Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 11
Skemmtileg keppni í golfi Verðlaunaafhending í 4x100 m_ boðhlaupi, HSÞ sigraði á nýju meti. HSK hlaut önnur verðlaun og ÍR þriðju. (Mynd: Bj. Bj.) HSÞ setti Islandsmet- Þorsteinn 48,2 í 400m. Valbjörn befur hlotið átta meisfarastig til þessa Keppni var skemmtileg og ár- angur góður á öðrum keppnisdegi Meistaramóts íslands í frjálsum íþróttum í fyrrakvöld. Sveit HSÞ setti íslandsmet í 4xl00m. boð- hlaupi kvenna, hljóp á 53,2 sek. og bætti þar með met ÍR frá 19 64 um 3/10 úr sek. Þingeysku stúlk FRAM-KR í KVÖLD í kvöld kl. 20,30 heldur 11. deildarkeppnin í knatt- spyrnu áfram á Laugardals- vellinum. Þá leika KR og Fram fyrri leik sinn. Keppn in er óvenju spennandi að þessu sinni. Talað er um, að fimm félög eigi enn möguleika á sigri, en það er nú býsna langsóttur möguleiki. Félögin eru Val- ur, Akureyri, Fram, Kefla- vík og KR. Á sama hátt má segja, að tvö félög geti enn fallið, þ.e. Akranes og KR og einhvern tíma hefði það þótt saga til næsta bæjar. En hvað um alla möguleika, þá má búast við skemmti- legum leik í kvöld. urnar höfðu yfirburði í hlaupinu. Annars vakti 400m. hlaupið mesta athygli í fyrrakvöld, Þorsteinn Þorsteinsson, KR sigraði með nokk rum yfirburðum og setti nýtt ung lingamet, íhljóp á 49,2 sek. Fyrra metið, 48,6 sek. átti hann sjálfur. íslandsmet Guðmundar Lárusson- ar, Ármanni frá EM í Briissel 19 50, er hann varð fjórði í úrslitum, er 48,0 sek. Veður var ekki sem bezt í fyrrakvöld til hringhlauRS, kaldur andvari. í logni er trú- legt að metið hefði fokið. Tími Þórarins Arnórssonar, ÍR 49,9 sek. og Trausta Sveinbjörnssonar, FH 50.1 sek. eru einnig ágætir og þeirra langbeztu. Jóhann Friðgeirs son, UMSE bætti einnig sinn tíma í þessu hlaupi og setti nýtt héraðs met, 52,8 sek. Valbjörn Þorláksson, KR hefur verið sigursæll á þessu móti eins og á undanförnum meistaramót- um, alls hefur hann hlotið 7 meist- arastig á mótinu, þar af tvö í boð hiaupi og stangastökki. Nokkur mótvindur var í tveimur fyrst- nefndu greinunum og Valbjörn getur betur. Stangarstökk Val- bjarnar var ágætt, hann náði sín um bezta árangri í sumar, 4,30 og átti góða tilraun við 4,51 m., en met hans er 4,50 m. Reynir FH vann Víking 35—15 (18—8) og KR ÍR 24-22 (14-11) í ís- landsmótinu í útihandknattleik í Ilafnarfirði í í'yrrakvöld. Hjartarson, IBA varð annar í grindahlaupinu og veitti Val birni töluverða keppni. Jón H. Magnússon, ÍR sigraði í sleggjukasti, en hann er nú orð- inn okkar bezti sleggjukastari. Annars köstuðu þrír menn yfir 50 m., sem er gott á íslenzkan j mælikvarða. Erlendur Valdimars j son, ÍR lilaut íslandsmeistaratit- i ilinn í kringlukasti, en hálfbróðir , hans, Þorsteinn Alfreðsson, ! UMSK veitti honum harða keppni , ' og varð annar. Halldór Guðbjörnsson, KR fékk óvænt harða keppni í 1500 m. hlaupi, en sigur hans var þó aldrei í hættu. Gunnar Kristins son, HSÞ varð annar á sínum langbezta tíma, 4:04,3 mín. Þór- arinn Arnórsson, ÍR náði einnig sínum bezta tíma, 4:11,1 mín. og hafði þá nýhlaupið 400 m. á 49,9 sek. Kvenfólkið lét ekki sinn hlut eftir liggja, en áður hefur verið getið um met HSÞ í boðhlaupinu. Lilja Sigurðardóttir, HSÞ hafði yfirburði í 80 m. grindahlaupi, hljóp á' 12,8 sek. í mótvindi, sem er meistarametsjöfnun. Met Lilju í greininni er 1/10 úr sek. betra og hefði fallið í hagstæðara veðri. Loks hafði Fríður Guðmundsdótt ir, ÍR yfirburði í kringlukasti, náði bezta árangri ársins og kast- aði 32,50 m. Helztu úrslit: 110 ra. grindahlaup: Valbjörn Þorláksson, KR, 15,8 sek. Reynir Iljartarson, ÍBA, 16,0 sek. Sigurður Lárusson, Á, 16,2 sek. Snorri Ásgeirsson, ÍR, 18,1 sek. Guðraundur Ólafsson, ÍR, 18,4 sek. Framhald á bls. 14. Laugardaginn 8. júlí hófst í ' Grafarholti hin árlega keppni G.R. um' Oiíubikarinn. Keppni þessi er tvíþætt þ.e. fyrst fer fram undirbúningskeppni, sem er 18 holu höggleikur með for- gjöf, síðan halda svo 16 beztu áfram í útsláttarholukeppni, er stendur út næstu viku. Þeir. tveir, er standa eftir að lokinni 3. um- ferð heyja svo úrslitaleik um bikarinn réttri viku eftir undir- búningskeppnina. Holukeppni er oft mjög spennandi og harðvít- ugur leikur, enda urðu sumir þátt takenda að leika 18 holur, áður en sigur vannst. Til leiks í und- irbúningskeppnina mættu 29 kylfingar. Árangur varð fremur slakur enda voru leiksskilyrði miður góð. Strax á sunnudag og mánudag hófst svo 1. umferð. Að lokinni 3. umferð stóðu eftir tveir kylfingar, þeir Erlendur Einarsson og Eiríkur Helgason. Þeir léku síðan til úrslita 18 hol- ur laugardaginn 15. júlí. Keppn- in var alltvísýn framan af en er síga fór á seinni hlutann i tryggði Erlendur sér smám sam- i an sigurinn með öruggum og linitmiðuðum leik. Úrslit urðu sem sagt, þau, að Erlendur Ein- arsson varð sigurvegari í keppni G.R. um Olíubikarinn 1967. Er- lendur sigraði Eirik með nokkr- um 'mun þ.e. 4—3 (átti 4 holur unnar, þegar þrjár holur eru eft- ir). Þetta er fyrsta stór-keppnin, sem Erlendur sigrar í, a.m.k. sú stærsta hingað til. Árangur í undirbúningskeppni varð sem hér segir: Með forgjöf: 1. Hörður Óiafsson 97 — 25 72 högg. 2. Sveinn Gíslason 100—28 72 högg. 3. Arnkell B. Guðmundsson 91-17 74 högg. 4. — 6. Eiríkur Helgason 100—25 75 högg. 4.—6. Erlendur Einarsson Framhald á 14. síðu. íslandsmetið jafnað tvívegis Á MEISTARAMÓTI íslands í gær kvöldi var íslandsmetið í 200 m. 'hlaupi kvenna jafnað tvívegis. í undanrásunum hljóp Þuríður JÓnsdóttir, HSK, á 27,1 sek., tn í úrslitahlaupinu sigraði Kristín Jónsdóttir, UMSK og hljóp á 27,1 sek. Valbjörn Þorláksson, KR, varð meistari í fimmtarþraut, — hlaub 3144 stig og hlaut þar með áttunda meistarastigið. — Nánar á morgun- Sveit KR, sem sigraði í 400 m.boðhlaupi, frá vinstri: Halldór Guð- bj„ Þorsteinn Þorst., Ólafur Guðm. og Valbjörn Þorl. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 27. júlí 1967

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.