Alþýðublaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 17.08.1967, Blaðsíða 11
„þar fornarM Framhald úr opnu. daglega fyrir augum. í>að er náttúrlega rangsnúið hugarfar. Auðvitað ætti ég fremur að samgleðjast {>eim — og sam- liryggjast, ef svo slysalega skyldi til takast, að þeir, sem trúað hefur verið fyrir varð- veizlu Tjarnarinnar, skyldu verða til iþess að valda á henni óbætanlegum spjöllum, svo sem margir óttast. Vonandi rætist þó betur úr en á liorf- ist. Öskjuhlíðin er kannski fal- legust af öllum fallegum stöð- um I Reykjavík, sannkölluð náttúruparadís, auk útsýnisins, tiltölulega óspillt af snyrtingu og ræktun, ef undan er skilið hrísið sem hvergi virðist verða umflúið. Ég þykist ekki vera meiri fjandmaður skógræktar en gengur og gerist, en of mik- ið má af öllu gera. Steikt kjöt og sósa er prýðisréttur, en það getur orðið leiðigjamt, ef það er notað í alla mata, alitaf, alls staðar. Hið sama gildir um skóginn. Ræktun hans verður að eiga sér eðlileg takmork. — Hinn iágvaxni og fjölbreytti villigróður Öskjuhlíðarinnar þarf að fá að vaxa í friði inn- an um ísaldargrjótið, hrísið er honum ihættulegt og áburður og önnur virkt ihonum til handa er misskilinn velgern- ingur. Ég hef oft spurt sjálfan mig og aðra þessara spurainga: — Höfum við efni á að spilla Tjörninni og Öskjuiilíðinni? Er það nauðsynlegt? Og svör- in hafa alltaf verið liin sömu og á eina lund: Nei, við höfum ekki efni á því. Það er ekki nauðsynlegt. En Reykjavík er ekki einung is mannvirki og landslag og út- sýni, heldur líka menntun og atvinna og iífskjör (þúsund- anna, sem þar dvelja og búa. Og hún er meira. Hún er fólk- ið, íbúarnir, Reykvíkingar. — Fyrir þeirri skuld fyrst og fremst er hún það sem hún er: falleg borg. Nýttútibú Framhald úr opnu. •’f Reykj'avík 1934. Hann’ varð að alfulltrúi í víxlá- og afu'rðalána deild og hefur veitt henni for- stöðu frá þv að Inin var stofn uð árið 1962. Kvæntur er hann Guðrúnu Jónasdóttur, og eiga þau hjónin fjórar dætur. Búnaðarbankaútibúið starfar í húsakynnum þeim, sem spari sjóðurinn hafði fyrir, en bankinn tók alla hæð liússins undir starf semi útibúsins. Þar var áður hlut iverzlunarinnar Reykjafoss. Starfsfólk útibúsins verður tvennt, auk útibússtjóra, Ragnar G. Guðjónsson, fyrrum spari- sjóðsstjóri, verður gjaldkeri og Alda Andrésdóttir bókari. Miklar endurbætur hafa ver ið gerðar á húsakynnum útibús ins. Skipulagningu þeirra annað ist Svavar Jóhannsson, skipulags stjóri bankans en Stefán J. Guð mundsson, byggingameistari sá um framkvæmdir. Húsakynnin eru hin visltegustu, Útibúið í Hveragerði mun ann ast bankaþjónustu fyrir alla Ar nessýslu, þar á meðal afgreiðslu úr stofnlánasjóðum landbúnað- arins sem eru í vörzlum bank- ans. Fram kom í ræðu Stefáns Hilmarssonar, bankastjóra, að útistandandi lán bankans í Ár- nessýslu væru um 140 milljónir króna. Sumrmót Framhald af 3. síðu. en hreppstjórinn Guðmann Magn ússon hefur góðfúslega lánað landið til mótsins, en það er að allra dómi mjög skemmtilegt og fallegt og í miðri byggð. Dagskrá mótsins verður í aðalatriðum þessi. Á föstudagskvöld er fól'ki heimiit að tjalda á mótssvæðinu kl. 8. e.h., en sjálft mótið verður sett á laugardag flkl. 3 e.h. með fánahyllingu og ávarpi séra Braga Friðrikssonar. Síðan fer fram í- þróttakeppni. Keppt verður í handknattleik stúlkna og knatt- spyrnu pilta og víðavangshlaupi fyrir telpur 12 ára og yngri og 13 ára og eldri og drengi 13 ára og yngri, 11-12 'ára og 13-15 ára. Keppendur eru beðnir að tilkynna þátttöku sína í (hlaupinu við rás- mark. Um kvöldið kl. 8 verða fán ar dregnir niður, en kl. 9 hefst varðeldur með söng og ýmsum skemmtiatriðum undir stjórn skáta. Einar Halldórsson, oddviti mun þá einnig flytja ávarp. Að lokum verður svo flugeldasýning. Á sunnudaginn 20. ágúst hefst dagskráin með fánahyllingu kl. 8.30 f. h., en kl. 10 f.h. safnast fólk saman við Samkomuhúsið á Garðaholti og þaðan verður geng- ið til kirkju og tekið þátt í guðs þjónustu, en æskufólk mun að- stoða við hana og Hrefna Tynes, varaskátahöfðingi flytur ávarp. Kl. 1. e.h. verður efnt ,til leikja á mótssvæðinu með þátttöku yngri sem eldri, en mótinu verður slitið kl. 4 síðdegis. Nánari upplýsingar um mótið verða veittar miðviku- dags-, fimmtudags- og föstudags- kvöld í barnaskólanum, sími 51 656 milli kl. 8. og 10 e.h. Tjald- stæði kosta kr. 25.00 og prentuð dagskrá verður seld á mótinu. FÍóó Framhald af bls. 1. væru mun meiri en jarðskjálft- arnir, árið 1964, leiddu af sér. Allar samgönguleiðir til og frá borginni eru ófærar en flogið hefur verið með matvæli og lyf til liinna bágstöddu borgara. Áhafnir báta og þyrlna sem þarna eru við hjálparstarf, hafa ærið verk að vinna. 6 byggingar hafa þegar brunnið til grunna, án þess að slökkvilið gæti hreyft hönd né fót til þess að kæfa eldinn. Vatnsflóðið hindr aði aila þess konar björgunar- starfsemi. Nú er ný hætta talin steðja að borginni sökum elds- voða, sem líklegt er, að brjótist út. Tjónið, sem þegar er orðið af völdum flóðanna, er metið á 150 -200 millj. dollara, — en veður- fræðingar spá áframhaldandi rign ingum. UM BÍLA í Belgíu hafa nýlega gengið í gildi þær reglur, að hér eftir verði menn að hafa ökuskír- teini til þess að mega aka bíl, en það þurfti ekki áður. Slys- um í umferðinni hefur fjölgað mjög þar í landi að undan- förnu og á nú að reyna að draga úr slysunum með þess- ari ráðstöfun. Það mun taka um það bil tvö ár að prófa alla, sem þari að prófa og afhenda ökuskír- teini, en hinar nýju reglur gengu í gildi fyrsta janúar síð astliðinn. Hér á landi er gild- istími ökuskírteina aðeins 5 ár, en í Belgíu munu þau gilda ævilangt. Bílarnir, sem teiknaðir hafa verið á teiknistofum ítalska fyrirtækisins Pininfarina hafa löngum þótt bera af öðrum bíl um í útliti. Nú hefur verið á- kveðið, að Pininfarina taki að sér að teikna Volskwagen, en ekki er búizt við, að fyrstu toílarnir af þeirri gerð komi á markaðinn fyrr. en eftir árið 1970. Það er víðar en hér á landi, sem gerðar hafa verið herferð ir til að koma lagi á ljósastill- ingu bifreiða. Var það þarft verk, þegar ljósastilling var gerð að skoðunarskilyrði hér. í V.-Þýzkalandi var nýlega svokölluð „ljósavika“, þá voru athuguð Ijós á 74.714 ökutækj- um og kom þá í ljós að aðeins rúmlega ellefu þúsund bílar voru með ljósin í fullkomnu lagi. Fyrir þá, sem eru með al- gjöra og ólæknandi bíladellu má geta þess hér, að nýlega er komin á markaðinn LP plata, sem var tekin upp í Le Mans kappakstrinum. Þar má heyra vélárhljóð hinna ýmsu toílgerða, sem þar kepptu, einn ig eru þar viðtöl við ökumenn- ina og sitthvað fleira, sem bíla áhugamenn 'gætu haft gaman af. Það er vinsælt sport hjá ungu fólki erlendis að vita hve mörg um manneskjum er hægt að troða inn í lítinn foíl. Enskir háskólastúdentar settu nýlega heimsmet í þessum efnum, en þeim tókst að troða 24 inn í lítinn Austin Seven. Ekki er víst, að vel hafi farið um alla, en þetta tókst samt. Sænskir stúdentar eiga hins vegar metið hvað Volkswagen snertir, en þeim tókst að troða 25 manns inn í Volkswagen 1200. — Hefur nokkur áhuga á að reyna? Það fer nú að verða vandamál hér á landi eins og víða annars staðar, hvað gera eigi við gömlu bílana, sem ekki eru lengur öku- færir. Einhver framtakssamur ná)- ungi hefur safnað saman miklu magni af bíldruslum, sem blasa við öllum, sem um Vesturlands- veginn fara, hér rétt ofan við höf- uðborgina. — Er þetta til litillar prýði og raunar furðulegt að borg aryfirvöldin skuli láta þetta við- gangast. Einhvern tíma var byrjað að fylla upp í Elliðaárvoginn með gömlum bílhræjum, en sem bet- ur fer var hætt við það, því slíkt hefði'- getað haft mikil náttúru- spjöll í för með sér og eyðilagt laxagengd í ElliðaáTnar. Á þessu máli verður að finna lausn og það fyrr en seinna. HVAÐ Á AÐ GERA VIÐ ÞÁ GÖMLU? : AUGLÝSIÐ í Alþýðublaðinu Hugheilar þakkir færum við hinum mikla fjölda vina, sem sýndu okkur alúð og samúð við andlát og útför JÓNASAR SVEINSSONAR, læknis Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Hafstcin, > börn og tengdabörn. 17. ágúst 1967 ALÞÝÖUBLAÐI9 1|,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.