Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 27. júlí 1967 - 48. árg. 167. tbl. — VERÐ 7 KR. FORSEÍINN ÍNEW YORK Föstudaginn 21. þ. m. bauð íslendingafélagið í New York forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirssyni og fylgdarliði hans, til kvöldverðar. Var samkoma þessi að Hotel Plaza, og sóttu hana 75 manns. Formaður islendingafélagsins, Sigurður Helgason forstjóri Loftleiða í New York, bauð forsetann velkominn, rakti sögu íslendingafélagsins, sem er nú 27 ára gamalt, og vakti athygli á hinum nánu tengslum, sem eru nú milli íslands og Banda- ríkjanna vegna aukinna samgangna. Hann minnti á að dag- legar íerðir væru nú farnar allan ársins hring milli New York og íslands, en jafn tíðar ferðir eru nú ekki farnar milli neinnar erlendrar stórborgar og íslands. Forseti þakkaði móttökur og kvaðst vona, að ferð sín myndi verða til aukinna vinsamlegra samskipta milli Bandaríkjanna og íslands. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Pétur Thorsteinsson, sendiherra, frú Unnur Helgason, forsetinn, frú Lilly Ásgeirsson. Emil Jónsson, utanríkisróðherra, frú Oddný Thorsteinsson. ekki glæpi segir King Washington, N. Y. og- Detroit 26- 7. (NTB-Reuter) DR. MARTIN Luther King og þrír aðrir þekktir leiðtogar blökku- manna gengusi fyrir því í dag, að bundinn yrði endir á kynþátta- óeirðirnar í Bandaríkjunum. Þeir lýstu þvi yfir, að ekkert óréttlæti gæti réttlætt þá eyðileggingu, sem unnin hefffi verið á negra- hverfmn margra stórborga. Dr. Martin Luther King, Roy Wilkins, Frh. á 14. síðu. IUU | 1 im,| Rússar með herpinót RÚSSNESKUR f iskveiðif loti'1 er nú milli Jan Mayen ogi Bjarnareyja. Tvö rússnesk nióö urskip eru á þessum slóffum einnig 5—6 herpinótabátar sem eru á stórsíldarmiffunum þar norffur frá. Engar áreiff- anlegar upplýsingar liggia fyr ir um aflamagn, affrar en þær, aff veiði hafi verði misjöfn og þoka hafi valdiff nokkrum tálm unum. Ekki er vitaff til aff Rúss ar hafi áffur notaff herpinóta- báta viff síldveiffar, en til þessa hefur mikill fjöldi rússneskra reknctabáta vcriff á miðunum.. Þeir eru nú horfnir af þessum miffum. Hætti við að hitta Pearson forsætisráðherra í Ottawa MONTREAL, 26. júlí (ntb-reuter). CHARLES de Gaulle, Frakklandsforseti, aflýsti í dag heimsókn sinni til Ottawa og flaug frá Montreal til Parísar í kvöld, án þess aS ræffa viff Lester Pearson. forsætisráffherra Kanada, en stjórnmálaviffræffur þeirra í Ottawa áttu að vera eitt affalerindiff til Kanada. Forsetinn hef- ur ekki geíiff neina opinbera skýringu á ákvörffun sinni, — en augljóst þykir, aff það uppistand, sem varff út af lokaorffum hans í ræðunni í Montreal í fyrradag: „Lifi frjálst Quebec", sé orsökin. Kanadíska stjórnin tók mjög hart með lest frá Montreal til Ottawa á orðum forsetans, sem sögð voru í kvöld. Þar átti Roland Michen- sama tungumál. Pearson, forsæt- isráðherra, sagði í gærkvöldi, að orð forsetans hafi verið hvatning til þess litla minnihluta, sem hafi það að markmiði að eyðileggja Kanada. Athugsemdir forsetans hafi því verið móðgun við Kan- adamenn og Kanadastjórn. Kan- adamenn og ríkin í kanadíska ríkjasambandinu væru öll frjáls og þyrftu ekki á neinni utanað- komandi hjálp að halda til þess að fá frelsi, sagði Pearson. Forsetinn sagði í gærkvköldi, að það mundi gleðja sig mjög, ef vera hans í Kanada gæti orð- ið frönsku íbúunum þai til góðs. Hann virtist ekki hafa skipt um skoðun, þegar hann hélt ræðu í Montreal í dag. Þá sagði hann, að Kanada byggi í næsta nágrenni við stórveldi, sem moð stærð sinni einni væri ógnun við þjóð- ernislega einingu Kanada. Lögreglan í Kanada hefur fcng- Pramhald á 15. síðu. opinber og ófyrirgefanleg afskipti af innanríkismálum Kanada, én heimildir í París, sem þekkja de Gaulle vel, segja, að hann hafi tekið sér mjög nærri, það, sem Pearson sagði um málið, og þess vegna hafi hann ákveðið að fara heim. Ákvörðun forsetans vakti enga sérstaka undrun í Ottawa, þar sem stjórnarráðsstarfsmenn hafa gefið í skyn, að yf'irlýsing Pearsons hafi nánast boðið þessu heim. En þó var lögð á það á- herzla, að de Gaulle hefði sjálf- ur tekið þessa ákvörðun, og það hafi alls ekki verið um það að ræða, að Pearson bæði hann að hypja sig. Kanadastjórn var tilkynnt um ákvörðun forsetans strax í gær- kvöldi, en opinber tilkynning var ekki gefin út um þetta fyrr en Kanadastjórn hafði rætt málið síðdegis í dag. De Gaulle fór frá Montreal í kvöld til Parísar. Ef allt' hefði farið eins og ætlað var, hefði franski þjóðhöfðinginn, sem nú er á 77. aldursári, farið er, aðalríkisstjóri Kanada og op- inber fulltrúi Elísabetar Eng- iandsdrottningar í landinu, að taka á móti honum. Síðan átti hann að ræða við Pearson um stjórnmál, — en talið er, að þær viðræður hefðu verið fremur kuldalegar eftir það, sem á und- an er gengið. Orð de Gaulle — lifi hið frjálsa Quebec —. hafa verið túlkuð sem bein hvatning til frönskumælandi minnihlutans í Kanada, að segja sig úr lögum við aðra og stofna óháð, franskt ríki. Aðskilnaðarsinnar meðal frönsku mælandi manna í Kanada fögn- uðu de Gauíle ákaflega, en hinn enskumælandi meirihluti for- dæmdi algjöriega framkomu for- setans og hægfara frönskumæl- ándi fólk var ekki heldur hrifið, að því er sagt er í Ottawa. Margir óttuðust, aff orff de Gauile væru eins og olía á þann sundurþykknield, sem Kanada- stjórn hefur reynt að kæfa með þegnunum, sem ekki tala allir m ■ ■■ Ti a Viðbrogoifli í Frakklandi París, 26. 7. (NTB) FRAKKAR eru nú ráðalausir yfir því, aff de Gaulle skuli hafa komiff sér í þá klípu, aff vandiega skipulögff opinber heimsókn til lands, sem Frakk- land hefur alltaf haft vinsam- ieg samskipti viff, er nú aff engu orðin, segir fréitastjóri Parísarskrifstofu Reuters- Almenningur á götum París- ar veltir vöngum yfir því, hvort de Gaulle muni ekki bú- inn að tapa sér, — og það eru ekki bara yfirlýstir andstæðing ar hans heldur einnig fyrrver- andi stuðningsmenn, sem segja eitthvað. á þessa leið: „Hann hefur misst tökin á Iþessu öllu saman“. „Hann er orðinn of gamall“. — Það er nokkurn veginn víst, að Montreal- hneykslið hlýtur að draga dilk á eftir sér, sem kemur í ijós, þegar þingið kemur saman i október. Ekki er að búast við neinni útskýringu á orðum de Gaulle fyrr en hann er kominn heim til Parísar. Frönsk blöð gagn- rýna yfirleitt öll framkomu forsetans, — jafnvel þau, sem, styðja stjórnina, létu í Ijósi ótta við, að þetta kynni aff skaffa álit Frakklands út á viff. Andstæðingar frönsku stjórn arinnar bíða átekta, þar til de Gaulle hefur gefið sína skýr- ingu, — en þó ihafa þeir sagt, að það væri móðgun við sjálfs- ákvörðunarrétt þjóðe, að þjóð- höfðingi, sem er í opiniberri heimsókn, fari að sk pta sér af innanríkism'álum gestgjafa- landsins — eins og de Gaull® hafi nú gert.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.