Alþýðublaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 4
 Rltstjórl: Benedlkt Gröndal. Stmar 14900—14903. — Auglýsingaslml: 14906. — Aðsetur: AlþýSuhúsiö við Hverfisgötu, Kvík. — Prentsmiðja /Jþýðub aósins. Sfmi 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — t lauaa- eöl i kr. 7.00 eintakið. — Útgeíandi: Alþýðuflokkurlna. ÍHALD - RAUNSÆI MORGUNBLAÐIÐ hefur með tveim ritstjórnar- greinum tekið að sér forustu í baráttu gegn íslenzka sjónvarpinu, baráttu til að hefta eðlilega þróun þess, binda hendur þess og minnka þá þjónustu, sem það getur veitt sjónvarpsnotendum. Þessa stefnu kallar Morgunblaðið „íhald-raunsæi.c< Hingao til hefur Morgunblaðið þótzt berjast fyrir frelsi einstaklinga og gegn hvers konar opinberri for- sjá þeim til 'handa. Nú vill blaðið, að ríkisvaldið hefti 'eina af stofnunum sínum til að draga úr valfrelsi fólksins. Af hverju mega landsmenn ekki sjáKir velja um, hvort þeir vilja horfa á sjónvarp, fara á Varðar- fund eða í Tónabíó? Vonandi beitir aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins hinni nýfundnu „íhalds-raunsæi“ á fleiri sviðum. Spyrja mætti, hvort þjóðin hafi ráð á Morgunblaðinu, sem er álíka fyrirtæki og sjónvarpið í dag. Væri ekki rétt, að Morgunblaðið kæmi aðeins út 4 daga í viku? Og hvað um kvikmyndahúsin? Er ekki óþarfi, að þau sýni hinar menningaraukandi myndir sínar sjö daga í viku? Væri ekki nóg að þau væru opin 4 daga 1 viku? Hvernig stendur á því, að Morgunblaðið hefur í jneira en áratug ekki séð ástæðu til að berjast fyrir styttingu ameríska sjónvarpsins en hefur nú upp raust sína til að hefta og takmarka íslenzka sjónvarp- ið? Morgunblaðið heldur því hvað eftir annað fram, að sú dagskrá, sem í mörg ár hefur verið undirbúin, dragi úr dreifingu sjónvarpsins um landið. Þetta er fjarstæða, eins og margoft hefur verið bent á. Aðflutn ingsgjöld af sjónvarpstækjum, stærsti tekjustofn sjón varpsins, renna öll til dreifingar þess um landið. Dag- skráin fær ekki eyri af því fé. Það þarf álíka stóra áhöfn til að fljúga flugvél, hvort sem vélin er hálf eða full af farþegum. Það hefði þurft að bæta við starfsliði til að geta annað fjögurra daga dagskrá á eðlilegan hátt til frambúðar, en 'þetta starfslið á að geta afkastað sex daga dagskrá, eins og hún er fyrirhuguð. íslenzkt sjónvarp hefur frá upphafi átt marga and- stæðinga og úrtölumenn í landinu. Eftir að séð var, hve vel fólk tók sjónvarpinu, virðast þessir aðilar nú ætla að magnast á nýjan leik til að reyna að hefta starfsemi sjónvarpsins og halda því niðri. Þetta er í- háldsmennska, en hún er ekki raunsæ. Breytingin í hægriakstur mun örugglega kosta meira fé en þegar hefur verið varið til íslenzks sjónvarps. Það þykir Morgunblaðinu sjálfsagt á sömu síðu og það vill hefta sjónvarpið. Þar er ekki ástæða til að beita „íhalds-raunsæi“! 4 17. ágúst 1967 — u kjörbúð Örskammt fré Miklubraut Kynnizt vörum, verði og þjónustu. Góð bílastæði. KRON Stakkahlíð 17. Alþýðublaðið vantar böm til blaðburðar í Austurbæ og Vesturbæ. Upplýsingar hjá afgreiðslu blaðsins í Kópa- vogi í síma 40753. ALÞÝÐUBLAÐIÐ BÍLAMÁLUN - RÉTTINGAR BREMSUVIÐGERÐIR O. FL. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ VESTURÁS HF. Súðavogi 30 — Síml 35740. krossgötum ★ MJÓLKURSAMSALAN. Það er langt síðan rætt hefur verið um mjólkursamsöluna hér í þessu horni, en nú teljum við á krossgötunum ástæðu til að leggja orð í belg. Undanfarið hefur mjög verið kvar.tað yfir því í dagblöðum, að mjólfein, sem nú er seld í mjólkurbúðum geymist illa. Þetta er rétt og engar ýkjur. Það hefur komið fyrir á heimili þess, sem þetta ritar, að mjólk keypt að kvöldi og geymd í ísskáp yfir nótt. hefur . verið súr og ódfekkandi að morgni. Svona lagað geta (íéytendur 'auðvitað ekki látið bjóða' sér, þótt' ís- lenzkum neytendum sé annars hægt að bjóða næst um því !hvað sem er. Undarlegt er að Neytendasamtök in skuli §kki hafa látið þetta mál til sín taka. Til hvers eru þau eiginlega, ef ekki einmitt til að grípa á svona kaunum? Vera má, að Mjólkur- samsalan í Reykjavík sé svo voldugt fyrrtæki, að fíeytendasamtökin vilji hugsa sig tvisvar um, áður en þau leggja til atlögu. En eitt er þó víst, ef þau létu til skarar skríða gegn mjólkursamsölunni mundu samtökin hafa óskiptan stuðning almenn- ings. ★ EFTIRLIT MEÐ EINOKUN. Það tíðkast hvarvetna um hinn siðmenntaða heim, að eftirlit er haft með því að einokunarfyrirtæki misnoti ekki aðstöðu sína, Þetta eftirlit hefur ekki verið til hér á landi, en nú mun sem betur fer í athugun að koma því á fór. Verður vonandi ekki löng bið á að það komist á lággimar. Mjólkursamsalan I Reykjavík hefur einokun á sölu og dreifingu mjólkur og ým- issa mjólkurafurða á þéttbýlasta svæði landsins. Það er merkilegt rannsóknarefni hvernig þetta fyrirtæki hefur komizt upp með að daufheyrast við óskum neytenda um betri þjónustu um langt árabil. ' Oft hefur hér verið minnzt á heimsendingu mjólkur, en aldrei neitt verið gert í því máli. Ekki einu sinni tilraun í þá átt. Oft hefur verið minnzt á nauösyn þess að fá mjólk í stærri um- búðum en eins lítra. Ekkert heyrist enn um bót og betran í þeim efnum. Mjólkursamsalan í Reykjavík á vél til að pakka mjólk í tíu lítra kassa. Sú vél er ekki notuð til að pakka mjólk fyrir neytendur á Reykjavíkursvæðinu heldur fyrir Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Engu er líkara, en Reykvíkingar og grannar þeirra séu einhvers konar annars flokks neytendur að mati samsölumanna, skör lægra settir, ,en Banda- ríkjamennirnir á KeflavíkurflugvellL Svona á- stand er auðvitað ekki hægt að þola, Við skorum á Neytendasamtökin að gæta hagsmuna neytenda i mjólkursölumálum, Það er kominn tími til að endurskoða allt fyrirkomulag á þeim vettvangi, og athuga hvort ekki er rétt að leyfa margumtalaðri samkeppni að njóta sín þar. — KARL. ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.