Alþýðublaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 2
Dansskóli Heiðars hefst 2. október Jleiðar Ástvaldsson, danskenn- ati, boðaði blaðamenn á sinn fund í. yikunni og skýrði frá starfsemi þejrra sem nú er að hefjast í dans skóla hans. Þetta er tólfta árið, sem Heiðar rekur dansskóla og sjötta árið, sem skólinn starfar í R^ykpavík. Við skólann verða í vetur sem endranær kenndir barna og samkvæmisdansar. Heiðar sótti í sumai' þing hjá stærsta danskennarasamband ver aldar, The Imperial Society of Teachers of Dancing, en hann er félagi í þessum alþjóðasamtökum. !Þar var hann valinn til að sýna alla nýjustu dansana og þótti það fliin mesta upphefð. Tveir aðrir kehnarar skólans sýndu einnig á þinginu, það voru þær Guðrún_ j. Pálsdóttir og Edda Pálsdóttir og sýndu þær frumsaminn dans, er vakti mikla hrifningu. Þá komu hingað til landsins á j sumrinu tveir þýzkir danskennar- j ar, sem starfað hafa í Ameríku o'g kenndu þeir starfsliði skólan's Stórgjöf Heimilissjóði taugaveiklaðara barna hefir borizt stórmannleg gjöf. Valdimar Kr. Árnason pípu lagningameisfari, sem andaðist 4. júlí s.l., hefir í erfðaskrá sinni á- nafnað Heimilissjóði taugaveikl- aðra barna eitt hundrað þúsund krónum til minningar um eigin- konu sína, Guðrúnu Árnadóttur, sem andaðist 24. desember 1960, ■og son þeirra hjóna, Kristinn S. Valdimarss., sem andaðist 30. okt óber 1938. Valdimar hafði áður ásamt börnum sínum fært Heim iiissjóði höfðinglega gjöf, sjö þús und krónur, einnig til minningar itm fyrrnefnda látna ástvini hans. Gjöfum þessum fylgja þau skil- yrði ein, að fénu verði varið í byggingakostnað við læknaheím- ili handa taugaveikluðum börnum. Stjórn Heimilissjóðs þakkar þess ar stórmannlegu gjafir og heitir að verja fénu samkvæmt fyrir- mælum gefanda. Valdimar heitinn var mjög áhugasamur um lækna iveimilishugmyndina og trúði á framgang hennar, meðan enn var títið fé í sjóði. Trú hans tendraði úhuga í brjósti annara enda sýndi hann í verki, að hugur fylgdi rnáli. Við fyrri gjöfina bannaði Iiann, að nafn síns yrði getið, en ég tek mér leyfi til þess nú. Stjórn Heimilissjóðs þakkar hon iim ómetanlegan stuðning og höfð Búddatrúarmanna. inglega rausn. Þegar Lækningaheimili tauga- veiklaðra barna er risið af grunni TÚunum við minnast Valdimars Kr. Árnasonar og nefndra ástvina hans á viðeigandi hátt. Matthías Jónasson, formaður sjóðsstjórnar. ) 2 29. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ allt það markverðasta, sem komið befur fram í dönsum í Ameríku. I Heiðar skýrði frá því, að nem- | endum skólans yrði að venju gef in kostur á að reýna við alþjóða- dansmerkið, en gert er ráð fyrir að nemendur séu hæfir til prófs- ins eftir tveggja ára nám. Þá verður sú nýjung tekin upp, að leyfa nemendum að reyna við alþjóða dansmerkið, en gert er ráð fyrir að nemendur séu bæfir til prófisns eftir tveggja ára nám. Þá verður sú nýjung tekin upp, að leyfa nemendum að reyna við bronz og silfurmerki hinna alþjóð legu samtaka, sem nefnd voru I hér að framan. Til þess að hljóta þau þarf enn meiri kunnáttu í dansi en þá er fullnægjandi telst til að fá alþjóðadansmerkið. Kenn arar hafa leyfi til að dæma sjíáif- ir um hæfni nemenda sinna, þeg- ar þeir reyna við alþjóða dans- merkið, en þegar um er að ræða bronz- eða silfurmerki sendir al- þjóða sambandið prófdómara á staðinn. Prófdómari í vor er ekki af lakara taginu. Hann verður enginn annar en Bill Irvin, sem kemur hingað ásamt konu sinni Bobby, en hjónin eru iheimsmeist- arar í dansi. Þau munu einnig sýna dans á lokadansleik skólans. Heiðar lýsti gleði sinni yfir þessari heimsókn heimsmeistar- anna og kvaðst vona að henni fylgdi meiri dansgeta og aukinn áhugi nemenda. Heiðar og Guðrún Pálsdóttir sýndu blaðamönnum nokkra hinna Framhald á bls. 15. CÁgúst Petersen við mynd sína, Hlíðarhús. Sýnir í Eyjum Ágrúst Petersen, listmálari, opnar á morgun málverkasýn- ingru í Akoges-húsinu í Vest- mannaeyjum, og sýnir í fyrsta sinn í heimalbyggð sinni, en Ágnst er úr Vestinannaeyjum. Þetta er þriðja sérsýning Á- gústs, en hann sýndi í sýning- arsalnum við Hverfisgötu 1958 og í Bogasalnum í fyrrahaust. Ágúst hefur tekið þátt í mörg um samsýningum og sýnir m. a. núna á haustsýningu Félags íslenzkra myndlistarmanna í Listamannaskálanum. Á sýn4 ingunni í Ýestmannaeyjum verða um 20 myndir og þar af margar landslagsmyndir úr eyjunum. Ágúst segist löngum hafi sótt yrkisefni sitt beint og óbeint til æskustöðvanna og segist munu gera það fram vegis. Ágúst sagði einnig, að nokkur málverkin væru sögu- og sagnfræðilegs eðlis, t.d. gömlu lcrærnar, Illíðarhús o. fl. Sýning Ágústs Petersen, í Vestmannaeyjum, verður opin 30. sept. til 8. okt. frá kl. 16- 22 og á Iaugardögum og sunnu dögum frá kl. 14-22. Myndirn ar eru allar til sölu. Búddamunkar deila viö Saigon - stjórn SAIGON, 28. september (ntb-reuter). lað kveikja í sér, ef stjórnin VAN Thieu, forseti Suður-Vietnam, ræddi í dag í 45 mínútur í I haldi ekki loforð sitt þess efnis, gegnum liátalara við leiðtoga Búddatrúarmanna. Tri Quang, munk ! að kalla saman fund tii þess að en hópar Búdda-munka og nunna hlýddu á. Þetta samtal forsetans og ræða breýtinguna, sem fyrirhug munksins átti sér stað eftir að 800 Búddatrúarmenn fóru í fylk- irgu um götur Saigonbörgar til forsetahallarinnar, þar sem þeir af- hentu imótmæli gegn framkomnum tillögum um breytingu á skipu lagi Búddadóms í landinu. Eftir samtalið fyrir utan forseta höllir.a bauð forsetinn Tri Quang til viðræðna í höllinni ásamt öðr um leiðtoga Búddatrúarmanna Tam Chau, sem samkvæmt hinni nýju tilskipan stjórnarinnar á að taka við æðstu stjórn samfélags Tri Quang hafnaði því til að byrja með að senda sendinefnd inn í höllina, en fór að lokum sjálfur inn í bygginguna eftir sjö klukkutíma setu í sólinni fyrir framan höllina. Áður en hann fór sagði hann, að hann mundi fara fram á, að tilskipunin yrði ó- merk. Stjórnmálafréttaritarar í Saigon telja að deila munkanna og stjórn arinnar sé stjórnmálalegs eðlis, þar eð munkarnir hafa snúizt á sveif með frambjóðendunum, sem féllu í kosningunum, í fyrra mán uði, en þessir frambjóðendur bafa kært kosningarnar, sem Thi eu sigraði í. Að því er AFP-fréttastofan seg ir, hefur Tri Quang lýst því yfir, að þekktur munkur mundi fremja sjálfsmorð fyrir framan forsetahöllina á morgun með því uð er. Thieu lofaði, að slíkur fundur skyldi haldinn innan sólarhrings frá samtali þeirra Quangs. Tri Quang var þrjár klukku- stundir í höllinni, en sagði síðar, að hann hefði ekki liitt neina ráð herra, ekki Thieu forseta, Cao Ky, forsaetisráðherra eða aðra valda- menn. Hann sagði, að fulltrúar ríkisstjórnarinnar hefðu sagt, að hann skylöi snúa sér aftur til stjórnarinnar, þegar hann og keppinautur hans Chau hefðu komizt að niðurstöðu í þessú málí, væri mál Búddatrúarmanna en ekki stjórnarinnar. Tri Quang sagði að hann og aðrir leiðtogar Búddatrúarmanna mundu hafast við fyrir utan forsetahöllina í nótt. Píanó- tónleikar í kvöld í KVÖLD, föstudaginn 29. sept< ember, verða haldnir píanótón- leikar í sal Tónlistarskólans f Beykjavík. Það er Béatrice Berg, sem leikur. Hún er frönsk pí- anóleikkona, en er gift danska tónskáldinu Gunnari Berg og ibýr í Danmörku. Á efnisskránni eru eingöngu verk eftir frönsk og dönsk tón- skáld. Fyrst leikur hún sjö prel- údíur eftir Debussy, en því næst 10. liluta píanóverksins „Gaff- ky’s“ eftir Gunnar Berg. Á ný- afstaðinni tólnistarhátíð var' sjötti hluti þessarar tónsmíðar fluttur hér. — Á efnisskránní eru enn fremur nokkrir dansar eftir J. Ph. Rameau og tvær nok túrnur eftir Tage Nielsen. 3'ón- leikunum lýkur með ,,Eldey“ I og II eftir Olivier Messiaen. Þ'etta verða einu tónleikar Bé atrice Bérg og aðgangur er ó- keypis. Þeir hefjast kl. 8.30. Útvarpsstöðvar í skipum störf- uðu um nokkurra ára skeið utan við landhelgi nokkurra Evrópu- ríkja, þ. á. m. Svíþjóðar, Dan- merkur, Beneluxlar.danna og Bret Iands. Sérfræðinganefnd Evrópu ráðsins samdi tillögu árið 1964 um samþykkt til að koma í veg fyrir þessa starfsemi. Samþykktin stöðvað með löggjöf í þeim ríkj^ flestra þessara útvarpsstöðva var stöðuð með löggjöf í þcim ríkj. um, sem hlut áttu að máli. Þetta gerðist, án þess að samþykktin væri formlega staðfest. Nú hafa Danmörk, Svíþjóð og Bclgía fall gillt samþykktina, og gengur hún í gildi 19. október n.k, Hún bind ur aðeins þessi þrjú ríki, en öðrum aðildarríkjum er eftir sem áður heimilt að fullgilda hana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.