Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 13
KÓJflyjíoÆS.BÍfJ Vitskert veröld (It is a mad mad world). Heimsfræg og snilldar vel gerð amerísk gamanmynd í litum og panavision. Endursýnd kl. 5 og 9. ÍSLENZKUR TEXTI. Tálbeitan Ný ensk stórmynd í litum með íslenzkum texta. SEAN CONNERY. GINA LOLLOBRIGIDA. Sýnd kl. 9. ÖKUMENN! Látið stilla í tíma. Hjólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Fljót og örugg þjón- usta. BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 Sími 13-100. ÓTTAR YNGVASON, hdl. BLÖNDUHUD 1, SlMI 21296 V IDT A LS J. K L. 4 — 6 MÁLFLUTNINGUR LÖGFRÆÐISTÖRF nýtt&betra VEGA KORT Sólin sveipaði konulíkamann í rúminu. Hún stundi. Ég leit forvitnislega umhverf- is mig til að aðgæta hvort ein- liver ummerki um návist James sæjust í herberginu. Þau sáust aldrei. Risastór mynd af James með spartverskan hjálm glott'i framan í mig af náttborðinu en myndir af James voru í liverju herbergi. James að taka í hönd konunga og prinsa — James í bíl með forsetanum — James að taka við blómvendi frá smábarni. En náttföt eða inniskór sáust al- drei þarna inni og hurðin að svefnherbergi hans var aldrei opin. Þennan morgun voru til- finningar mínar til Trish blendn ari en venjulega og ég saknaði mannsins hennar. Ég leit' hana öðrum augum en fyrr. Hún hafði sigrað mig líka. Hún lá á koddahlaða og leit undrandi á mig. Hún fitjaði upp á nefið. — Hvað ert þú að gera, elsk- an! Hvar er Lúcíana? — Farin i tveggja daga frí. Áhrifin hefðu naumast orðið meiri þó ég hefði gefið henni utan undir. Hún kipptist við. Hún hlustaði þegjandi á sögu mína og varir hennar voru sam- anbitnar. En hvort sem hún var reið eða ánægð fann ég til stings þegar ég horfði á hana. Hún var lík rósunum sem stóðu fyrir utan dyrnar hennar. Hún líktist sólskininu sem hún lokaði úti með þykkum gluggatjöldum. Ég endurtók sögu Lúcíönu og sagði að Nicoletta í þorpinu væri ágætis kokkur og að Lúci- ana hefði hjólað til hennar í þorpið til að biðja hana um að elda í tvo daga. Ég bætti því við, að Lúcíana sendi innileg- ustu afsökunarbeiðnir, mér fannst það hljóma italskt. Trish tók fréttunum vel eftir fyrsta áfallið og hlóð á mig alls konar verkefnum. Ég var fegin. Ég fór í eldhúsið til að sækja ósæf.an safa úr þremur sítrón- um, þurrt kex og svart kaffi — hvílikan mat átu ríkar og fagr- ar konur! og hafði ánægju af þessu. Það var léttir. Hún mátti þræla mér út. Nuddkonan kom og þegar Trish var komin í dökkbláan kjól með hvítum kraga, sagði hún allra náðarsamlegast að ég mætti fara til Jamesar. Ég fór hlýðin niður og velti því fyrir mér hvað James héldi. Ég tók tvö þrep í hverju stökki og lenti í faðminum á Bob Lane. Ég sleit mig lausa og horfði á hann og skalf eins og ég hefði köldu. Mér varð illt. — Hvað ertu að gera, vitfirr- ingurinn þinn? Hvað varð af þér í gær? Veiztu að ég fékk Lúcí- önu t’il að koma með mér upp og lemja á dyrnar að herberginu þínu! Með hvaða leikara stakkst þú af? Hvernig dirfistu að koma svona fram við mig, Hann talaði við mig í sama tón og karlmaður við konu sem hann er hrifinn af. Hann brosti til mín. Skollinn hirði þig, hugs- aði ég. Skollinn hirði þig, elskan. — Ég brosti. — Já, ég.fékk biðil í gær. \— Mann frá Kaprí. Ég gerði mitt bezta til að stæla Midgé. 111 rbP Suzanne EbeL ✓ A u 36_ 0( IkKí 3Á! f\ ÍT — Gott lijá þér, sagði hann. Ég kom til að minna þig á að ég þarf að fara til Rómar í dag og kem aftur ekki fyrr en á föstu- daginn, svo mig langar til að biðja þig að koma mér þá' til að hitta Davíð. Hvaða dagur hentar þér bezt? — Ég get ekki komið. — Við hvað áttu? sagði hann brosandi. — Lúcíana er ekki við og ég ihef mikið að gera. Við getum ekki ónáðað Trish. Ég ‘hafði al- ei verið hrifin af svona and- styggilegheitum og ég skamm- aðist mín. — Trish hefur gott af ónæði stundum. Það er hollt. Hann skildi mig ekki. — Gerðu það, Júlía. Dave kann svo vel við þig. Þú hefur líka gaman af að koma í veg fyrir að við rífumst. Ég var reið. Mér leið ekki lengur illa og ég var móðguð. Ég var mærin í óperu, sem skrif- ar niður skilaboðin og róar hetj- una. Ég var litli hvolpurinn rölt- andi á eftir fólki. — Ég hef þegar gert nóg, sagði ég eins reiðilega og mér var unnt. — Ég vil fá að hugsa um mín mál og sinna þeim. Ég hef mína vinnu og ef mér tekst að sleppa vil ég hitta vin minn. Svo bætti ég við: — Mann á mínum aldri. Ég hafði lagt mig svo mjög fram við að töfra þennan svip af andliti hans og nú var það ég sem kom honum aftur á. Hann virti mig fyrir sér lok- aður og kuldalegur. — Heimskulegt af mér að skilja það ekki, þegar þú fórst í gær. Jæja þá. — Vertu sæll. Bob Lar.e tók upp sígarettu og kveikti sér í henni og horfði á mig gegnum reykinn. Hlauptu upp og biddu Trish að hitta mig. Ég hljóp upp stigann. Þegar ég kom fyrir hornið og í hvarf þerraði ég burt t.árin af kinnum mínum. Ég þaut inn í herbergi Trish og steingleymdi að berja. TÓLFTI KAFLI. I Fjarvera Lúcíönu var til að setja allt á annan endann. Rykið var um allt og okkur fannst við vera í útilegu. Nicoletta gat eld- að, satt var það, en maturinn var meira en klukkustund of síðbúinn og þorpsstúlkurnar sem skorti gyðjúna í eldhúsið gerðu naumast handtak. Þjónninn var svo til alltaf reykjandi í garð- inum. Ég tíndi blóm, reifst í eldhús- inu og dustaði af þeim húsgögn- Minnfngarsjóður Frh. af 2. siðu. Stefánsson, danskennari. Formað ur Þjóðleikhússkórsins fór mörg um þakkarorðum um framlag þessa fólks sem allt' vann sin verk ókeypis, svo og hinna fjöl mörgu sem gefið höfðu happa þessar. drættisvinninga á skemmtanir Dr. med, Snorri Hallgrímsson, próf., tók við gjöf þessari f.h. sjóðsstjórnar og þakkaði þá rausn og framtakssemi sem Þjóðleikhúss kórinn hefði sýnt, með því að koma á skemmtunum þessum og láta ágóðann falla óskiptan til Minningarsjóðs Dr. Victors Ur ‘ bancic sem þakklætisvott kórsins við minningu hins fjölhæfa tón listarmanns Dr. Urbancic en eins og kunnugt væri, þá hefði minn styrkja lækni til sérnáms í heila ingarsjóðurinn það markmið að skurðlækningum samkvæmt nán ari ákvæðum í stofnskrá sjóðs ins. Hreindýrin Frh. af 2. síðu. af talningu hreindýranna 3 síð- ustu árin virðist fullt samræmi milli talnanna frá ári til árs. Ungkálfar reyndust t.d. öll árin vera um 26% af tölu full orðinna dýra. Þetta bendir til þess, að aðeins helmingur kúnna, eða þar um bil, komi fram kálf um. Ekki virðist fjarri lagi að á’ætla að heildartala dýranna sé um það bil 10% hærri en fram kemur við talningu og að allur stofninn sé nú um 2800 dýr. Séu dýrin alfriðuð og engin stór óhöpp koma fyrir af náttúr unnar hendi ætti stofninn að geta tvöfaldazt á um það bil áratug, ef slíkt væri talið æskilegt. Hreindýrastofninum fór vel fram á árunum frá 1940 til 1960, en árin, sem leyft var að veiða, var slátrað árlega mun fleiri dýrum en eðlileg fjölgun hjarðarinnar gat bætt upp og því gekk á stofn- inn á þessu tímabili. Síðustu þrjú árin, sem dýrin hafa verið friðuð, virðist þeim hafa fjölgað með eðlilegum hætti. Guðmundur Gíslason, læknir, vinnur úfram að rannsóknum sín um á heilbfigði hreindýrastofns ins. um, sem sólin skein á. En ég virtist jafn einskis nýt og hinar án Lúcíönu. Ég grét oft. Matur- inn kom of seint, Skilaboðin gleymdust, allt smámunir, sem komu mér til að tárast. Það hefði verið heilsusam- legt að hafa andúð á Trish, en ég gat það ekki. Var það henni að kenna hve fögur hún var eða Bob að hann kaus hana fremur? Vitanlega voru speglar alls stað- ar. Þeir voru á göngunum og inni í herbergjunum. Mér fannst alltaf skemmtilegt að sjá speg- ilmynd hennar, en mig hryllti við minni eigin. Hann elskaði mig ekki og því elskaði ég mig ekki. Hjónin fóru út að borða um kvöldið Nicolettu til mikillar gleði. Ég fékk mér salat í eld- húsinu og fór ftt að ganga. Ég ,,var í svörtum kjól og með hvíta kniplingsslæðu, sem Lúcíana' hafði gefið mér. Stúlkurnar á ísóla bundu þær um hárið. Þegar ég kom að kirkjunni við torgið sá ég hóp unglinga _ ÞuR* r«**i»ario mustaro Heimsins mest selfla sinnep, og auövitað kemur þaS frá ALUR S.F. — SÍMI: 1 3051 ALLTTIL SAUMA 27. júlí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.