Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.06.1967, Blaðsíða 16
HJATRU OG OFFITA Nýlega gaf gagnmerkt bókaforlag út gagnmerka bók eftir gagnmerk an jjrest fyrr á öldum. Þessi ágæti guðsmaður varð fyrir því óláni að sóknarbörn hans og sveitung- ar ásóttu hann með galdri, og rit- aði hann bókina um raunir sínar. Eru margir þeirrar skoðunar að ísetri heimild um galdratrú fyrri alda sé hvergi að finna. Það er ósköp hætt við að sumt nútímafólk, sem lítur í þessa bók, undrist þær trúarhugmyndir sem að baki henni liggja, og lofi jafn- vel guð fyrir að hafa leyft því ejálfu að lifa á tímum, þegar öll thjátrú og hindurvitni séu bless- unarlega upprætt. En þarna skyldu menn gá að fiér. Það er nefnilega alrangt að lijátrú og ‘hindurvitni séu úr sög- unni nú til dags, þvert á móti lifir þetta hvort tveggja góðu lífi, en það liefur breytt talsvert um mynd frá því sem áður var. Ein er sú hjátrú sem öllu tröll- ríður, ekki aðeins hér á landi fieldur og um allan hinn siðmennt aða heim, sem svo er nefndur, og jafnvel víðar. Það er sú trú, að tnönnum megi helzt ekki vera •fcæmilega í skinn komið, það sé mönnum liollast að vera horrengl- vir. Þessi trú er oft sett fram í ■nafni læknavísindanna, og af því að hún er sett fram í nafni vís- indanna, þá trúa henni auðvitað allir. Visindin hafa nefnilega á- inóta sess í augum nútímans og £uð almáttugur og heilög ritning höfðu fyrr á tímum. Alveg eins Og áður var trúað að allt væri rétt, sem í ritningunni stæði. þannig er nú 'gengið út frá því að allt sem tengt er vísindum á einhvern hátt hljóti að vera gull- vægt. Blöð hamast sýknt og heilagt við að birta ráðleggingar og leið- beiningar um það, hvernig losna eigi við kíló hér og kíló þar af þyngd sinni. Út frá því er alls staðar 'gengið að það sé mjög æskilegt að losna við þessi kíló. Því er oft haldið fram að það sé hættulegt að vera holdugur, sér- j staklega sé ístrubelgjum hætt við | hjartabilun; þetta kann vel að vera rétt, en það er engan veg- inn ein'hlítt. Horaðir menn og smávaxnir geta líka bilazt fyrir hjarta. Hins vegar gleymist yfir- leitt alltaf að geta um þær hætt- ur, sem þessi stöðugi áróður fyrir megrun getur haft í för með sér. Hvað skyldu þeir t.d. vera margir sem hafa fengið magasár eða bii- azt á taugum af ótta við að vera að þyngjast örlítið fram yfir það sem talið er óhætt. Nei, er þá ekki betra að lifa áhyggjulaust, borða vel og láta slag standa, Það má nefnilega ekki gleyma því, að feitir menn hafa marga kosti fram yfir lioraða. Það er viðurkennd staðreynd að feitir menn eru yfirleitt glaðlyndari og friðsamari en horrenglurnar, þótt það kunni að vísu að stafa af því að þeir geta hvorki slegizt með góðu móti né bjargað sér á flótta. Hitt er þó enn meir um vert, að í flestum eða öllum lönd Þar frægar kúlur r ■ ■■■* - ‘ " ''■ v. ■; ■ ■ « í Eyjasjó er agnamergð - á iði og ferð í kúlnalíki og .kólgan blá {:• þeim kastar til og frá. Þeim fleygðu í hafið frægðarmenri, sem fara enn .' i að Ingólfs dæmi og arka á tveim . um allt' að leita að þeim. Þar frægar.kúlur fljóta á land í fjörusand eða heimtast fyrst við hamrabrík, skal heita Kúluvík. um þykja ístrubelgir ekki færir um að gegna herþjónustu, og er þar með fundin leið til að tryggja varanlegan frið í öllum löndum og álfum. Ef allir menn væru ístrubelgir, þá væru ekki til nein- ir herir og þar af leiðandi ekki nein stríð. Er þessu 'hér með kom- ið iá framfæri við Sameinuðu þjóð irnar í þeirri von, að þær gangist fyrir því að fita mannkynið, en það er samkvæmt framansögðu eina raunhæfa leiðin til að draga úr viðsjám i heiminum. Kjörorðið hlýtur sem sagt að vera: Gerum alla að ístrubelgjum. Akranesliðið slökkti í rúst- unum. Alþýðublaðið. Ekkert skil ég í því, hvernig veðráttan er farin að haga sér. Hér var sólskin í gær, og þó var skemmtiferðaskij) í höfninni... — Okkur Nonna varð smávegis sundurorða. Ég vil að við giftum okk- ur í kirkju, en liann vill slíta trúlofuninni! — Þeir cru ekki á eitt sáttir um það, livar mörkin ínilli liverfanna þeirra liggja. í gamla daga gengu skvísurn ar út. Nú keyra þær út. . . Auðvitað ætti maður að gleðj ast yfir því, sem ínaður á. En nágranninn á það bara oftast líka. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.