Alþýðublaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 29.09.1967, Blaðsíða 13
^MMimrai Ný dönsk mynd, gerB eftir hinnl umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde“. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 18 fira. Sýnd kl. 9. ÓTTARYNGVASON héraðsdómslögmaður MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA BLÖNDUHLÍÐ ] • SfMI 21296 HARÐVIDAR OTIHURÐIR TRÉSMIÐJA Þ. SKÚLASONAR Nýbýlavegi 6 , Kópavogi I sími 4 01 75 BÍLAKAUF 15812 — 23900 Höfum kaupendur að flest- um tegundum og árgerðum af nýlegum bifreiðum. Vinsamlegast látið skrfi bif- BÍLAKAUP Skúlagötu 55 við Rauðarfi Símar 15812 - 23900. krefur, segi ég sannleikann. — Lögreglan skilur mig áreiðan- I lega. — Það efast ég um. Þeir fara \ þá að leita að annarri forsendu I fyrir morðinu. = — Þeir finna enga. Ég er ekki ! skyld Ashlynfjölskyldunni. i - — Þeir finna ástæðuna, sagði i hann hæðnislega. — Peninga! | — Vitleysa. Ég fæ enga pen- i inga frá Ashlynl i — Þú gætir hafa verið send f hingað sem verkfæri Myru. í i þeirri trú, að enginn grunar | þann ókunna........ — Send hingað? Hún starði = skilningssljó á liann. — Já, til að flýta fyrir dauða z'“ Ashlyns gamla. — Ég hef aldrei heyrt annað eins.....Hún tók töskuna sína mállaus af reiði og gerði sig lík- lega til að fara. — Ég er ekki að segja þér, hvernig lögreglan leitar að á- stæðunnf fyrir morðinu. Segðu Joss Ashlyn sannleikann áður en lögreglan neyðir þig til þess, Vonnie. Ég vei'ð að tala við þig og ráðieggja þér þetta. Segðu honum það! Iiann gerir ekkert verra en að senda þig aftur til Kanada. — Þú gleymir því, að hann er sjúklingur. Hann gæti fengið hjartaslag. — Þú gleymir því, að hann fær hvort eð er að heyra sann- leikann. — Heiðarleiki og sann- sögli þín væri betri en að lög- reglan segði honum allt. — Hvers vegna ertu að gera þetta? — Vegna þesS að ég vil ógjarn- an að nokkuð komi fyrir þig. — Þakka þér fyrir, sagði hún kuldalega. — En nú skulum við ræða um annað meðan við borðum og svo getur þú sagt mér, hvað þú ætl- ar að gera. — Ég get svarað þér strax. Ég hætti á að lögreglan komi upp um mig. — Ég gæti lamið þig! sagði hann. — Borðaðu nú melónuna þína og við tölum um þetta seinna. — Til hvers? Þú getur ekki fengið mig til að skipta um skoð- un? Og ég get ekki séð að það verði ánægjulegt að borða með þér. — Samt sem áður skaltu sitja hér og borða! Þú gerir það sem þér er sagt í þetta skipti, Von- nie, Og nú tölum við um aðra hiuti. Hann fór að tala við hana eins og hún væri vinkona hans, sem hann væri mjög feginn að sjá. Hann sagðist vera farinn að vinna og bráðlega yrði liann send- ur til Indlands. — Viltu fara þangað? — Já, Austurlönd hafa alltaf haft mikið aðdráttarafl fyrir mig. Eftir fiskréttinn þoldi hún þetta ekki iengur. Þau fengu kaffi og samtalið dó út. Hún leit á klukkuna. — Ég verð að fara, sagði hún. — Svo þú hefur ekki skipt um skoðun? — Nei. — Ég gerði miU bezta. —. Nú verður þú að biðja guð um að hjálpa þér að leysa þetta vanda- Suzanne Ebel: MiiiiiiiiiiiiiiimunmiMMaa ! s ii ■ ii iiiii 11111111 iii nmv< mál! — Hann gerir það. Þetta var alltaf í góðum tilgangi gert. Hún reis á fætur og tók tösku sína og hanzka. TÍUNDI KAFLI. Þegar Vonnie kom aftur dag- inn eftir voru þau öll í dag- stofunni Joss, Rhoda, Fenella og Ralph. — Vachell lögregluforingi kom áðan, sagði Joss. — Hann vildi fá að tala við þig. — Ég þarf að líta eftir matn- um, sagði Rhoda. - Ég er svangur, sagði Joss. Lögregluforinginn sagðist koma snemma og við viijum gjarnan borða fyrst. Vonnie fannst á meðan þau sátu undir borðum, að allir vissu að eitthvað myndi gerast. Þau voru að Rrekka kaffið í dagstofunni, þegar hringt var að dyrum. Rhoda fór til að opna. — Það er einhver að spyrja eftir yður, Myra. — Lögreglan? — Nei, vinur yðar. Hún gekk út úr stofunni og lokaði á eftir sér. Hún hafði á- kafan hjartslátt. Hún hafði ekki stjórn á reiði sinni, þegar hún sá Nigel standa við dyrnar. — Hvað vilt þú? Því lætur þú mig ekki í friði? — Ég verð að tala við þig; ég verð! — Nei, sagði hún þreytulega. Nú þoli ég ekki meira. Það var aftur hringt að dyr- um og Vonnie tautaði: — Þeir eru komnir, lögreglan, þeir vilja tala við mig...... Nigel gekk tii dyra og opn- aði. Vonnie hljóp til að sækja káp- una sína. Það var ekkert ljós inni í fataherberginu og afar dimmt þar inni. Hún heyrði að Vachell lögregluforingi gekk inn í dagstofuna og teygði sig eftir kápunni sinni. Um leið stökk kötturinn fram, reiður yf- ir að vera lokaður inni. Vonnie rétti fram hendina, til að detta ekki og rak upp hátt sársauka- vein. Hún kveikti ijós og sá að hún var með langa rispu á hand- leggnum. — Hvað er að? Nigel var kom- inn til hennar. — Það var eitthvað hér........ Hún tók skinnkápu Fenellu. Ég greip í hana,----- - . . — Rispaðir þú þig á henni? Má ég sjá? Nigel tók skinnkáp- una og þreifaði á henni. — Aha! sagði hann og dró eitthvað út! Þetta var hinn seki. — Hvað eruð þér með? Vachell lögregluforingi sem heyrði og sá allt, stóð og horfði á þau. — Ungfrú Ashlyn, sagði Nigel dálítið stirðmæltur, — fór að sækja kápuna sína. Hún Yiras- aði og greip í þessa skinnkápu. Þetta var fast í skinninu og hún reif sig til blóðs. — Rhoda hefur umbúðir. Joss birtist að baki lögregluforingj- ans. — Láttu hana búa um sárið, Myra. En Vonnie stóð grafkyrr. Hún fann að eitthvað mikilvægt hafði gerst. Þetta var eins og síðasti bitinn í kotruspili. Nigel stóð enn og hélt á litl- um, smaragðsgrænum glermol- anum. ELLEFTI KAFLI. — Hvað- gengur á? Fenella kom út úr dagstofunni. Skyndilega var fullt af fólki í forstofunni. Allir komu fram. Matthews yfirlögregluþjónn var alvarlegur á svipinn. — Hver á þessa skinnkápu? Lögregluforinginn tók skinnkáp- una af Nigel. — Ég, sagði Fenella, — því spyrjið þér? — Ungfrú Ashlyn skar sig, sagði lögregluforinginn og rétti fram grænt glerbrotið. — Þetta brot var í skinninu. Hvernig komst það þangað? — Ég veit það ekki. — Jú, þér vitið það, ungfrú Ashlyn. Þér komuð hingað kvöld- ið, sem frændi yðar dó. Augu lögregluforingjans skutu gneist- um. — Nei, .. ég varx búin að segja, að .... — Engar lygar, ungfrú Ashlyn! Þér lieimsóttuð hr. Windslow og seinna um kvöldið fóruð þér út að aka með honum. — Já, við erum vinir. Það var ekkert rangt við, að .... Lögregluforinginn greip fram í fyrir henni. — Við höfum skoð- að bílinn, Winslow. Á gólfinu við framsætið fundum við brot af gleri. Af lituðu gleri, sem fetzt hafði við skósóla, sem geng- ið höfðu á gólfi vinnustofunnar eftir að frændi yðar lézt þar ipni. — Smástund ríkti algjör þögn. Svo sagði Fenella: — Þú gætir aldréi hafa gert þetta, Ralpli! Þú gætir ekki .. — Gæti ég ekki hváð? spurði hann og rödd hans titraði. — Hvað ertu að reyna að gefa í skyn? Lögregluforinginn greip fram í fyrir þeim. — Hr. Winslow sat undir stýri. Glermolarnir voru þeim megin sem farþeginn situr. Þér voruð farþeginn, ungfrú Asblyn. Gler- molarnir voru undan skósólum yðar. Hún leit á Ralph. — Þú komst farþegamegin inn, Ralph. Lögregiuforinginn greip fram í fyrir henni. — Þér komuð hing- að kvöldið, sem frændi yðar dó, ungfrú Ashlyn. Þér vilduð vita, hvort eitthvað hefði horfið af koníakinu. Svo fóruð þér inn í vinnustofuna og þar lá frændi yðar á gólfinu. Þér vitið, hvort hann var látinn þá eða ekki. — Þegar þér funduð hann, var hann í einum af sloppum Joss frænda yðar. Þess vegna snéruð þér hon- um ekki við. Þér vissuð ekki, að þér höfðuð myrt rangan mann. — Þér hafið ríkt ímyndunar- afl, lögregluforingi, sagði Fen- ella. Herbergi óskast fyrir reglusama stúlku. Uppl. í síma 82453 kl. 6-9 e. h. Lesið AlþýðublaðiS 29. september 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.