Alþýðublaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.08.1967, Blaðsíða 5
Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum: SKÁLHOLTSÆVINTÝRIÐ Skálholtsævintýri á Þingvöll- um er inntak smágreinar, sem birtist í Alþý'ðublaðinu mið- vikudaginn 26. júlí og fjallaði um framtíð Þingvalla. Greinarhöfundi finnst það, „slæm tíðindi, ef endurtaka á Skáiholtsævintýrið á Þingvelli". Hvert er svo þetta víti til varnaðar! Höfundur segir það fólgið í „musteri sýndar- mennsku" og „fornminjasafni tilgerðar‘“. Ljótt er, ef satt er og skal hér að því gáð. Orðið musteri merkir, sam- kvæmt íslenzkri orðabók, er Menningarsjóður gaf út, stórt guðshús eða bygging helguð t.d. listum eða vísindum. Það sýndarmennsku musteri, sem reist hefur verið á íslandi, átt við annað en kirkjuna, sem þar var reíst í stað ónothæfrar sóknarkirkju og jafnframt til minningar um 900 ára biskups- dóm í Skólholti. Vissulega má kalla Skálholts kirkju musteri, eitt hið fegursta sem reist hefur vcrði á íslandi, bæði að ytri og innri gerð og hefur hlotið almannalof, jafnt innlendra sem erlendra. Ekki verður séð hvernig sú kirkjusmíði verður kennd við sýndarmennsku, því stærð henn- ar er ekki meiri en svo, að á hátíðisdögum kirkjunnar reyn- ist hún of lítil. Er þá komið að tilgerðar forn minjasafninu sem greinarhöf- undur talar um. Fornminjar, fornleifar í Skál- holti eru, því miður flestar enn orpnar moldu og grassverði. Nokkrir fornir og gamlir munir eru geymdir í kjallara kirkjunn- ar svo sem steinkista Páls bisk- ups, og nokkrar gamlar graf- skriftir, auk nokkurra, elcki mjög gamalla kirkjugripa, ónot- hæfra. Allir eru munir þessir tengdir Skálholtskirkju á einn eða annan hátt, verður það tæp- ast talið til tilgerðar að geyma þá í kjailara kirkjunnar. Varla verður talið að tilgerð- in og sýndarmennskan sé fólg- in í sumarbúðunum, sem kirkj- an lét reisa og nú eru starfrækt- ar sumar hvert við meiri að- sókn en hægt er að sinna. Af því, sem haldið hefur ver- ið tii Skálholts því til endur- reisnar, er þá bókasafnið eitt ótalið, sem vinir Skálholts hjálp uðu kirkjunni til að kaupa og nú er geymt í eldtraustum geymslum í turni kirkjunnar, og bókfróðir menn telja nú helm ingi verðmeira en það var, er það var keypt. Það er að vísu nýr skilningur að telja íslenzkar bækur til fbrn leifa, en því kemur mér þessi fjarstæða í hug, að orðið Skál- holtsævintýri sá ég fyrst í óvin samlegum greinum Þjóðviljans og Alþýðublaðsins um þá fyrir- ætlan að nota máske síðasta tæki færið, sem nokkru sinni kynni að gefast, til að tryggja vænt- anlegum menntastofnunum í Skáiholti aðgang að viðhlítandi íslenzku bókasafni. Ef tilgáta mín er rétt, að átt sé við kaupin á bókasafni Þor- steins sýslumanns Þorsteinsson- ar, er Kári B. Helgason síðar eignaðist og stórlega jók og bætti, og nú er tryggt íslend- ingum til afnota gæti maður freistazt til að halda að í þeim skilningi að telja til fornleifa gamlar bækur, sem bera ís- lenzkri bókmenningu fagurt vitni, og nýrri bækur um íslenzk fræði og persónusögu, fælist uggvænleg spásögn um framtíð íslenzkrar þ.ióðmenningar, tungu og sögu. Með nokkrum sanni má segja að ævntýri hafi gerzt í Skálholti þau 10—15 ár sem liðin eru síðan endurreisn stað- arins hófst. Vafalaust er það þó annars konar ævintýri en það. sem greinarhöfundur Alþýðublaðs- ins á við. í aldarhelftir og áratugi hafa íslendingar gengið framhjá Skálholti með hendur fyrir aug- um af blvgðun og skömm. Eft- ir mætti var íslandsvinum bægt þar frá dyrum, svo augljós og vansæmandi var vanræksla þjóð arinnar. Loksins rann henni blóðið til skyldunnar og fyrsta átakið var myndarlegt. og þeim til sóma, er að stóðu. í dag vex vegur þjóðarinnar við að sýna Skál- holt og þangað er farið með fursta og fyrirmenn, og fjöldi íslendinga sækir staðinn heim ár hvert, sér til andlegrar heilsbótar. Jafnframt þessu er nú markvisst'að því unnið að gera þennan dýrðlegasta helgi stað þjóðarinnar enn á ný að aflstöð íslenzkrar þjóðmenning- ar og kristnilífs í enn ríkara mæli. Með þetta í huga, sætir það undrun, að þeir íslendingar skuli fyrirfinnast, er telja sér samboðið að fara lítilsvirðing- arorðum um það verk, sem þeg- ar hefur verið unnið í Skál- holti og máð hefur vansæmdar- blett af þjóðinni, og velja þeirri viðleitni köpuryrði, er beinist að því enn að auka veg staðar- ins 00 þýðingu fyrir þjóðina ineð því að nýta hann í framtíð- inni til þess að gera íslendinga að þjóðhollari þegnum og jafn- framt betri mönnum. Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum. HÁVAÐI Ein skaðlegasta plága nútímans HAVAÐINN er ein mesta plágá nútímans, segir í nýj- asta hefti í UNESCO-tímarit inu ,,Courier“, sem er helg- að óværi af öllu tagi. Tauga truflanir, heyrnartjón og líkamlegir og sálrænir erfið- leikar eru prísinn sem við greiðum fyrir ferðaflýti og „þægilegri" tilveru. En það er hægt að draga úr skarkal anum. Hér eru nokkur fróð leikskorn úr Courier". ★ Bifhjólaiðnaður leggur sig fram um að bæta hljóð- Frh. á bls. 15. FERÐAHANDBÓKIN kemst svo að orði um leiðina úr Reykjavik aitstur Hellisheiði; „Vel skilur maður nú hvers- vegna vegurinn hér er snjó- þungur því alls sta&ar þræðir hann laut.irnar“. Þetta er hóg- vær áfellisdómur um ástanði hans á vetrum, ef til fannkomú bre.gður. En hann er og torfær sumarmánuðina eins og sann- ast þessa daga. Leiðin um Hell isheiði mun holóttasta og hryggjóttasta akbraut lands• ins, þó að hún tengi höfuð- borgina fjölmennum og þétt- býlum sveitahéruðum, sem Reykvíkingar fá frá daglegar nauðsynjar ársins hring, ef brotizt verður á milli. ' FURÐULEGT HUGMYNDARLEYSI Miklar framfarir hafa orðið i veganúdum og samgöngum á landi hér síðustu áratugi. Þó skortir enn skipulag i fram- kvæmd þeirra mála. Beztu veg- ir á íslandi liggja urn afrétti, öræfi og afskekktar sveitir. Er jafnvel sýnu greiðfærara að aka hálendi milli landsfjórð- unga en alfaraleiðina úr Reykjavík austur að Selfossi. Þar er elcki einu sinni ein- stefnuakstur á . blindhæðum. Sú samgöngubót er hins vegar löngu komin til sögu á fjöll- um. og firnindum Vestfjarða- kjálkans. Gefur þá að skilja, að ekki hafi verið sigrazt á snjóþyngslunum og öðrum vandkvæðum af völdum nátt- úrunnar og veðurfarsins. Slíkt hugmyndarleysi gegnir vissulega furðu. Ráðstefna um kvenréttindi NEYTA konur borgaralegra og póiitískra réttinda sinna með sömu kjörum og karlmenn? Ef svo er ekki, hvað er þá hægt að gera til að tryggja þeim sömu kjör? Þetta eru tvær meðal spurninganna sem fjallað verður um á alþjóðlegri ráðstefnu í Hels ingfors 1. — 14. ágúst, sem Sam einuðu þjóðirnar standa að. Þátttakendur verða fulltrúar 32 landa í öllum heimsálfum, þ á.m. Finnlands. Rástefnan er skipulögð í sam vinnu við ríkisstjórn Finnlands og er liður í ráðgjafarstörfum Sameinuðu þjóðanna á sviði mannréttinda. Ráðstefnan er hin fyrsta af mörgum, sem halda á um borgaralegt og pólitískt upp eldi kvenna, samkvæmt ályktun Efnahags- og félagsmálaráðsins frá 1965. Ráðstefnan í I-Ielsingfors er eins konar tilrauna- eða sýniráð- stefna, en ætlunin er að halda áþekkar ráðstefnur í einstökum iþátttökuríkjum. Markmiðið er sem sé að gera konurnar betur hæfar til þjóð- félagsstarfa. Meðal efna sem markmiðin með því uppeldi, sem tekin verða til meðferðar eru á að gera konum kleift að neyta atkvæðisréttar, bjóða sig fram í kosningum, gegna opin- berum embættum og öðrum trúnaðarstöðum. Ennfremur verður fjallað um þá upplýsinga starfsemi sem nauðsynleg er til að konur geti notið réttinda sinna og gegnt skyldum sínum, um hlutverk opinberra stofnana og einkafyrirtækja í þessu sam- hengi og um þá tækni og aðferð- ir sem teljast gefa bezta raun í upplýsingastarfinu. Auk þátttakendanna 32 koma fulltrúar eða áheyrnafulltrúar frá UNESCO og öðrum stofnun- um Sameinuðu þjóðanna og einnig frá einkastofnunum sero hafa ráðgjafarhlutverk hjá Efnahags- og félagsmálaráðinu. Til grundvallar umræðunum verða lagðar skýrslur Weggja sérfræðinga; aðra samdi Anna- Liisa Sysiharju dr. phil- frá Finn landi, en hina frú Lakshmi Men on frá Indlandi. Hver þátttak- andi hefur auk þess verið hvaft ur til að semja skýrslu um á- standið á heimalandi sínu. Auglýsiö í AlþýÖublaðifiu yfir Hellisheiði ÚRELTUR UM HÁLFA ÖLD Búið er að ræða samgöngu- mál Sunnlendinga af frábæru kappi síðan dr. Valtýr Guð- mundsson stofruiði tímaritið Eimreiðina til að vinna þeirri hugsjón fylgi, að lögð yrði járnbraut úr höfuðstaðnum austur að Vík í Mýrdál anruirs vegar og. norður á Akureyri lúns vegar. Að því ráði var ekki-horfið, en valin sú vega- gerð, sem einkennir ísland. Vegurinn austur Hellisheiði telst víst úreltur sem svarar hálfri öld. Torfærurnar taka raunar við strax og Elliðaán- um sleppir. Vegarstæðið er víðast fjarri lagi, gömlu hesta- göturnar og kerruslóðirnar þræddar eins og til minja um íslands þiisund ár. Viðhorf og úrræði nútímans hafa gleymzt. Sií ráðstöfun hlýtur að telj- ast nauðsynleg og iímábær, að gerð verði steypt ákbraut <r Reykjavík austur að Selfossi og þannig tryggt, að leiðin 'úr höfuðborginni á Suðurland sé fær í öllum veðrum og vetur sem sumar. Hér er um að ræða þá framkvæmd, sem skiplir Sunnlendinga mestu, en Reyk- víkingar myndu eigi síður njóta hennar. Á þann hátt ern- an verður þessi almannaleið greiðfær og hæf nýtízku far- artækjum. Og hún ætti að ganga fyrir mörgum þeim vegaspottum, sem gegna helzt þvi umdeilanlega hlutverki að auðvelda brottflutning fólks úr j áfskekktum og harðbýlum svcit um, er leggjast í eyði. ‘ Þús- ; undirnar í mannabyggðinai hljóta minnsta kósti að gera i sömu kröfur um samgöngur og þeir islenzkir og erlendir ferða langar, sem leggja leiðir sínar j í allar áttir að skoða náttúr- t una. !; 2. ágúst 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.