Alþýðublaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 5
BÆKUR: ÞÝÐINGAR The Nordic Translation Series: FIRE AND ICE, Three Icelandic plays by Jó- liann Sigurjónsson, Davíð Stefánsson and Agnar Thórð- arson with Introductions by Einar Haugen. 266 bls. THE BLACK CLIFFS by Gunnar Gunnarsson Translated from the Danish by Cecil Wood. With an Introduc- tion by Richard N. Ringler. — 222 bls. The University of Wisconsin Press, Madison, Milwaukee, London 1967. Fyrir einum tveimur árum hófst á vegum menningarmála- nefndar Norðuriandaráðs út- gáfa norrænna bókmennta í enskri þýðingu, en The Univers- ity of Wisconsin Press gefur bækumar út vestan hafs. Þegar ihafa komð út í þessum flokki danskar, finnskar, sænskar og norskar bækur, og nú í haust koma út tvær bækur með ís- lenzku efni, þrjú leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson, Davíð Stefánsson og Agnar Þórðarson, og Svartfugl Gunnars Gunnars- sonar. Bækurnar eru myndar- lega gerðar og verði þeirra virðist stillt í hóf; þær hefjast hver um sig með all-ýtarlegri ritgerð um höfundana og verk þeirra, skrá um bækur þeirra og hið helzta sem um þá hefur verið ritað. Ekki er mér kunn- ugt hvernig móttökur fyrri bækur í flokknum hafa fengið vestra, en ljóst virðist að hér sé gert all-myndarlegt átak af opinberri hálfu til að koma nor- rænum bókmenntum á fram- færi á engilsaxneskum markaði sem löngum hefur verið örðug- ur nörrænum rithöfundum. Einar Haugen þýðir tvö leikritin í Fire and Ice, Galdra- Loft og Kjarnorku og kvenhylli, en Gullna hliðið er birt í þýð- ingu eftir G. M. Gathorne-Har- dy, og var hún á' sínum tíma leikin í Edinborg. Haugen ritar ennfremur inngang að leikrit- unum hverju fyrir sig og „gen- eral introduction” að þeim öll- um saman. Um þýðingu leikrit- anna skal ég ekki dæma fremur en þýðingu Svartfugls eftir Cecil Wood. En inngangsgreinar Haugens um leikritin og höfunda þeirra eru skilmerkilegar um staðreyndir þó ef til vill sé hann full-háður mati annarra manna á verkunum, og hneigist til að taka höfundana sjálfa eins bátíðlega og framast er unnt. Það er meira en lítið hæp- ið að kalla Galdra-Loft „ís- lenzkan Fást”, og þó sýnu hæpn- ara að kalla Gullna hliðið „ís- lenzka Divina comedia” eins og hver maður mundi sjá ef við tækjum að kalla Jóhann Sigur- jónsson „Goethe” en Davíð Stefánsson „Dante” íslendinga; slíkar samlíkingar eru einungis villandi um þessi verk, til þess fallnar að varpa á þau rýrð sem þau verðskulda ekki. Og varla verða heldur margir til að sam- þykkja þeirri hugmynd Haug- ens að Sigmundur bóndi í Kjarnorku.og kvenhylli sé tæki- legur fulltrúi „fornra dyggða” sem íslendingum séu ómissandi eigi þeir að halda lífi. — Ekki er alveg ljóst hverjir velji leik- ritin í þessari bók til þýðingar, en Einar Haugen, sem sjálfur á sæti í ráðgjafarnefnd, „advis- ory committee” útgófunnar á- samt Harald S. Næss og Richard B. Vowles, segir þau „chosen by Icelandic critics of literature as representative of Iceland.” Leikrit eftir Jóhann Sigurjóns- son er að vísu sjálfgefið í bók sem þessari, en Gullna hliðið og Kjarnorka og kvenhylli njóta að líkindum vinsælda sinna á sviðinu. Ljóst er að ýmsir fleiri höfundar koma til álita, eins og Haugen getur um — þó ósagt skuli að bókin væri betri ef þar væru til að mynda Vér morð- ingjar eftir Guðmund Kamban og Prjónastofan Sólin eða Dúfnaveislan eftir Halldór Lax- ness. Allt um það bendir sú til- raun til „úttektar” sem hér er gcrð ljóslega til þess hve fátæk- leg bókmenntagrein íslenzk leik- ritun er enn sem komið er. Richard N. Ringler sem skrif- ar innganginn að Svartfugli hefur sýnilega kynnt sér ræki- lega verk Gunnars Gunnarsson- ar og fjallar um þau af skiln- ingi; mér er til efs að annað hafi verið ritað skilmerkilegar um Svartfugl en þessi ritgerð. En eins og ýmsir fleiri sem fjallað hafa um Gunnar virðist mér Ringler hneigjast til að of meta fyrri verk Gunnars, fyrir Fjallkirkjuna, á kostnað hinna seinni, sögulegu skáldsagna lians — sem minnsta kosti er fráleitt að telja venjulegar vin- sældasögur eins og Ringler virðist gera. En metur réttilega stöðu Fjallkirkjunnar í æviverki Gunnars og betur en margir aðrir grein fyrir þeim þroska sem lífsskoðun hans tekur við samningu hennar, sem Svart- fugl leiðir einmitt vel í ljós; það er að líkindum óhjákvæmi- legt í grein eins og þessari að fjalla meira um heimspeki og siðferðisskoðun verksins en formgerð og sögutækni þess sem hvorugt verður frá hinu greint eins og raunar kemur fram hjá Richard Ringler. Hann liefur sýnilega notfært sér vel það ár sem hann kveðst liafa átt náms- vist hér. — Þýðing Cecil Woods KURL1GRAFAR Magnús Á. Árnason ; GAMANÞÆTTIR AF VINUM MÍNUM Helgafell 1967. 200 bls. H.A.B. H.A.B. H.A.B. Happdrætti Alþýðublaðsins Munið að seinni dráttur!967 er 23. desember. Þá eru í beði 3 bílar Toyota, Hillman Smp, og Volkswagen. Menn ættu að tryggja sér miða tímanlega, sérstaklega ættu þeir sem vilja hafa sín gömlu númer að taka þau strax, því þau verða ekki geymd lengur en til 1. október. Eftir þann tíma er hætta á að þeir verði seldir öðrum. H^uns$ 3 bílaev Látið ekki H.A.B. úr hendi sleppa Miðar sendir heim ef óskað er. Söluumboð og aðalskrifstofa á Hverfisgötu 4. Sími 22710. Pósthólf 805. Happdrætti Alþýðublaðsins. H.A.B. H.A.B. H.A.B. er gerð úr dönsku eins.'og eðli- legt er. En liliðsjón af íslenzku . þýðingunni hefði að líkindum auðveldað honum að samræma stafsetning örnefna og manna- nafna í þýðingu sinni; þar er nú íslenzka, danska og enska í einum graut: Saurbaer, Syvend- eaa, Sauthiauksdal, Lambavatn, Eiulv, Bjarni, Steinun, Malfrith o.s.frv. Það má ætla að þegar frá líð- lir og bókum fjölgar verði í þessum bókaflokk rýmilegt úr- val norrænna nútíma-bókmennta í enskri þýðingu; verður fróð- legt að frétta hvaða framgang hann fær á engilsaxneskum, bókamarkaði. En hann er ekki. hið eina sem íslenzkir höfundar eiga að þakka Norðurlandaráði. Vegna bókmenntaverðlauna ráðs- ins eru nú árlega þýddar á nor- ræn mál ein eða tvær nýlegar bækur íslenzkra höfunda og þótt verðlaunin sjálf hafi enn ekki fallið í okkar hlut, frekar en von er til, hafa nokkrar þessar bæk- ur verið gefnar út erlendis, beinlínis vegna þess að þær voru til í þýðingu. Sýnir ekki þetta hvorttveggja að hér er brýn. þörf einhverrar fyrirgreiðslu. af opinberri hálfu fyrir þeim mönnum sem fallnir eru óg fús- ir til að þýða íslenzk ritverk á önnur mál? — ÓJ. Nafnið á bók Magnúsar Á. Árnasonar er sannarlegt rétt- nefni. Þættir hans í þessari bók eru engar skipulegar endur- minningar, hvað þá ævisaga, heldur brotasilfur hingað og þangáð af lífsleiðinni um menn og kynni, ekki hvað sízt frá Ameríkuvist lians á upgum aldri; og hefur enda sumt af þáttunum birzt áður sem sér- stakar greinar. Vitaskuld veit höfundur þetta fullvel sjálfur. „Mér er það fyllilega ljóst að ég snerti aðeins yfirborð hlut- anna, en það verður hver að gera eins og hann hefur gáfur til. Ætlunin var aðeins að segja sögur. — eins sannar og ég vissi,” segir hann sér „til af- Sökunar” í uppliafi bókar. Við þetta er einkum því að bæta að þetta tekst Magnúsi mjög svo ánægjulega, og hefur hann sýnilega prýðilegar gáfur til að segja sögur af náunga sínum. Bók hans ber öll blæ munn- legrar frásagnar, sem réttlætir þau „stíllýti” sem finnast kynnu, og frásögnin lýsir næmu auga liöfundarins fyrir hinu skoplega og kátlega, stund- um góðlátlega, stundum grá- glettið. Því eru þættirnir í bókinni prýðilega læsilegir, en þeir eru fremur frásagnir af mönnum og kynnum höfundar- ins við þá' en eiginlegar mann- lýsingar, og auka varla neinu við hugmyndir lesandans um þá sem við söguna koma. En hér er greint frá ýmsum nafnkunn- um mönnum, mikilsháttar lista- mönnum og hinum og þessum jVIagnús A. Árnason. „origínölum” bæjárlífsins, reykvískrar „bóhemíu” fyrri ára, og kunningjum höfundar á fyrri árum vestan hafs. Gaman- semi höfundarins heldur bók- inni saman, — en varla er hún. alltaf jafn-græskulaus og hann vill sjálfur vera láta. Sízt af öllu þegar kemur að þættinum „Bræður í listinni”. Orð hefur leikið á því að listamenn ættu stundum erfitt að koma sér sam- an sín í milli, jafnvel enn erfið- ara en við almenning og gagn- rýnendur sína; og eru hér bók- færðir nokkrir þættir slíkra við- skipta af stöku hispursleysi — sem raunar auðkennh' einnig aðrar frásagnir Magnúsar Árna- sonar í bókinni. En hætt er við Framhald á bls. 15. 29. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.