Alþýðublaðið - 02.08.1967, Page 15

Alþýðublaðið - 02.08.1967, Page 15
USTINOV Frh. úr opnu. hafa viljað mér allt það bezta og ég er ekki að ásaka neinn, en sömu mistök myndi ég ekki láta henda mig gagnvart mínum eigin börnum. Þegar ég var ungur maður, yar ég oft einn og ég naut þess, og geri það ennþá. Ef ég fer 6 frum sýningu, þá reyni ég 'að fara ut strax og sýningin er búin, því að ég nenni ekki að vera að liangsa við að tala við fólk að ó- þörfu og vil ihelzt fara, án þess aðmokkur sjái mig- Ég er í raun og veru feiminn að eðlisfari og það er móðir mín líka. Hún hatar það að tala um einskis verða hluti. Hún notar tímann og kraft ana vel. Hún getur unnið erfið- ustu verk, ef þörf er á, en hún sér aldrei hjá sér þörf að tala um veðrið. Til allrar hamingju eða öfugt, þá er hún ekki góður hlustandi. Hún er ekki gagnrýnin og hlær að of mörgu. Stundum hlær hún svo mikið, þegar hún er að horfa á leikritin mín, að fólkið í kringum hana lítur hana hornauga- Hún er eins og tígrisdýr, þegar hún er að verja málstað minn. Ef að ég fæ slæma dóma, segir hún með fyrirlitningu: — Þetta fólk skilur ekki nokkurn skapaðan hlut. Mamma er ánægð að búa í hús- inu sínu í Gloucestershire og hún kemur sjaldan til London. Ég fer og heimsæki 'hana eins oft og ég get og reyni alltaf að vera hjá henni í nokkra daga. Húsgögnin hennar eru enn þau sömu og voru, þegar ég var barn og það fær mig alltaf til að hugsa um gamla daga. OPNA Frh Mr opnu. um að stunda áfram nám við skól ann. Við verðum að viðurkenna, að við kunnum ekki ennþá ráð við nautnalyfjaneyzlu. Við verðum að þreifa .okkur áfram og vinna öt- ullega að lausn gátunnar, Ummæli Marie Singers um ung linga komu til af því, að liún var spurð um hennar eigin æsku. Hún er dóttir rektors við há- skóla í Mississippi, í Bandaríkjun um. Foreldrar hennar voru bæði kennarar og hÖfðu stofnað há- kkóla fyrir svertingja. Einu sinni var einn kennarinn rekinn út af smávægilegu ósamkomulagi um nokkur húsdvr. Foreldrar Marie yfirgáfu þá heimabæ sinn í mót- mælaskyni, — en þar hafði ann ars verið sérstaklega góð sam- yinna við þá hvítu. En í stjórn skólans voru margir livítir menn. Ein þeirra auðmýkinga, sem faðir hennar varð að þola, kom að því, að hann sofnaði í lestinni á leiðinni heim til Mississippi frá Boston. Hann vaknaði ekki til þess að skpta um lest í St. Louis og fara í svefnvagn fyrir negra, — eins og tilskipað var. Honum var sparkað út úr lestinni, og hann fótbrotnaði. Eftir burtför- ina frá Mississippi var faðir henn ar settur yfir marga skóla, sem enska kirkjan setti á stofn fyrir negra, — en aðalsetur hafði hann í Boston. Marie Singer hlaut menntun sína í Boston. Hún sérhæfði sig í sálkönnunarfræðum og þjóðfé- Jagsfræði. Árið 1959 var hún skip uð meðlimur nefndar, sem skipuð var á vegum Sameinuðu þjóð anna til að vinna fyrir flótta- mannabörn í Þýzkalandi. Síðar gerðist Marie starfsmaður við stofnun Önnu Frank í London og ennfremur hefur hún starfað við sjúkrahús í London. Þegar maður hennar kaus að gera vísindalegar rannsóknir við Cambridgeháskúla tók hún þar við kennarastarfi. Hún segist hafa orðið að þola ýmislegt vegna kynþáttamisréttisins í Bandaríkj- unum, þótt þess gætti miklum mun minna í Boston en í Mis- sissippi. En í dag er Marie Singer hátt út skrifuð á öllum helztu mennta setrum Bandaríkjanna. Sífellt er verið að biðja hana að halda fvrirlestra við frægustu háskóla þar eins og t. d. Yale. — En það er með hálfum huga, sem ég fer þangað, segir Marie Singer. — Ég get ekki gleymt fátæka fólk inu mínu heima í Mississippi. En ég finn, að tímarnir eru að breytast, og senn verður tilfinn ingasemin látin víkja fyrir því efnahagslega gildi, sem blökku- fólkið hefur. Ég held, að það sé miklu heilbrigðara. Von mín er hjá unga fólkinu. Ungu negrarnir munu ekki sætta sig við það lengur, að það verði dregið að leysa þetta vandamál. Þeir munu ekki betla um þau réttindi, sem þeim bera. heldur byggja kröfur sínar á efnahags- legum gílaðreyndum. En vonin er líka fólgin í hinni ungu kyn- slóð allra landa. Alls staðar vex gggnrýni unga fólksins á því, sem eldri kynslóðin gerði rangt. (Þýtt og endursagt.) DE GAULLE Framhald af bls. 1 Yfirlýsing de Gaulle var harð- lega gagnrýnd i frönskum blöðum, en stjórnmálaandstæðingar hans ihöfðu fá orð um hana. Einn flokksforinginn lét þó svo um mælt, að yfirlýsing frönsku stjórn arinnar leiddi aðeins til þess, að þau vandamál, sem fyrir væru, yrðu enn óleysanlegri. Eini flokkurinn, sem sendi frá sér yfirlýsingu vegna þess, var flokkur fyrrverandi forsætisráð- iherra Pierre Mendes — France. í yfirlýsingunni var lögð áherzla á atriði, sem jafnvel hefur verið drepið á í þeim blöðum, sem eru hvað andvígust de Gaulle. Það er, að hvaða aðferðir, sem de Gaulle hefði notað, þá væri að- staða fröskumælandi Kanadabúa ^hyggjuefni. í Ottawa var sagt, að Kanada- stiórn hefði einkum rætt þessi at riði á fundi sínum í dag. — Vilja Frakkar hafa eins kon ar yfirumsjón með kanad-'skum stjórnmálum? — Áskilja Frakkar sér rétt til þess að ákveða ’hvaða kanadísk yfirvöld á að semja við varðandi frönskumælandi Kanadabúa? — Áskilja Frakkar sér rétt til þess að styðja ákveðna stjórnmála flokka í Queber? — Líta Frakkar svo á að sam- bandsstjórnin í Ottawa sé aðeins stiórn hinna enskumælandi íbúa Kanada? Það var sagt í Ottawa í dag, "ð stjórnin mundi athuga yfirlýs ingu frönsku stjórnarinnar gaum- Pæfilega, áður en hún gæfi nokk ”ð svar. að sú leið, sem hún leggur til, að valin verði, sé að öllu leyti heppilegri en sú, sem náttúru- verndarráð heldur fram, og muni meðal annars verða til mun meiri náttúruverndar en sú, sem ráðið leggur til. Að lokum vill hún taka fram, að sú vegarlagning, sem hér um ræðir, er á engan hátt til komin að hennar frumkvæði heldur ó- hjákvæmileg afleiðing af þeim Verksmiðjurekstri, sem senn hefst við Mývatn og náttúruvemdarráð- ið hefur látið óátalinn. Þorlákshöfn Sandgerði Hafnarfjörður Akranes 3.350 ( 2.300 1.375 3.816 SILD Framhald af bls. 2. Fékkst það magn að mestu leyti í Faxaflóa. Heildaraflinn er nú 36.446 lestir, en var á sama tíma í fyrra 25.276 lest. Löndunarstaðir eru þessir. Lestir Vestmannaeyjar 9.530 Grindavík 5.175 Keflavík 6.341 Reykjavík 4.559 RAFMAGN Framhald af 3. síðu. hins vegar í ljós, að orkuvinnslan ) á öllu landinu hefur aukizt um 6,7 % árið 1966- Engin ný vatns- orkuver voru byggð á árinu, en nokkur aukning átti sér stað í varmaorkuverum í árslok voru al menningsorkuver landsins alls 168 066 kílówatt að stærð og var aukn ingin frá fyrra ári alls 14 198 kw.: allt varmaafl. Einkarafstöðvar voru í árslok alls 1180 að tölu > með samtals 20 815 kw. í upp- settu afli, flestar einkastöðvarnar, eða 957, eru í eigu bænda. Fró; þessum einkastöðvum hafa 1131 býli rafmagn, en við samveitur eru alls tengd 3223 býli, þannig að samtals hafa 4454 býli raf- ‘ en talið er að 5200 býli séu í magn. Er það um 86 % allra býla, byggð. HÁVAÐI Frh. af 5. síðu. deyfa, en samkvæmt skýrslu frá Evrópuráðinu eru eftir- sóttustu bifhjólin engan veg inn þau sem minnst heyrist í. ★ í Frakklandi er bannað að nota ferðaútvarpstæki i járnbrautarlestum, strætis- vögnum og langferðabílum, neðanjarðarlestum, á götum og opinberum torgum, í al- menningsgörðum og á bað- ströndum. *• Brátt fáum við nýtt háv- aðavandamál: 'hvellinn frá flugvélum sem fljúga hrað- ar en hljóðið. En farþegar í þessum flugvélum sleppa við pláguna. Vélin flýgur nefnilega frá skarkalanum. ★ í Genf er það talið til afbrota að skella bílhnrðum of harkalega. ★ Alger þögn er eiginlega ekki miklu iheilsusamlegri en mikill hávaði. Sá sem er lokaður inni í hljóðeinangr- uðu herbergi truflast af ó verulegum hljóðum ens og hjartaslætti, andardrætti og augnadepli- Þessi ihljóð geta orðið svo máttug að þau valdi alvarlegum sálrænum truflunum. IVIÝVATN Frh. af 2. síðu. sögn hennar raski neinu, sem skipulagsstjórn heldur fram, þeg- ar málið er metið í heild. Rétt þykir að benda á það, að ráðið hafði ekkert samband við nátt- úruverndarnefndina, fyrr en skipu lagsstjórn benti á nauðsyn þess. Skipulagsstjórn telur, að flestir hljóti að verða sammála um það, er þeir meta þetta mál í heild, SKEMMTUN í LAUGARDALSHÖLL í samba'ndi við Norræna æskulýðsmótið verð ur efnt til skemmtunar í Laugardalshöll í kvöld kl. 20. DAGSKRÁ: 1. Dagskrá kynnt, Reynir Karlsson. 2. Ávarp, Gísli Halldórsson. 3. Fimleikaflokkur kvenná frá Danmörku. 4. Orion leikur. 5. Fimleikaflokkur karla frá Danmörku . 6. Þjóðdansafélag Reykjavíkur. 7. Finnskt tríó leikur á Kantele, þjóðlegt hljóðfæri. 8. Fimleikaflokkur kvenna frá Svíþjóð. 9. íslenzk glíma. UNDIRBÚNINGSNEFNDIN. 2. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jg

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.