera með 'heimsókn sinni til Rúmeníu í snemma í haust. Hins vegar er ekki raunhæft að gera ráð fyrir eirjhverri tvíhliða forgöngu Rú- mena og Norðurlanda. Tengslin við austantjaldslönd, sem eru Rússum trú, eins og Tékkóslóva- kíu og Pólland, gefa meiri mögú leika. Útlitið fyrir forgöngu Norð urlanda, Tékkóslóvakíu og Pól- lands í málum er svo sem ekki gott heldur, en hver veit, hvað kann að gerast, ef „andinn frá Glassboro“ verður að pólitískum veruleika? ((Arbeiderbladet). Leikhús Frh af 5. síðu. í vetur; jafnvel í Fjalla-Eyvindi voru sum fjölmennustu atriðin. vinsælust frá fornu fari, til muna veikbyggðust og tilkomu- minnst. Leikliúsið hefur að sönnu skyldu að gegna við unga leikara sína og leikaraefni; og sýningar ungs fólks hafa þegar vel tekst á sér æskusvip, til- raunablæ sem fer vel. En jafn- framt ber leikhús skyldu og á- byrgð gagnvart áhorfendum sem þaðan af síður má bregðast, ekki sízt framgjarnt leikhús sem stefnir að veglegu hlutskipti í framtíðinni; það stendur í á- byrgð hverju sinni fyrir ein- hverjum tilteknum gæðum þeirr- ar vöru sem það reiðir fram. Leikliúsið í Iðnó þykir njóta vökulli listrænnar forustu í sínu starfi en Þjóðleikhúsið í sínu; það hefur á að skipa vand- virkustu leikstjórum okkar af yngri kynslóð sem vafalaust á mikinn þátt í velfarnaði leik- hússins á seinni árum. En Tveggja þjónn, Tangó, Málsókn- in, allt voru þetta ófullnægjandi sýningar í vetur hver með sín- um hætti. Einna bezt mun Tangó hafa tekizt, nýstárlegt og for- vitnilegt leikhúsverk sem Sveinn Einarsson setti á svið með mik- illi alúð. Þó hygg ég að í mesta lagi hafi verið lagt á Arnar Jónsson og Stefaníu Svein- bjamardóttur í þeirri sýningu ekki síður en Pétur Einarsson í Málsókninni, -leikstjóri Helgi Skulason. — Sá leikur hefur verið sýndur orðlögðum sýning- um víðs vegar en reyndist mik- ils til of erfiður fyrir fámennan og sundurleitan leikhóp Leikfé- lagsins — og voru þó engin sér- stök missmíði á sýningunni sjálfri sem ekki gætti að sínu leyti í öðrum sýningum í Iðnó í vetur. En Málsóknin kolféll: það var viðvörun sem ekki ætti að láta sem vind um eyrun þjóta. ym borgarleikhúsið var ekki ræ+t sérstaklega í vetiir Leikfélaeið lét hiá líða að reyna nýtt átak í leikhúsmólinu í sam- bandi við 70 ára afmæli sitt. En vissulega hefði það vakizt upp af skyndingi ef meira hefði orðið úr Lækjargötubrunanum í marzbyrjun; þá þurfti ekki mikið að bera út af til að hin fornu hús reykvískra iðnaðarmanna handan við Vonarstræti yrðu einnig eldinum að bráð. Áformin um borgarleikhús virðast í bili óaðskiljanleg ráð- húsmálinu; og þegar að því kemur, ef að því kemur, að Iðnó verði að víkja fyrir ráðhúsinu, hlýtur að komast skriður á leik- húsmálið. En á dögunum heyrði ég fleygt tillögu sem mundi leysa vanda beggja þessara bvgginga í einu lagi. Hún er í stytztu máli sú að ætla borgar- leikhúsinu húsnæði, a.m.k. til bráðabirgða, í ráðhúsinu við Tjörnina. Hið fyrirhugaða ráðhús mun ætlað sem viðhafnar- og veizlu- hús frernur en hversdagsleg skrifstofubygging. í slíku húsi verður óhjákvæmilega þörf fyr- ir vistlegan og rúmgóðan sal til samkomu- og fundahalda. Væri nú ekki fært að hafa í salnum nvtízkulegt leiksvið sem nægði börfum Leikfélagsins næstu ár- in, og ætla félaginu hæfilegt húsnæði til annarra þarfa í bvggingunni? Um verkfræðilega hlið þessa máls, eða kostnaðinn sem af því leiddi, er ég náttúr- lega ekki fær að ræða. En aug- lióslega yrði þessi ráðstöfun til bess að leysa um sinn húsnæð- ismál Leikfélagsins — og á meðan mætti hugleiða betur framtíðarhlutverk og skipulag borgarleikhúss sem vel getur tekið skjótum breytingum í ört vaxandi borg. Og ráðhúsið fengi með þessu móti veglegu hlut- verki að gegna í miðjum bæn- um sem engu mundi spilla fyrir því meðan menn eru að jafna sig á tilkomu þess og gera sér betri grein fyrir öðrum notum sem megi hafa af því. Áreiðan- lega er þessi hugmynd þess verð að henni sé gefinn gaumur í fullri alvöru. — Ó.J. Rúmenar Frh. úr opnu. festingar er lengur um að ræða. Framleiðsla kaffis og sísal- hamps er á sífelldri niðurleið og í fátækrarhverfunum býr 250 þúsund manns í ryðguðum báru- járnskofum, striga og eymd, lif- andi beinagrindur í leir og saur. Það var mjög merkilegt, að Duvalier skyldi fylgja fjölskyld- unni á flugvöllinn. Hann lætur aldrei sjá sig utan dyra lengur. Hann situr í höllinni og rýnir í galdrastafi. En skuggarnir læð- ast sífellt nær honum úr öllum Skúmaskotum hallarinnar. ^amvinna Frh. af 10. síðu. ur og beittur penni, ef hann vill það við hafa. Samvinnan hefur langan feril að baki, byggir á traustum grunni og hefur sterkan bak- hjarl. Vonandi heldur hún áfram að vera eitt af merkustu tíma- ritum íslendinga. iþróttir 1. 1. Sigurður Grímsson, Álf- 2. Jó'hannes Atlason Fram. 3. Guðni Kjártansson ÍBK. 4. Magnús Torfason, fyririlði ÍBK. 5. Ársæll Kjartansson KR. 6. Þórður Jónsson KR. 7. Björn Lárusson ÍA. 8. Kári Árnason ÍBA. 9. Hermann Gunnarsson Valur. 10. Eyleifur Hafsteinsson KR. 11. Elmar Geirsson Fram. Varamenn: Kjartan Sigtryggsson ÍBK. Ævar Jónsson ÍBA. Sigurður Jónsson Valur. Jón Jóhannsson ÍBK. Hörður Markan KR. Iþrdttir Fram’hald af 11. síðu. ★ Langstökk stúlkna: 1. Gréta Baldursdóttir, Álf- heimavelli, 3,88 m. 2. Sigrún Jónsdóttir, Ármanns- velli, 3,80 m. 3. Ágústa Gunnarsdóttir, KR- velli, 3,77 m. ★ Hástökk drengja: 1. Sigurður Grímsson, Álf- heimavelli, 1,25 m. 2. Gunnar Hólm, Víkingsvelli, 1,20 m. 3. Bjarni Árnason, Víkingsvelli, 1,15 m. ★ Hástökk stúlkna: 1. Elinborg Proppe, Þróttar- velli, 1,20 m. 2. Málfríður Finnbogadóttir, Álfheimavelli, 1,20 m. 3. Ragnheiður Davíðsdóttir, Víkingsvelli, 1,20 m. ★ Boðhlaup drengja: Sigurvegari varð sveit Þróttar og Ármannsvallar, á 1,35.3 mín. •k Boðhlaup stúlkna: Sigurvegari varð sveit Þróttar og Ármannsvallar á 1,35.0 mín. PHILIPS kæliskápar HÖFUM FYRIRLIGGJANDI 5 stærðir af hinum heimsþekktu PIIILIPS kæliskápum. 137 L 4,9 cft. 170 L 6,1 cft. 200 L 7,2 cft. 275 L 9,8 cft. 305 L 10,9 cft. Afborgunarskilmálar. Gjörið svo vel að líta inn. VIÐ0ÐINST0R6 simi 10322 JB3L— SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. Lesið AlþýlSublaðið 30. júní 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ J5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.