Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 4
 Rltstjórl: Benedlkt Gröndal. Simar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — Aösetur: Alþýöuhúsiö við Hverfisgötu, Rvík. — Prentsmiðja AlþýÖublaðsins. Siml 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lausa* sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn. Detroit ■ UNDANFARNA DAGA bafa geisað í Bandaríkj- 'unum stórfelldari kynþáttaóeirðir en nokkru sinni fyrr, ekki í einni borg heldur mörgum, stórum og smáum. Neistar af smáatvikum hafa orðið að stórfelld um sprengingum. Tugir manna hafa fallið, þúsundir særzt og stórborgir eru eins og eftir loftárásir. Þessi átök eru hin alvarlegustu síðan Þrælastríðið var háð fyrir rúmlega öld. Hinar 20 milljónir blökku- manna í Bandaríkjunum virðast nú staðráðnar að ganga eftir þeim rétti, þeim tækifærum í lífsbarátt- unni og þeirri virðingu, sem þeim var í rauninni heit- ið, þegar Abraham Lincoln veitti forfeðrum þeirra, þrælum, frelsi. í áratugi miðaði hægt í öllum framfaramálum blökkumanna. En nú síðasta aldarfjórðunginn hefur það breytzt. Efnahagur þeirra hefur stórbatnað, skóla- mál þeirra lagazt verulega, réttindi þeirra aukizt, og nú nýlega hafa þeir eignazt fyrsta öldungadeildar- þingmanninn og fyrsta hæstaréttardómarann. Samt er löng leið ófarin. Misréttið er enn hróplegt, atvinnu- leysi mun meira en meðal hvítra og tiltölulega fleiri blökkumenn falla í Vietnam en hvítir. Vafalaust verða kynþáttaóeirðirnar til þess að hræða hvíta fólkið, og það er líklegt til að snúast frek- ar gegn blökkumönnum eftir slík tíðindi. En hitt fer vonandi ekki framhjá bandarískum ráðamönnum, að þróun síðustu ára hefur ekki verið nægilega hröð. Bandarískt þjóðfélag verður að grípa til stórfelldra að gerða, sem jafna metin milli kynþáttanna, sem upp- ræta fátæktina, afnema fátækrahverfin. Svo virðist sem ekki muni veita af allri athygli og öllu þreki amerískra stjórnvalda til að leysa þetta risavaxna þjóðfélagsvandamál. De Gaulle DE GAULLE Frakklandsforseti hefur verið í opin berri heimsókn í Kanada, boðinn þangað í tilefni af 'aldaraimæli ríkisins. Hefur hann nær eingöngu heim- sótt þau landssvæði, þar sem Kanadamenn af frönsku bergi brotnir eru búsettir. Hefur de Gaulle í ræðum sínum ýtt mjög undir stjálfstæðishreyfingu þessa fólks og þar með blásið á elda, sem lengi hafa reynzt Kanada hættulegir. Þessi frarrkoma forsetans er stórfurðuleg og liinn grófasíi dónaskapur í garð gestgjafa hans. Franski hluti kanadisku þjóðarinnar nýtur þess frelsis, sem mest er til, og mundi hvorki gera sjálfum sér né öðr- um gagn með því að kljúfa ríkið. Framkoma de Gaull- es minnir mesí á Hitler og þýzka nazista, sem ráku þá stefnu að allt fólk af þýzku bergi brotið væri hluti af briðja ríkinu. ÚTSALA HJÁ ANDRÉSI HERRADEILD UPPI (II. hæð). Karlmannaföt Stakir jakkar Stakar buxur HERRADEILD NIÐRI (I. hæð). Peysur verð frá kr. 385.— Nylon skyrtur verð frá kr. 95.— Straufríar bómullarskyrtur verð kr. 250.— Sundskýlur, verð kr. 75.— til 125.— Drengjaskyrtur verð frá kr. 75.— Auk margs annars á mjög hagstæðu verði. DÖMUDEILD: Kápur verð frá kr. 975.— Dragtir verð frá kr. 800.— Kjólar verð frá kr. 695.— Pils verð frá kr. 350.— Blússur verð frá kr. 150.— Nylonsokkar frá kr. 20.— ★ VEIÐIN í ÞINGVALLA- VATNI. Hafníirðingur hefur sent okkur svohljóðandi bréf um Þingvallavatn: „Ég er einn af þeim mörgu, sem hef gaman af að fara með stöng og renna fyrir silung í vatni eða lækjar- sprænu. Ég hef ekki, fremur en svo margir aðrir, bolmagn eða peninga til að stunda laxveiðar, sem nú virðast vera orðnar forréttindi hinna riku á íslandi. Oft fer ég austur að Þingvöllum og renni þar í vatnið, þótt sjaldnast hafi maður af því árangur sem erfiði. Um liverja einustu helgi í sum- ar má sjá þar tugi manna, jafnt ungra sem gam- alla með veiðistengur á vatnsbakkanum. Yfirleitt hef ég aldrei séð nokkurn mann fá þar nema í hæsta lagi nokkrar murtur. Ég veit ekki hvað veldur þessari fiskitregðu, en sumir segja að í vatninu sé mikið af stórum og góðum fiski, en hann komist bara alls ekki inn í Vatnsvíkina eða Vatnsvikið, sem stundum er kallað, þar sem langflestir eru að veiða. Þeir eru því margir, sem þarna verða fyrir vonbrigðum, og ef til vill ekki slzt börnin, sem þarna fá oft að reyna sig fyrsta sinni við þessa hollu og skemmtilegu íþrótt. Þetta þarf að breytast, og' hefur mér í því sambandi dottið eftirfarandi í hug: ★ RÍKIÐ EIGNIST VEIÐI- j RÉTTINN. I í Ríkið á mikið af því landi, sem liggur að Þingvallavatni, og það er einmitt i ríkislandinu, sem almenningur kaupir veiðileyfin. Það væri held ég tiltölulega auðvelt og einfalt mál fyrir ríkið, að eignast allar jarðirnar og öll lönd og þar með veiðirétt hringinn í kringum Þing« vallavatn. Það hlýtur raunar að koma að þessu, það er aðeins tímaspursmál, hvenær það verður. En það er sem sagt mín tillaga í þessu máli, að ríkið eignist allan veiðirétt 1 vatninu óskiptán. Svo verði netaveiði bannfærS með öllu, en vatnið þess í stað opnað almenn- ingi allan hringinn til stangaveiða og lánaðip verði út bátar fyrir þá sem vilja veiða á vatninu. Ef sérfræðingar telja, að vatnið ekki mundi þola þá ásókn sem með þessu skapaðist' væri mjög auð- velt að koma við fiskirækt við vatnið og bæta J það seyðum árlega eftir því sem þurfa þætti. Má i því sambandi minna á, að ríkið á myndarlega fiskiræktarstöð í Kollafirði, þar sem milljónir seyða eru aldar upp á hverju einasta ári. Það er löngu orðið nauðsynlegí að skapa almenningi bætta aðstöðu til að iðka útilíf og veiðiskap, og ég held að þetta sé tiltölu- lega einföld og hagkvæm leið til þess. Ég vona svo að endingu, að þið birtið þetta bréf, áðuc en sumarið er á enda. — Hafnfirðingur. 4 27. júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.