Alþýðublaðið - 15.11.1967, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.11.1967, Blaðsíða 7
BÍLVELTA KLUKKAN 2.40 aðfaranótt sunnu dagrs varð' þaö slys, aö Bronco- -bifreiö valt á veginum viö Flæði læk skammt fyrir ofan Akranes. Bifreiðin stórskemmdist, en meiðsl urðu ekki á mönnum. í bifreiðinni voru þrír ungir menn, en þeir voru að koma af dansleik á Hlöðum á Hvalfjarðar strönd’. Hálka var á veginum og missti bifreiðastjórinn vald á bif reiðinni. Hún lenti aldrei út af veginum, en mun liafa oltið nokkr ar veltur og stöðvaðist að síðustu iá toppnum. Yfirbygging hennar mun vera gjörónýt. Eins og áður segir sluppu all- ir, sem í bifreiðinni voru, við á- verka. Þó mun annar farþeginn íhafa hlotið skurð á höfði, en meiðsli hans munu ekki vera al- varlegs eðlis. Múrarar mótmæla ,,Á fundi stjórnar og trúnaðar mannaráðs Múrarafélagsins þ. 9. nóv. s.l. var samþykkt, að það harmaði að ekki skyldi nást sam staða milli ríkisstjórnarinnar og viðræðunefndar verkalýðsfélag- anna um efnahagsmálin. ‘ Fundurinn mótmælir harðlega þeirri kjaraskerðingu sem efna- hagsfrumvarpið felur í sér, og þó sérstaklcga að jún{ samkomu lagið frá 1964 sé ekki virt. Fundurinn skorar á ríkisstjórn ina að endurskoða ákvörðun sína, og gera þær breytingar á frum varpinu að verkalýðsfélögin geti vel við unað“. DAGSKRÁ ALÞINGIS ÐAGSKRÁ sameinaös Alþingis miövikudaginn 15. nóv. 1967 kl. 2 síðdegis. 12. fundur. 1. Rannsókn kjörbréfs. 2. Undirbúningur þess að gera akfært umhverfis landið, þáltill. 47. mál SÞ. (Þskj. 49). Hvernig ræða skuli. 3. Stöðlun fiskiskipa, þáltill. 50. mál SÞ. (Þskj. 52). Hvernig ræða skuli. 4. Fyrirspurnir: a. Raforkuþörf V.-Skaftfellinga austan Mýrdalssands. 55. mál SÞ. (Þskj. 60). Hvort leyfð skuli. b. Skólarannsóknir 34. mál SÞ. (Þskj. 34, tölul. 1). Ein umr. c. Sameining Landsbókasafns og Háskólabókasafns 43. mál SÞ. (Þskj. 45). Ein umr. ÐAGSKRÁ neöri deildar Alþing- is miðvikudaginn 15. nóv. 1967, aö loknum fundi í sameinuðu þingi. 13. fundm-. ~ Efnahagsaðgerðii-, frv. 7. mál ND. (Þskj. 7, n. .56 og 57, 58). — Frh. 2. umr. TIL HEIMA ER BEZT, PósthólE 558, Akureyri Ég undirrit óska a'ð gerast áskrifandi að tfmaritinu HEIMA ER BEZT. □ Sendið mér blaðið frá síðustu áramótum. □ Sendið mér blaðið frá nxstu áramótum. Nafn Heimili — vegna þessaðþað er staðreynd að„Heima er bezl" er eilt af lang útbreidclustu og vinscelustu iimaritum lnérlendis, vegna þess að „Heima er bezt“ flytur þjóðlegt, fróðlegt og skemmtilegt efni fyrir alla fjölskylduna og vegna þess að við efnisval er reynt að sneiða hjá þvi efni og áhrifum, sem margir telja til lýta eða jafnvel skaða i islenzku þjóðlífi á vorum dögum, og ekki sízt vegna þess að hverri áskrift að ..Heima er bezt“ fylgja veruleg fjárhagsleg hlunnindi. „Heima er bezt“ hefur nú verið gefið út í 17 ár og á því láni að fagna að hafa að bakhjarlf margar þúsundir ánægðra áskrifenda, og fjöldi þeirra fer stöðugt vaxandi. Þér ættuð að hugleiða hvort ekki væri skynsamlegt að slást í þennan stóra áskrifendahóp, og eignast þar með gott og þjóðlegt íslenzkt tímarit við vægu gjaldi, sem þér fengjuð sent Iieim til yðar i hverjum mánuði. Útfyllið þess vegna strax í dag áskriftarseðilinn hér fyrir neðan og sendið hann til „Heima er bezt“, pósthólf 558, Akureyri, og þá mun nafn yðar umsvifalaust verða fært inn á áskrifendaspaldskrána og yður mun verða sent blaðið mánaðarlega, en þá munið þér um leið öðlast rétt til að njóta þeirra hlunninda sem eru því samfara að vera áskrifandi að „Heima er bezt“. HEIMA ER BEZT þjóðlegt heimilisrit fyrir nágranna yðar, og fyrir yður, SÍLDARVERÐIÐ ÁKVEÐIÐ Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gærkvöldi voru ákveðin eftirfarandi lágmarksverð á Suð ur- og Vesturlandssíld. er gilda frá 1. október 1967 til febrúar- loka 1968. Síld til söltunar. Hvert kg. kr.1,70 Mismunur á innveginni síld og uppsaltaðri síld skal reikn- ast á bræslusíldarverði. Hver uppsöltuð tunna hausskorin og slógdregin reiknast 146 kg. af heilli síld, en hver tunna af heil saltaðri (rundsaltaðri) síld 112 kg. Úrgangssíld er eign bátsins og skal lögð inn á reikning hans hjá síldarverksmiðju. Síld ísvarin til útflutnings í skip. Hvert kg. kr. 1.55 Verð þetta miðast við innvegið magn, þ.e. síldina upp til hópa. Verðin eru miðuð við síldina komna á flutningstæki við hlið veiðiskipsins. Reykjavík, 11. nóv. 1967. Verðlagsráð s.jávarútvegsins. Kaupum hreinar léreftstuskur ( prentsmiðja ) 15. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ■ ......1 1 " VlH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.