Alþýðublaðið - 29.07.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.07.1921, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBL AÐIÐ ^MSKIPAr^ j /s> E.s. Gullfoss Farseðlar með .Gullfbss'' til útlanda óskast sóttir á morg un laugardag 30. jdlf. 5 Brunatryggingar 0 á innbúi og vörum V hvergí ódýrarí en hjá x A. V. Tulinius V vátryggingaskrifstofu 0 Eimskipafélagshúsinu, 0 [jjj 2. hæ9' ^ 4" ■» &"4> Til sölu er ágætur kaiímauns hjólhestur á Hverfisgötu 90 (uppi) Utboð. Tilboð óskast í byggingu baðhúss í kjallara leik- fimishúss barnaskóla Reykjavíkur. Allar upplýsingar og teikningar verki þessu við- víkjandi liggja frammi hjá skólastjóra Morten Hansen, daglega, frá 29. júlí til 6. ágúst næstkomandi kl. 11—12 árd. og 1—2 síðd. Tilboðin séu send á borgarstjóraskrifstofuna fyrir kl. 5 síðd. mánudaginn 8. ágúst og verða þau þá opnuð þar að bjóðendum viðstöddum. Skólanefndin. Sölubúð á góðum stað í bænum óskast til leigu nú þegar eða i. sept. Tilbóð með tilteknu leigugjaldi merkt „Sölubúð*' leggist á afgr. blaðsins. Alþbl. kostar I kr. á mánuil Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: ólafur Friðriksson. Prentsmíðjatt Gntenberg. fack Lmdon\ Æflotýrl. Við lifum á tuttugustu öldinni, góðurinn minn, og ein- vígi voru lögð niður áður en við fæddumst." „Það varst þú sem byrjaðir," hreytti Tudor úr sér „Þú lést mig vita, að eg skyldi reyna að hafa mig á burtu. í stuttu máli, þú vísaðir mér á dyr. Og samt ertu svo ósvtfinn að spyrja hvers vegna eg fari með ófriði, Þú hefir sj'álfur byrjað, og eg vil sjá úrslit máls- ins." Sheldon brosti meðaumkvunarbrosi og kveikti í vindl- ingi. En Tudor lét sig ekki. „Þú hefir hafið strlð," staðhæfði hann. „Hér er ekkert stríð. Það þarf tvo aðilja til þess að hægt sé að heyja stríð; og eg segi í eitt skifti fyrir öll, að eg gef mig ekki að slíkum heimskupörum." „Þú hefir stigið fyrsta skrefið. Eg skal segja þér hvers vegna." „Eg héld þú sért ekki ófullur," mælti Sheldon. „Eg finn að minsta kosti enga eðlilegri skýringu." „Eg skal segja þér, hvers vegna þú byrjaðir. Það var hreint ekki svo vitlaust af þér að gera þessa mýflugu að úlfalda. Eg var að stela villibráð þinni og þú vildir losna við mig. Þú varst hér og þér og telpunni leið vel, þangað til eg kom. Og nú ertu afbrýðissamur, og vilt losna við mig. En eg kæri mig kollóttan." „Jæja vertu þá kyr. Eg vil ekki rífast við þig um það. Láttu fara vel um þig. Vertu hér heilt ár, ef þig lystir." „Hún er ekki konan þín,“ hélt Tudor áfram og lét sem hann hefði ekki ’tekið eftir því, sem Sheldon sagði. „Maður hefir því leyfi til að leita ástar hennar, eins og mann langar til, nema því að eins að hún sé----------- jæja, það getur verið að mér hafi skjátlast, vegna ókunnugleika, og því er mér vorkunn. Eg hefði auð- vitað átt að sjá það með hálfopnu öðru auganu, ef eg bara hefði hlustað á það sem menn sögðu. AUir í Guvutu og Tulagi skemtu sér við það. Eg var nógu vitlaus til að dæma ástandið eftir þeim fullkomna sak- leysisblæ sem var á yfirborðinu." Sheldon reiddist svo afskaplega. að honum sýndist Tudor titra. En engu að síður var hann að sjá rólegur, og hann virtist leiður á þessari þrætu. „Þú gerir kannske svö vel að blanda henni ekki í þetta samtal," sagði hann. „Hví ekki? Bæði þú og hún hafa verið samtaka með það, að hæðast að mér. Ekki gat eg vitað, að alt væri ekki eins og það átti að vera. En nú hafa augu mín lokist upp . . . . og eg verð að segja, að hún lék vel. hlutverk sitt sem hin smánaða eiginkona, sló þann sem areitti hana og leitaði hælis hjá þér. Það er ágæt sönn- un þess, að það var satt, sem sagt var meðfratn allri ströndinni. Félagar, jú ætli ekkil Verzlunarfélagar? Bull og vitleysa — það er einmitt það." Sheldon reiddi til höggs, rólegur og með öllu afli Höggið hitti Tudor á nasirnar. Hann hentist um koll og braut [stól í smátt um leið og hann féll. Hann reis seint upp og með erfiðismunum og gerði enga tilraun til að ráðast á mótstöðumann sinn. „Jæja, nú viltu berjast? sagði hann Sheldon fór að hlægja. Honum fanst þessi skrípa- leikur alt of hlægilegur til að þegja. Hann ætlaði að slá Tudor aftur. en hann stóð fölur sem nár og hand- leggirnir héngu niður með hliðuuum; hann rótaði sér ekki til varnar. „Eg á ekki við það, að við berjumrt með hnefunum," sagði hann hægt. „Við berjumst um líf eða dauða. Þú skýtur vel bæði með skammbyssu og rifli; það géri eg líka. Á þann hátt vil eg að við gerum upp reikning okkar." „Ertu bandvitlaus? Ertu orðinn brjálaður?" „Alls ekki. Eg er ástsjúkur. Og eg skora enn þá einu sinni á þig, að koma út með mér og gera út um þetta með því vopni er þú kýst." Sheldon leit í fyrsta sinn á hann alvöruþrunginn. — Hvaða ormar nöguðu heila þessa manns, og neyddu hann til að koma þannig fram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.