Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 8
Bókasafn í Edmonton í Alberta Landsbóka- og þjóöskjalasafn í Ottawa. Læknadeild í Nova Scotia. Stjórnarráðsbyggring: í Nýju Brúnsvík. 1100 ÁRA AFMÆLI íslands- byggffar er framundan og hefur Alþingi þegar sett á laggirnar nefnd til að undirbúa hátíðar- höld. Nefndin skilaði fyrsta áliti snemma á þessu ári og benti á margt, sem gera mætti en helzt byggingu þjóðarhúss á ÞingvöIIum. Þessi hugmynd hef ur sætt mikilli gagnrýni, með- al annars í Alþýðublaðinu. Virðast alþingismenn, og raun- ar ýmsir fleiri, hallast að bygg- ingu þirghúss, sem er mjög aðkallandi, en tekur óhjákvæmi Iega nokkurn tíma. Þá hefur verið bent á nauðsyn bygging- ar yfir Landsbókasafnið, Há. skólabókasafn og Þjóðskjala- safn, sem þyrfti að verða mynd arleg bygging og verður að rísa áður en mörg ár líða, ef komast á hjá vandræðum. Hefur sú hugmynd hlotið tnikinn stuðn- ing. Kanadamenn halda á þessu ári hátíðlegt aldarafmæli sitt. Hafa þeir gert það með slíkum myndarbrag, að þeim er til mikils sóma, svo sem kunnugt er. Mest ber á heimssýningunni í Montreal og öðru slíku, en hátíðarhöldin eru margþætt og fara fram um allt landið. Meðal þess, sem Kanada- menn gera til að minnast ald- arafmælisins, er að reisa opin- berar byggingar í tilefni af þessum timamótum, víðs vegar um landið. í myndarlegu af- mælisriti, sem Kanadastjóm hefur meðal annars sent blöð- unum í Reykjavík, er sagt frá nokkrum þessara afmælisbygg- inga. Er fróðlegt til samanburð ar að athuga. hvaða verkefni Kanadamönnum hefur þótt sæma þessu stórafmæli. Fyrst er rétt að geta að þing bygg. í Ottawa er tengd við fyrri stórafmæli ríkisins Gaml a þinghúsið brann 1916, og var þegar hafizt handa um að byggja annað og meira. Það var að vísu tekið í notkun að nokkru Ieyti þegar 1920, en vígsla þess var látin fara frám á 60 ára afmæli ríkisins 1927, og var húsið þá fullgert. Þær afmælisbyggingar, sem getið er í áðurnefndri bók, eru þessar: í höfuðborginni, OTTAWA, hefur verið reist geysimyndar- leg bygging fyrir landsbóka- og þjóðskjalasafn. Þegar Vestur- Islendingar gáfu stjórninni minningartöflu um fund Vín- lands, var henni valinn staður í þessari byggingu og tók for- sætisráðherra þar á móti töfl- unni. í höfuðborg fylkisins NEW BRUNSWICK, Fredrickton, cr verið að reisa mikið hús og veglegt, þar sem ýmsar stjórn- arskrifstofur verða til húsá. Frh. á 14. 'síðu. Q G. .na Lolobrigida og Mike Sko fic skildu fyrir rúmu ári, nú e • Gina 38 ára að aldri- Sonur henn ar Mike, er 10 ára gamall, en hann er einkabam þeirra. í raun og veru voru þau skilin í sex ár, áður en skilnaðurinn var gerður opinber, en þar til fyrir einu ári neituðu þau stöðugt sögusögnum um að eitthvað væri að 'hjóna- bandi þeirra. Milijónum ítala og sjálfsagt fleirum mun hafa þótt miður, að einmitt þetta hjónaband skyldi fara í hund og kött. Frá byrjun var þetta svo eindæma gott hjóna band, að því er álitið var, og slíkt er nú sjaldgæft meðal kvikmynda leikara. Og fyrstu 11 árin gengu 'hljóðlaust fyrir sig. Síðan komu sex ár, þegar allt var að fara í rúst, þegar þau reyndu að láta líta svo út sem allt væri í lagi — vegna barnsins eða kannski ósk- uðu þau bæði eftir, að allt lag- aðist. Giftust í skíðafatnaði. Gina var fátæk í æsku og ólst upp í litla bænum Subiaco, sem er í fjöllunum fyrir austan Róm. Hún var trúuð eins og allir íbúar þorpsins og þess vegna trúði hún statt og stöðugt á samlyndi fjcl- skyldunnar- Og Róm og kvik- myndaheimurinn gátu ekki hagg- að þessari trú hennar. Þar að auki var hún yfirmáta ástfangin, þegar hún gifti sig. Giftingin varð ákaflega róman- tísk. Gina var þá smástirni, sem þó átti greinilega mikla framtíð fyrir sér — ekki sízt vegna síns fallega vaxtarlags og augnanna, sem þóttu minna á dádýrsaugu. Mike var þá ungur læknir, sem hafði flúið frá Júgóslavíu og var læknir í flóttamannabúðum, sem voru rétt hjá, þar sem kvikmynd- in Cinecitta var tekin. Þau mætt- ust þama af tilviljun, en það var ást við fyrstu sýn. Og giftingin varð allóvenjuleg. Gina og Mike giftust í lítilli kap- ellu uppi á Terminillofjallinu, og þau voru klædd skíðafötum. Þetta var 15. janúar 1949- Mike Skofic sagði seinna frá því, að það hefði ekki verið tiigangurinn með því að gifta sig í skíðafötum að vekja með því sérstaka athygli, heldur hefði það verið af fjárhagslegum ástæðum. Þau áttu skíðafatnað, en höfðu ekki ráð á að kaupa sér önnur föt. Mike óvinsæll. Þau fluttu inn í litla íbúð í eiiini útborg Rómar. í fyrstu urðu þau að notast við venjulega spor- vagna og strætisvagna til að kom ast til. og frá vinnu. Svo tókst Mike að aura saman fyrir notuð- um bíl. En þau voru hamingjusöm og eins og annað venjulegt fólk reyndu þau að skapa sér örugga framtíð. Gina var nú á góðri leið með að verða fræg og Mike hætti við læknisstarfið til að hjálpa konu sinni á framabraut- inni. Hann gerðist fulltrúi hennar gagnvart kvikmyndastj. og blaða- fólki og brátt kom í ljós; að hann var ákveðinn og harðskeyttur þeg ar hann átti samskipti við það- Og brátt varð hann mjög óvinsæll fyrir óvenjulega hörku sína. En Gina fylgdi algjörlega hernaðar- aðferðum ihans, en vinsældir henn ar jukust stöðugt og' hún varði mann sinn af öllum kröftum, þeg ar einhver þorði að láta í ljós gagnrýni sína. Örlagarík mistök. Mike Skofic hefur erfitt skap og í æsku hafði hann reynt ýmsa erf iðleika vegna stríðsins. Hann missti ríkisborgararétt sinn, eftir að hann flúði frá Júgóslavíu- Hann er eiginlega enn þann dag í dag ríkisfangslaus og hefur það ekki haft góð áhrif á Skaplyndi hans að vera ,,utanveitu“. Það var líka mikil breyting fyrir hann að koma beint úr flóttamannabúð- um og í kvikmyndaheim Róma- bórgar. Og eins og margir Slavar er hann geysilega tilfinninganæm ur. En Mike Skofic gerði mikil mis tök frá fyrstu stundu. Hann ieit á Ginu eins og heimska brúðu, sem hefði ekkert nema útlitið. Þannig misskildi ihann auðsveipni hennar og ást, hélt að hún væri ekki manneskja til að sjá um neitt sjálf, sem sagt án bans væri hún hjálparvana. Og í sannleika sagt var auð- velt að hafa þessa skoðun á. ,,Lollo“. Hún lét eiginmanninn sjá um allt. Hann sá um alla samn inga, hann ræddi við blaðamenn, 27. júlí 1967 ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.