Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 9
ótrúr og smám saman versnaði ástandið aftur. Og svo fóru að breiðast út kjaftasögur um, að þau hefðu sézt með hinum og þess um og voru þetta þó mest lógnar sögur. ,,LcyiiisKiinsoiir . Árið 1961, rétt fyrir brúðkaups- daginn 15. janúar, lýsti Skofic því yfir, að þau ætluðu í „pílagríms- ferð upp á Terminillofjall. Og Gina bætti við: Ekkert hefur breytzt síðan þá.... En aðeins mán uði seinna sást Skofic í nætur- klúbbi með júgóslavnesku leikkon unni Gubu Bodin. En á yfirborðinu reyndu Skofic hjónin að láta líta svo út sem allt væri í lagi og hugsunin um fram tíð .barnsins tengdi þau saman. En eftir að Mike hætti að stjóma málum konu sinar keypti hann bókaforlag í Elórens — þar sem hann nú býr — og gaf m.a. út sjaldgæfa útgáfu a£ Divina Come dia Dantes- En Gina aftur á móti sneri sér nú að hinu ljúfa lífi unga fólksins og skemmti sér af hjartans lyst eins og hún væri tvítug aftur. Og Skofic hjónin lifðu nú hvort sínu lífi, það kom æ oftar fyrir, að hann sást með austurrísku söng- konunni Ute de Vargas Aichbich- Framhald á bls. 14. slíkum tilboðum, en lagði allt kapp á að koma konu sinni áfram. Gina gerir uppreisn. Og árin liðu. Gina Lollobrigida varð heimsfræg og það átti hún að allega að þakka útliti sínu, mikilli vinnu og hjálp eiginmannsins. En hún hafði jafnframt þroskazt. Hún hafði ekki lengur þörf fyrir að Mike réði fyrir hana og vildi fara að ráða sjálf, en það skildi Mike ekki, hann 'hélt að hún væri ailtaf hjálparvana án hans. Gina hafði nú geysilegar tekjur og þau gátu nú keypt sér „drauma húsið“, villu við Via Appia Anti- ca. Og frægð Ginu jókst stöðugt. Hún umgekkst nú orðið kónga og fursta og var m.a. kynnt fyrir El- ísabetu drottningu. Hún ferðaðist einnig mikið um heiminn og jók við þekkingu sína, hitti rithöf- unda, listamenn, stjórnmálamenn og blaðamenn að máli viðs vegar um heim. Og .Mike tók að gagn- rýna hana, þegar hún hætti að vera „hjálparvana brúðan“. Sam- búðin tók að versna, en svo fædd- ist sonur þeirra árið 1957 og um tíma virtist allt ætla að falla í ljúfa löð. En svo þegar hún varð að vera langtímum að heiman vegna kvikmyndaleiksins tóku • grunsemdir að vakna hjá henni um að maður hertnar væri.henni hann valdi allar myndir af henni, sem átti að birta- Hún dáðist tak- markalaust að honum og tilbað hann sem hálfguð. Hann var líka glæsilegur útlits, vel gefinn, og einhvern tímann kom til mála að hann reyndi sig við kvikmynda- leik, en hann hafnaði þó öllum Skofic hjónin fá ekki rifizt um yfirráðarétt yfir syni sínum, Milko jr. Hann býr hjá móður sinni, en faðirinn hefur leyfi til að heimsækja hann, þegar hann vill, og bæði taka þau ákvarðanir um skóla. göngu hans og framtíð MiIke Skofic liefur nú gerzt bókaútgefandi. Auglýsing um innheimtu opinberra gjalda í Reykjavík Næstu daga verður gjaldendum opinberra gjalda í R-vík sendur gjaldheimtuseðill þar sem tilgreind eru gjöld þau er greiða ber til Gjald heimtunnar samkvæmt álagningu 1967. Gjöld þau sem innheimt eru sameiginlega og tilgreind eru á gjaldheimtuseðli eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, námsbókagjald, líf eyristryggingargjald atv.r. slysatryggingagjald gj., aðstöðugj., tekjuútsvar, eignarútsvar, kirkju gj., avinnuleysistryggingagj., kirkjugarðsgjald, atvinnuleysistryggingagjald, kirkjugarðsgjald, launaskattur, sjúkrasamlagsgjald og iðnaðar- gjald. Það, sem ógreitt er af sameiginlegum gjöld- um 1967 (álagningarfjárhæð, að frádreginni fyrirframgreiðslu pr. 14.7 sl.) ber hverjum gjaldanda að greiða með 5 afborgunum, sem nánar eru tilgreindar á seðlinum, þ. 1. ágúst, 1. sept., 1. okt., 1. nóv., og 1. des. Séu mánaðar greiðslur ekki inntar af hendi 1.-15. hvers mán aðar, falla öll gjöldin í eindaga og eru lögtaks kræf. t Gjaldendum er skylt að sæta því, að kaupgreið endur haldi eftir að kaupi þeirra tilskyld- um mánaðarlegum afborgunum, enda er hverj um kaupgreiðanda skylt að annast slíkan af- drátt af kaupi 'að viðlagðri eigin ábyrgð á skatt skuldum starfsmanns. Gjaldendur eru eindregið hvattir til að geyma gjaldheimtuseðilinn þar sem á honum eru einnig upplýsingar um fjárhæð og gjalddaga fyrirframgreiðslu 1968. Reykjavík, 26. júlí 1967. GJALDHEIMTUSTJÓRINN. Lokað Tollstjóraskrifstofan og vöruskoðunardeild toll gæzlunnar verða lokaðar mánudaginn 31. júlí vegna ferðalags starfsfólks. Þó verða menn staddir í tollstjóraskrifstof- unni frá kl. 10-12 árdegis til að afgreiða allra nauðsynlegustu skjöl. Tollstjórinn í Reykjavík, 26. júlí 1967. Kennara vantar að Gagnfræðaskóla Hús'avíkur. Aðalke'nnslugreinar erlend mál. Upplýsingar eru veittar hjá skólastjóra og Ingvari Þórarinssyni, formanni fræðsluráðs. 27. júlí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.