Alþýðublaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 17. ágúst 19B7 — 48. árg. 181. tbl. — VERÐ 7 KR. Gífurleg: flóð urðu í Alasfca í dag. Fairbanks, önnur stærsta borg Alaska, varð harðast útí, en vitað er, að þrír menn hafa drukknað og mjög margir misst hcimili sín í flóðunum. Margir hafast við á húsþökum, en þyrl ,sem bjargað verður úr íiööunum.. ur voru sendar á vettvang í dag ' Margt fólk hefst nú viö á hús- • til aðstoðar fólki í Fairbanks. iþökum bjargarlaust. Rikisstjórnin I Alaska hefur beðið yfirvöldin í Washington um aðstoð til þess að bjarga þvi, Um 1200 manns hafa þegar verið flutt burt af flóö—,iræðinu. Talið er, að allar fjöls.-ylður t borginni hafi beðið tjóu at! vold- um flóðanna, — mcira eou minna. Ríkisstjórinn i Alaska, Walter Hiekel, sagði í dag, að skcmmdir þær, sem flóðin hefðu valdið, Framhald á 11. síðu. Ci Sex læknishéruð með rúmlega sex þúsund íbiia hafa nv verið auglýst laus til umsóknar. Þessi læknishéruð eru Neshér- að (a) (með um 1700 íbúa), Búð- ardalshérað (með um 1200 íbúa), Þingeyrarhérað (um 890 íbúar), Flateyrarhérað (um 640 íbúar) Þórshafnarhérað (um 890 íbúar) og Austur-Egilssf-ðé'hérað (um 1200 íbúar). Öll þessi héruð eru setin sem stendur en sum þeirra verða orðin læknislaus þeg ar umsóknarfrestum rennur út 4. september n.k. Landlæknir tjáði Alþýðublaðinu í samtali að búast mætti við að fleiri læknishéruð losnuðu fyrir næstu áramót'. Svifskipio I GÆR var blaðamönnum og fleiri gestum boðið í ferð með svifskipinu, sem nú er í Yest- mannaeyjum, en það er sem kunnugt er farkostur er fer bæði á láði og legi, sé sæmi lega slétt undir. Að þessu sinni var haldið upp á megin landið alla leið til Bergþórs- hvols og þaðan aftur til Vest- mannaeyja. Alls tók ferðin frá Bergþórshvoli til Eyja 26 og hálfa mínútu, en. frá Eyjum til lands var skipið aðeins 10 mín útur. Vegna mikilla þrengsla í blað inu í dag verður nánari frá. saga um þetta ferðalag að bíða til morguns, en þá mun hún birtast í blaðinu ásamt mynd um. Hér að neðan birtum við mynd af skipinu góða; hún var tekin á Eiðum í Vestmannacyj um áður en lagt var af stað, og sést á henni framendi skips ins og blasa inngöngudyrnar þar við galopuar. (Ljósm.: KB). í Aþenu, 16/8 (NTB-Reuier) Grísk ur heráómstóll dæmdi í dag fyrr- verandi utanríkisráðherra lands- ins, Evanghelos Averoff, í fimm ára fangelsi jyrir að hafa brotið þau lög, sem herforingjastjórnin hefur sett. Averoff hélt 30 manna boð. Averoff, sem var utanríkisráð- herra i stjórn ponstanins Kara- rnanlis á árunum 1956—1963, var fundinn sekur um að hafa brotið gegn þeim lögum, sem banna, að fleiri en fimm menn komi sam- an til fundar án leyfis lögreglunn ar. 12. júlí sl. bauð Averoff 30 manns heim til sín án þess að spyrja yfirvöldin um leyfi fyrst. Lögreglumenn, sem tóku Aver- off fastan. báru það í réttinum, að hinn ákærði hefði alls ekki verið með pólitískan fund. -heldur hefði ihann einfaldlega boðið gestum til venjulegs samsætis. Averoff, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, sagði eftir dómsúrskurð inn, að þetta væri pólítískur dómur. Hann mundi gera minna úr þessu ofbeldi með því að bera höfuðið hátt og taka hlutunum brosandi og karlmannlega eins og stjórnmálamanni sæmdi. Samkvæmt lögum, sem herfor 1 ingjaklíkan setti eftir valdatök- una 21. apríl, er unnt að áfrýjá dómnum vegna brota gegn bráða- birgðarlögum. Dómsúrskurðurinn vakti undrun og skelfingu stjórnmálamanna og erlendra sendiráðsstarfsmanna í Aþenu, A. S. I. lýsir yfir stuðning við Hlíf Verkfallið \úð hafnargerðina í Straxunsvík stendur enn og er ekki að sjá a nein hreyfing sé í þá átt að Ieysa deiluna. í gær samþykkti miðstjórn Alþýðu- sambands íslands yfirlýsingu, þar sem hcitið er á öll sam- bandsfélög að veita verka- mannafélasrinu Hlíf í Hafnar firði allan nauðsynlegan stuðn ing í deilimni. Yfirlýsing miðstjómar A. S. í. er á þessa leið: ,,Alþýðusamband íslands lýsir yfir fyllsta stuðningi sínum við Verkamannafélagið Hlíf í Hafnar firði í deilu þeirri, sem félagið á nú í við fyrirtækið Hochtief-Vél- tækni. Hlíf hefur áður gert samning við Strabog-Hochtief vegna jarð- vinnslu í Straumsvík, og er krafa félagsins sú, að ákvæði þess samn ings verði nú einnig vjöurkennd af Hochtief-Véltækni. Engar við bótarkröfur eru gerðar. Alþýðusambandið telur óhugs- andi að gerður verði samningur um lakari verkamannakjör við hafnarvinnuna, en þegar hefur verið gerður um jarðvinnsluna, og sé því engin önnur lausn hugsan- leg á deilu þessari, en að viður- kenning fáist á fyrra samningi., Er því heitið á öll samhands- félög að veita Hlíf allan nauð- synlegan stuðning í deilu þessari, þar til samningar hafa tekizt." É

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.